Deep Purple kemur til Íslands í fjórða sinn FB skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Ian Gillan og félagar í Deep Purple eru á leiðinni til Íslands í fjórða sinn. nordicphotos/getty Deep Purple stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 12. júlí á næsta ári. Þetta verður í fjórða sinn sem þessi heimsfræga rokkhljómsveit kemur til Íslands. Fyrst spilaði hún árið 1971 í Laugardalshöllinni og svo aftur 2004 og 2007, bæði skiptin í Höllinni. Samanlagt hefur sveitin selt um þrjátíu þúsund miða hér á landi. Að sögn tónleikahaldarans Björgvins Þórs Rúnarssonar á hljómsveitin Íslandsmet í miðasölu hérlendis þegar um erlenda sveit er að ræða. Árið 2007 hélt Deep Purple tvenna tónleika í Höllinni og seldist upp á þá á örskömmum tíma. „Þetta verður frábært tækifæri fyrir Íslendinga að sjá þessa snillinga í hinsta sinn, því mér skilst að þetta verði í síðasta sinn sem þeir koma hingað. Eftir samtal mitt við þeirra fólk er ég sannfærður um að Íslendingar fái risatónleika þann 12. júlí,“ segir Björgvin og bætir við: „Deep Purple er enn í fullu fjöri og hefur verið að fá afbragðsdóma fyrir tónleikana sína.“ Deep Purple er ein af þekktustu rokksveitum sögunnar. Meðal vinsælustu laga hennar eru Smoke on the Water, Highway Star, The Woman From Tokyo, Child in Time og Perfect Stranger. Í dag er hljómsveitin skipuð þeim Ian Paice, Steven Morse, Donald Airey, Roger Glover og Ian Gillan. Miðasala á tónleikana hefst á Midi.is fimmtudaginn 13. desember. Nýja Laugardalshöllin tekur tíu þúsund manns og selt verður í svæði A og B. Söngvarinn kröftugi Eyþór Ingi Gunnlaugsson mun hita upp ásamt hljómsveit sinni. F Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Deep Purple stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 12. júlí á næsta ári. Þetta verður í fjórða sinn sem þessi heimsfræga rokkhljómsveit kemur til Íslands. Fyrst spilaði hún árið 1971 í Laugardalshöllinni og svo aftur 2004 og 2007, bæði skiptin í Höllinni. Samanlagt hefur sveitin selt um þrjátíu þúsund miða hér á landi. Að sögn tónleikahaldarans Björgvins Þórs Rúnarssonar á hljómsveitin Íslandsmet í miðasölu hérlendis þegar um erlenda sveit er að ræða. Árið 2007 hélt Deep Purple tvenna tónleika í Höllinni og seldist upp á þá á örskömmum tíma. „Þetta verður frábært tækifæri fyrir Íslendinga að sjá þessa snillinga í hinsta sinn, því mér skilst að þetta verði í síðasta sinn sem þeir koma hingað. Eftir samtal mitt við þeirra fólk er ég sannfærður um að Íslendingar fái risatónleika þann 12. júlí,“ segir Björgvin og bætir við: „Deep Purple er enn í fullu fjöri og hefur verið að fá afbragðsdóma fyrir tónleikana sína.“ Deep Purple er ein af þekktustu rokksveitum sögunnar. Meðal vinsælustu laga hennar eru Smoke on the Water, Highway Star, The Woman From Tokyo, Child in Time og Perfect Stranger. Í dag er hljómsveitin skipuð þeim Ian Paice, Steven Morse, Donald Airey, Roger Glover og Ian Gillan. Miðasala á tónleikana hefst á Midi.is fimmtudaginn 13. desember. Nýja Laugardalshöllin tekur tíu þúsund manns og selt verður í svæði A og B. Söngvarinn kröftugi Eyþór Ingi Gunnlaugsson mun hita upp ásamt hljómsveit sinni. F
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira