Afreksfólk fatlaðra verðalaunað Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. desember 2012 06:00 Jón margeir og matthildur stóðu sig frábærlega á árinu. fréttablaðið/anton Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir og Jón Margeir Sverrisson voru í gær útnefnd sem íþróttakona og íþróttamaður ársins 2012 úr röðum fatlaðra á hófi sem ÍF héltá Radison Blu hóteli Sögu. Jón Margeir og Matthildur eiga glæsilegt íþróttaár að baki. Jón Margeir vann til gullverðlauna á ólympíumóti fatlaðra í London og Matthildur komst í átta manna úrslit í langstökki á sama móti. Þetta er í fyrsta sinn sem Matthildur hlýtur þessa nafnbót en þriðja árið í röð hjá Jóni Margeiri. Jón Margeir er sundmaður úr Fjölni en Matthildur keppir fyrir íþróttafélag fatlaðra en hún er einnig afrekskona í sundi fyrir sama félag. „Þetta er ótrúlega gaman og ólympíumótið var skemmtilegast. Þetta var fyrsta ólympíumótið og ég vona að þetta verði það fyrsta af mörgum," sagði Matthildur en hún stefnir á að keppa í frjálsíþróttum og sundi eins lengi og hún getur. „Ég elska árið 2012, uppáhaldsárið hingað til," bætti Matthildur við en hún er fyrsta frjálsíþróttakonan sem fær þessa viðurkenningu. Matthildur, sem er nemandi í 10. bekkk í Norðlingaskóla, setti þrjú Íslandsmet innanhúss á ÍM 15-25 ára í febrúar. Metin komu í 60 m og 200 metra hlaupi og langstökki. Hún setti Íslandsmet í langstökki á móti sem fram fór í Túnis í mars þar sem hún stökk 4,10 metra. Hún setti einnig Íslandsmet í 200 metra hlaupi í Túnis. Hún stórbætti Íslandsmet sitt nokkrum dögum síðar á Íslandsmóti ÍF í Laugardalnum þar sem hún stökk 4,28 metra. Á ólympíumótinu í London bætti hún Íslandsmetið í 200 metra hlaupi – 32,16 sek. „Þetta er hefur verið geðveikt flott ár en ég stefni á að gera enn betur eftir fjögur ár og ná að komast á tvenna leika," sagði sundmaðurinn Jón Margeir en hann hefur sett sér það markmið að ná ÓL lágmarkinu í 1.500 metra skriðsundi í flokki ófatlaðra fyrir leikana sem fram fer árið 2014. „Þetta er flottasta árið sem ég hef upplifað og ég veit ekki heildartöluna á þeim Íslandsmetum sem ég hef náð á árinu. Ég ætla líka að halda þessum titli eins oft og ég get," bætti hann við. Jón Margeir setti heimsmet í 200 metra skriðsundi á ÓL í London í flokki S14 (flokkur þroskahamlaðra). Á árinu 2012 setti hann 31 Íslandsmet, 3 heimsmet og 1 ólympíumet. Innlendar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Sjá meira
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir og Jón Margeir Sverrisson voru í gær útnefnd sem íþróttakona og íþróttamaður ársins 2012 úr röðum fatlaðra á hófi sem ÍF héltá Radison Blu hóteli Sögu. Jón Margeir og Matthildur eiga glæsilegt íþróttaár að baki. Jón Margeir vann til gullverðlauna á ólympíumóti fatlaðra í London og Matthildur komst í átta manna úrslit í langstökki á sama móti. Þetta er í fyrsta sinn sem Matthildur hlýtur þessa nafnbót en þriðja árið í röð hjá Jóni Margeiri. Jón Margeir er sundmaður úr Fjölni en Matthildur keppir fyrir íþróttafélag fatlaðra en hún er einnig afrekskona í sundi fyrir sama félag. „Þetta er ótrúlega gaman og ólympíumótið var skemmtilegast. Þetta var fyrsta ólympíumótið og ég vona að þetta verði það fyrsta af mörgum," sagði Matthildur en hún stefnir á að keppa í frjálsíþróttum og sundi eins lengi og hún getur. „Ég elska árið 2012, uppáhaldsárið hingað til," bætti Matthildur við en hún er fyrsta frjálsíþróttakonan sem fær þessa viðurkenningu. Matthildur, sem er nemandi í 10. bekkk í Norðlingaskóla, setti þrjú Íslandsmet innanhúss á ÍM 15-25 ára í febrúar. Metin komu í 60 m og 200 metra hlaupi og langstökki. Hún setti Íslandsmet í langstökki á móti sem fram fór í Túnis í mars þar sem hún stökk 4,10 metra. Hún setti einnig Íslandsmet í 200 metra hlaupi í Túnis. Hún stórbætti Íslandsmet sitt nokkrum dögum síðar á Íslandsmóti ÍF í Laugardalnum þar sem hún stökk 4,28 metra. Á ólympíumótinu í London bætti hún Íslandsmetið í 200 metra hlaupi – 32,16 sek. „Þetta er hefur verið geðveikt flott ár en ég stefni á að gera enn betur eftir fjögur ár og ná að komast á tvenna leika," sagði sundmaðurinn Jón Margeir en hann hefur sett sér það markmið að ná ÓL lágmarkinu í 1.500 metra skriðsundi í flokki ófatlaðra fyrir leikana sem fram fer árið 2014. „Þetta er flottasta árið sem ég hef upplifað og ég veit ekki heildartöluna á þeim Íslandsmetum sem ég hef náð á árinu. Ég ætla líka að halda þessum titli eins oft og ég get," bætti hann við. Jón Margeir setti heimsmet í 200 metra skriðsundi á ÓL í London í flokki S14 (flokkur þroskahamlaðra). Á árinu 2012 setti hann 31 Íslandsmet, 3 heimsmet og 1 ólympíumet.
Innlendar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Sjá meira