Burt með Jesús og jólasveina Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. desember 2012 06:00 Ég trúi ekki á jólasveina. Ég hef lagt mikla vinnu í að halda þeim frá börnunum mínum og mér finnst forkastanlegt að leikskólar, skólar, verslanir og félagasamtök skuli halda þessum ófögnuði að börnunum. Það hlýtur að vera sanngirniskrafa að börn foreldra sem afneita jólasveinum séu ekki jaðarsett í aðdraganda jóla þegar öll hin börnin skemmta sér á jólaböllum. Hvað hafa þessir feitu rauðklæddu karlar með jólin að gera yfirhöfuð? Og Jesús! Hverjum dettur í hug að neyða börn til að hlusta á sögur af þessum löngu dauða kalli þegar undirbúningur fæðingarhátíðar hans stendur sem hæst? Það liggur í augum uppi að með því er gróflega brotið á þeim stóra hluta mannkyns sem alls ekki trúir flökkusögunni um þennan svokallaða frelsara. Burt með þennan heilaþvott! Svo ekki sé nú minnst á þau ósköp að bæði Jesús og jólasveinarnir eru karlkyns allir með tölu. Á virkilega að koma þeim hugmyndum inn hjá börnum að jólin séu karllæg hátíð þar sem eina hlutverk kvenna sé að elda einhverjar endemis steikur, baka smákökur og þrífa? Hingað og ekki lengra. Ef endilega þarf að halda þessum fígúrum á lofti í kringum jólin er lágmarkskrafa að helmingnum verði breytt í jólasveinkur svo stúlkur alist ekki upp við þær ranghugmyndir að þær geti aldrei orðið jólasveinar. Skammdegistuði Íslendinga eru lítil takmörk sett, en ég held svei mér þá að það hafi náð nýjum hæðum á þessari aðventu. Þótt dæmin hér að framan séu auðvitað stórlega ýkt er þó í þeim andblær þeirrar umræðu sem geisað hefur í samfélaginu undanfarið. Andblær sem ég, og eflaust margir aðrir, á erfitt með að kyngja. Að fólk skuli halda því fram í fullri alvöru að það sé brot á mannréttindum barna að önnur börn fari í kirkju á aðventunni eða að það séu svik við börn að láta þau halda að jólasveinar séu til er ofvaxið mínum skilningi. Um hvað eru jólin þá? Jú, jú, jólin eru forn hátíð sem snúast um að fagna hækkandi sól, mikil ósköp, en þeim jólum var ekki fagnað með kaupæði, kóklestum og smákökubakstri. Þau voru blót þar sem menn drukku hraustlega, færðu guðum sínum fórnir og vógu gjarnan mann og annan. Eigum við að innleiða það aftur? Enginn neyðir fólk sem ekki trúir á Jesús og jólasveina til að halda jól, það er alfarið frjálst val. Og að heimta að allir aðrir fórni sínum jólahefðum svo engum verði nú misboðið er dálítið langt gengið í frekjunni. Hvað varð um hátíð friðar, kærleika og umburðarlyndis? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Ég trúi ekki á jólasveina. Ég hef lagt mikla vinnu í að halda þeim frá börnunum mínum og mér finnst forkastanlegt að leikskólar, skólar, verslanir og félagasamtök skuli halda þessum ófögnuði að börnunum. Það hlýtur að vera sanngirniskrafa að börn foreldra sem afneita jólasveinum séu ekki jaðarsett í aðdraganda jóla þegar öll hin börnin skemmta sér á jólaböllum. Hvað hafa þessir feitu rauðklæddu karlar með jólin að gera yfirhöfuð? Og Jesús! Hverjum dettur í hug að neyða börn til að hlusta á sögur af þessum löngu dauða kalli þegar undirbúningur fæðingarhátíðar hans stendur sem hæst? Það liggur í augum uppi að með því er gróflega brotið á þeim stóra hluta mannkyns sem alls ekki trúir flökkusögunni um þennan svokallaða frelsara. Burt með þennan heilaþvott! Svo ekki sé nú minnst á þau ósköp að bæði Jesús og jólasveinarnir eru karlkyns allir með tölu. Á virkilega að koma þeim hugmyndum inn hjá börnum að jólin séu karllæg hátíð þar sem eina hlutverk kvenna sé að elda einhverjar endemis steikur, baka smákökur og þrífa? Hingað og ekki lengra. Ef endilega þarf að halda þessum fígúrum á lofti í kringum jólin er lágmarkskrafa að helmingnum verði breytt í jólasveinkur svo stúlkur alist ekki upp við þær ranghugmyndir að þær geti aldrei orðið jólasveinar. Skammdegistuði Íslendinga eru lítil takmörk sett, en ég held svei mér þá að það hafi náð nýjum hæðum á þessari aðventu. Þótt dæmin hér að framan séu auðvitað stórlega ýkt er þó í þeim andblær þeirrar umræðu sem geisað hefur í samfélaginu undanfarið. Andblær sem ég, og eflaust margir aðrir, á erfitt með að kyngja. Að fólk skuli halda því fram í fullri alvöru að það sé brot á mannréttindum barna að önnur börn fari í kirkju á aðventunni eða að það séu svik við börn að láta þau halda að jólasveinar séu til er ofvaxið mínum skilningi. Um hvað eru jólin þá? Jú, jú, jólin eru forn hátíð sem snúast um að fagna hækkandi sól, mikil ósköp, en þeim jólum var ekki fagnað með kaupæði, kóklestum og smákökubakstri. Þau voru blót þar sem menn drukku hraustlega, færðu guðum sínum fórnir og vógu gjarnan mann og annan. Eigum við að innleiða það aftur? Enginn neyðir fólk sem ekki trúir á Jesús og jólasveina til að halda jól, það er alfarið frjálst val. Og að heimta að allir aðrir fórni sínum jólahefðum svo engum verði nú misboðið er dálítið langt gengið í frekjunni. Hvað varð um hátíð friðar, kærleika og umburðarlyndis?
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun