Semur tónlist fyrir tvær breskar kvikmyndir 14. desember 2012 11:00 Þrátt fyrir að vera nýfluttur aftur heim á Frón eftir sex ár í Bretlandi ferðast Biggi samt mikið utan til að vinna. Hann reynir þó að koma með verkefni með sér hingað heim líka. Tónlistamaðurinn Biggi Hilmars blandar saman ólíkum hljóðfærum í sínu stæsta verkefni hingað til. „Ég hef áður gert tónlistina fyrir tvær kvikmyndir í fullri lengd en þessar eru tvímælalaust stærri,“ segir tónlistamaðurinn Biggi Hilmars. Biggi er staddur í Glasgow þessa dagana að semja tónlist við bresku kvikmyndina My Brother The Ark Raider ásamt félaga sínum Scott Twynholm. „Við Scott erum búnir að sitja við síðustu þrjá daga að leika okkur og spinna af fingrum fram. Við erum að blanda saman alls kyns ólíkum hljóðfærum og þannig að reyna að túlka þær blendnu en sterku tilfinningar sem eru í myndinni,“ segir Biggi og nefnir sem dæmi að þeir hafi dregið fram hörpu, banjó, gítar og píanó. Nýlega lauk Biggi við að semja tónlist fyrir aðra mynd, Brash Young Turks, sem er hans stærsta mynd hingað til og leikstýrt af bræðrunum Ash og Naeem Mahmood. „Ég reikna alveg með að sú mynd komi í bíóhús á Íslandi snemma á næsta ári,“ segir Biggi. Hann er nýlega fluttur aftur heim til Íslands eftir að hafa verið búsettur í Bretlandi síðustu sex ár. Hann fer þó út reglulega í alls kyns verkefni eins og þetta, auk þess sem hann reynir að taka verkefni með sér heim. „Ég var að vinna hjá Universal í London og var þar aðallega að semja fyrir auglýsingar eða stuttar kvikmyndir. Þetta er því öðruvísi en það sem ég hef verið að gera. Það er meira frelsi í þessu og ég fæ að gera þetta eftir tilfinningu. Það er ekkert of ákveðið og það er alveg frábært,“ segir Biggi. - trs Tónlist Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistamaðurinn Biggi Hilmars blandar saman ólíkum hljóðfærum í sínu stæsta verkefni hingað til. „Ég hef áður gert tónlistina fyrir tvær kvikmyndir í fullri lengd en þessar eru tvímælalaust stærri,“ segir tónlistamaðurinn Biggi Hilmars. Biggi er staddur í Glasgow þessa dagana að semja tónlist við bresku kvikmyndina My Brother The Ark Raider ásamt félaga sínum Scott Twynholm. „Við Scott erum búnir að sitja við síðustu þrjá daga að leika okkur og spinna af fingrum fram. Við erum að blanda saman alls kyns ólíkum hljóðfærum og þannig að reyna að túlka þær blendnu en sterku tilfinningar sem eru í myndinni,“ segir Biggi og nefnir sem dæmi að þeir hafi dregið fram hörpu, banjó, gítar og píanó. Nýlega lauk Biggi við að semja tónlist fyrir aðra mynd, Brash Young Turks, sem er hans stærsta mynd hingað til og leikstýrt af bræðrunum Ash og Naeem Mahmood. „Ég reikna alveg með að sú mynd komi í bíóhús á Íslandi snemma á næsta ári,“ segir Biggi. Hann er nýlega fluttur aftur heim til Íslands eftir að hafa verið búsettur í Bretlandi síðustu sex ár. Hann fer þó út reglulega í alls kyns verkefni eins og þetta, auk þess sem hann reynir að taka verkefni með sér heim. „Ég var að vinna hjá Universal í London og var þar aðallega að semja fyrir auglýsingar eða stuttar kvikmyndir. Þetta er því öðruvísi en það sem ég hef verið að gera. Það er meira frelsi í þessu og ég fæ að gera þetta eftir tilfinningu. Það er ekkert of ákveðið og það er alveg frábært,“ segir Biggi. - trs
Tónlist Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira