Daníel á toppnum í Svíþjóð með nýtt lag 6. desember 2012 07:00 „Umboðsmaðurinn minn er að minnsta kosti rosalega stoltur og ánægður með mig þessa dagana. Þetta er auðvitað ógeðslega gaman og ég get ekki kvartað," segir söngvarinn Daníel Óliver glaður í bragði. Lag Daníels Ólivers, DJ Blow My Speakers, var gefið út í Svíþjóð á mánudaginn en það er fyrsta lagið sem söngvarinn gefur út fyrir alþjóðlegan markað. Lagið skaust samdægurs í fyrsta sæti á listanum yfir mest keyptu raftónlistar-lögin á iTunes í Svíþjóð og hefur haldið því sæti síðan. Á heildarlistanum yfir mest keyptu lögin á iTunes í Svíþjóð situr lagið í 60. sæti. „Þetta er þvílíkur heiður. Það telst góður árangur að ná inn á topp 100 á þeim lista svo ég er auðvitað í skýjunum," segir Daníel. Daníel Óliver hefur komið fram á nokkrum tónleikum í Stokkhólmi og Malmö, auk þess sem hann fór til London í lok september og hélt þar tónleika fyrir smekkfullu húsi. Þar fyrir utan hefur hann tekið að sér nokkur verkefni sem plötusnúður. „Ég hef verið duglegur að spila íslenska tónlist og það hefur fallið vel í kramið. Ég spila Erp Eyvindsson töluvert við góðar undirtektir," segir hann. Spurður hvað sé á döfinni hjá Daníel segir hann nokkur remix af DJ Blow My Speaker vera á leiðinni og að samningaviðræður um plötu séu í gangi við nokkur plötufyrirtæki. „Svo ætla ég að koma heim um jólin og hitta fjölskylduna og vinina. Það hefur verið svakaleg keyrsla í gangi að undanförnu svo það verður frábært að koma heim og liggja aðeins í leti," segir hann. Breska tónlistarvefsíðan Scandipop birti umfjöllun um Daníel Óliver í vikunni og er hann þar kallaður næsti poppprins norðursins. Er hann korteri frá heimsfrægð? „Kannski ekki alveg en þetta er að minnsta kosti mjög góð byrjun," segir hann og hlær. tinnaros@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Umboðsmaðurinn minn er að minnsta kosti rosalega stoltur og ánægður með mig þessa dagana. Þetta er auðvitað ógeðslega gaman og ég get ekki kvartað," segir söngvarinn Daníel Óliver glaður í bragði. Lag Daníels Ólivers, DJ Blow My Speakers, var gefið út í Svíþjóð á mánudaginn en það er fyrsta lagið sem söngvarinn gefur út fyrir alþjóðlegan markað. Lagið skaust samdægurs í fyrsta sæti á listanum yfir mest keyptu raftónlistar-lögin á iTunes í Svíþjóð og hefur haldið því sæti síðan. Á heildarlistanum yfir mest keyptu lögin á iTunes í Svíþjóð situr lagið í 60. sæti. „Þetta er þvílíkur heiður. Það telst góður árangur að ná inn á topp 100 á þeim lista svo ég er auðvitað í skýjunum," segir Daníel. Daníel Óliver hefur komið fram á nokkrum tónleikum í Stokkhólmi og Malmö, auk þess sem hann fór til London í lok september og hélt þar tónleika fyrir smekkfullu húsi. Þar fyrir utan hefur hann tekið að sér nokkur verkefni sem plötusnúður. „Ég hef verið duglegur að spila íslenska tónlist og það hefur fallið vel í kramið. Ég spila Erp Eyvindsson töluvert við góðar undirtektir," segir hann. Spurður hvað sé á döfinni hjá Daníel segir hann nokkur remix af DJ Blow My Speaker vera á leiðinni og að samningaviðræður um plötu séu í gangi við nokkur plötufyrirtæki. „Svo ætla ég að koma heim um jólin og hitta fjölskylduna og vinina. Það hefur verið svakaleg keyrsla í gangi að undanförnu svo það verður frábært að koma heim og liggja aðeins í leti," segir hann. Breska tónlistarvefsíðan Scandipop birti umfjöllun um Daníel Óliver í vikunni og er hann þar kallaður næsti poppprins norðursins. Er hann korteri frá heimsfrægð? „Kannski ekki alveg en þetta er að minnsta kosti mjög góð byrjun," segir hann og hlær. tinnaros@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira