Látið börnin koma til mín Brynhildur Björnsdóttir skrifar 8. desember 2012 08:00 Kirkjuferð á aðventu er stór hluti af starfi fjölmargra skóla og leikskóla. Þá trítla börn af öllum stærðum og gerðum í næstu kirkju til að hlusta á hugvekju, taka þátt í helgihaldi og syngja sálma. Þetta er gamall og góður siður sem starfsfólki skólanna og kirkjunnar finnst bæði hátíðlegur og hlýlegur, jafnvel marka upphaf hátíðleika aðventunnar og jólahaldsins. Því hvað er fallegra en bænakvak lítilla barna, sálmasöngur smárra og tærra radda inni í hljómandi kirkjuskipum, æska landsins að lofsyngja með gleðiraust og helgum hljóm? Það er bara smávandi sem tengist þessum sið. Sum börn eiga ekkert erindi í þessa kirkjuferð. Ekki vegna þess að þau séu ekki jafngóð og gild og hin börnin, enda telja flestir sem aðhyllast slíkar kirkjuferðir að öll börn séu jafngóð í hjartanu, heldur vegna þess að foreldrar þeirra eru ekki hluti af samfélagi kirkjunnar og hafa valið sér það hlutskipti sjálfir. Foreldrarnir hafa ýmist aðra trú eða enga trú og síðarnefnda hópnum finnst jafnvel að börn eigi að fá að ráða því sjálf hvort þau tileinka sér boðskap einhverra trúarbragða þegar þau hafa vit og þroska til en ekki þegar þau eru of lítil til að geta valið sér föt á morgnana, hvað þá lífsskoðanir eða fjárhagslegar skuldbindingar. Þessir foreldrar sjá ekki tilganginn með því að fara með börn á staði sem jafn vandlega eru merktir ákveðnum lífsskoðunum og kirkjur eru. Það er sjálfsagt ekki hægt að finna neitt stórkostlega skaðlegt við kirkjuferðir skólabarna á aðventu. Í versta falli fara börnin út með fræ að lífsskoðun sem alls ekki allir foreldrar telja æskilega fyrir börnin sín. Í besta falli upplifa þau einhvers konar frið og fegurð í sálinni og fara jafnvel að tengja þann frið við textann í lögunum. En það skiptir bara engu máli. Trúboð er bannað í skólum og þeir foreldrar sem telja að kirkjustarf sé börnum þeirra til góðs hafa fjölmörg tækifæri til að sinna því utan skólatíma því í flestum kirkjum er öflugt barnastarf. Jesú sagði: Leyfið börnunum að koma til mín. Hann sagði ekki: Komiði meððau, sama hvað foreldrum þeirra finnst! Sjálfur var hann ekki skírður fyrr en hann var þrítugur. Þeir sem trúa á Jesú segja að hann sé kærleiksríkur, umburðarlyndur og þolinmóður. Hann getur örugglega alveg beðið eftir því að börn ákveði sjálf sem fullorðið fólk að trúa á hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun
Kirkjuferð á aðventu er stór hluti af starfi fjölmargra skóla og leikskóla. Þá trítla börn af öllum stærðum og gerðum í næstu kirkju til að hlusta á hugvekju, taka þátt í helgihaldi og syngja sálma. Þetta er gamall og góður siður sem starfsfólki skólanna og kirkjunnar finnst bæði hátíðlegur og hlýlegur, jafnvel marka upphaf hátíðleika aðventunnar og jólahaldsins. Því hvað er fallegra en bænakvak lítilla barna, sálmasöngur smárra og tærra radda inni í hljómandi kirkjuskipum, æska landsins að lofsyngja með gleðiraust og helgum hljóm? Það er bara smávandi sem tengist þessum sið. Sum börn eiga ekkert erindi í þessa kirkjuferð. Ekki vegna þess að þau séu ekki jafngóð og gild og hin börnin, enda telja flestir sem aðhyllast slíkar kirkjuferðir að öll börn séu jafngóð í hjartanu, heldur vegna þess að foreldrar þeirra eru ekki hluti af samfélagi kirkjunnar og hafa valið sér það hlutskipti sjálfir. Foreldrarnir hafa ýmist aðra trú eða enga trú og síðarnefnda hópnum finnst jafnvel að börn eigi að fá að ráða því sjálf hvort þau tileinka sér boðskap einhverra trúarbragða þegar þau hafa vit og þroska til en ekki þegar þau eru of lítil til að geta valið sér föt á morgnana, hvað þá lífsskoðanir eða fjárhagslegar skuldbindingar. Þessir foreldrar sjá ekki tilganginn með því að fara með börn á staði sem jafn vandlega eru merktir ákveðnum lífsskoðunum og kirkjur eru. Það er sjálfsagt ekki hægt að finna neitt stórkostlega skaðlegt við kirkjuferðir skólabarna á aðventu. Í versta falli fara börnin út með fræ að lífsskoðun sem alls ekki allir foreldrar telja æskilega fyrir börnin sín. Í besta falli upplifa þau einhvers konar frið og fegurð í sálinni og fara jafnvel að tengja þann frið við textann í lögunum. En það skiptir bara engu máli. Trúboð er bannað í skólum og þeir foreldrar sem telja að kirkjustarf sé börnum þeirra til góðs hafa fjölmörg tækifæri til að sinna því utan skólatíma því í flestum kirkjum er öflugt barnastarf. Jesú sagði: Leyfið börnunum að koma til mín. Hann sagði ekki: Komiði meððau, sama hvað foreldrum þeirra finnst! Sjálfur var hann ekki skírður fyrr en hann var þrítugur. Þeir sem trúa á Jesú segja að hann sé kærleiksríkur, umburðarlyndur og þolinmóður. Hann getur örugglega alveg beðið eftir því að börn ákveði sjálf sem fullorðið fólk að trúa á hann.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun