Dýfist í mjólk - Rúsínukökur ömmu 5. desember 2012 11:00 Svavar Knútur Kristinsson tónlistarmaður bakar rúsínukökur Svövu ömmu sinnar á jólum og dýfir í mjólk. MYND/VILHELM „Rúsínukökurnar eru í uppáhaldi af því að pabbi heitinn bakaði þær alltaf á jólunum og þær tengjast öllum fallegu minningunum um hann. Að dýfa rúsínuköku í mjólkurglas um miðja nótt yfir Lord of the Rings-maraþoni er algerlega málið," segir Svavar Knútur Kristinsson tónlistarmaður um uppáhaldssmákökurnar sínar. „Ég baka rúsínukökurnar eiginlega bara kringum jólin, en þó eru þær líka alveg yndislegar að eiga til að hugga vini eða ættingja sem koma í heimsókn á bömmer. Jólastress er ekki vinsælt á mínu heimili og ekki heldur íburður. Við fjölskyldan förum til Akureyrar um jólin og verðum hjá tengdaforeldrum mínum. Tengdamamma er listakokkur og kann að kitla bragðlaukana á fjölskyldunni. Um áramótin verðum við á Djúpavík á Ströndum. Það er svo miklu betra að skjóta upp þremur litlum rakettum með góðum vinum því tíu litlir flugeldar gera svo miklu meira í dimmum firði á Ströndum en 300 tonn af tertum og risabombum í rakettu-Reykjavík." - ratRúsínukökur Svövu ömmu2 bollar haframjöl2 ½ bollar hveiti1 bolli (200 g) mjúkt smjörlíki/smjör (smjör trompar allt)2 bollar sykur með íblönduðum 2 kúfuðum msk. púðursykri1 bolli hakkaðar rúsínur2 egglyftiduft á hnífsoddiÞurrefnum er blandað saman, svo smjörlíkinu og síðast eggjum og rúsínum.Deigið er hnoðað þar til það er orðið fallegur massi.Svo eru búnar til lengjur og þær látnar kólna í ísskápnum þar til þær eru stífar.Eftir smá tíma í ísskápnum eru lengjurnar skornar í hæfilegar kökur, skellt á bökunarpappír og bakað við 200 gráður, eitthvað kringum 9 mínútur. Jólafréttir Mest lesið Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Lestur, hefðir, hangikjöt, rjúpur og sem minnst af jólastressi Jól Jólin eru drengjakórar Jól Lét eins og jólin væru ekki til Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól
„Rúsínukökurnar eru í uppáhaldi af því að pabbi heitinn bakaði þær alltaf á jólunum og þær tengjast öllum fallegu minningunum um hann. Að dýfa rúsínuköku í mjólkurglas um miðja nótt yfir Lord of the Rings-maraþoni er algerlega málið," segir Svavar Knútur Kristinsson tónlistarmaður um uppáhaldssmákökurnar sínar. „Ég baka rúsínukökurnar eiginlega bara kringum jólin, en þó eru þær líka alveg yndislegar að eiga til að hugga vini eða ættingja sem koma í heimsókn á bömmer. Jólastress er ekki vinsælt á mínu heimili og ekki heldur íburður. Við fjölskyldan förum til Akureyrar um jólin og verðum hjá tengdaforeldrum mínum. Tengdamamma er listakokkur og kann að kitla bragðlaukana á fjölskyldunni. Um áramótin verðum við á Djúpavík á Ströndum. Það er svo miklu betra að skjóta upp þremur litlum rakettum með góðum vinum því tíu litlir flugeldar gera svo miklu meira í dimmum firði á Ströndum en 300 tonn af tertum og risabombum í rakettu-Reykjavík." - ratRúsínukökur Svövu ömmu2 bollar haframjöl2 ½ bollar hveiti1 bolli (200 g) mjúkt smjörlíki/smjör (smjör trompar allt)2 bollar sykur með íblönduðum 2 kúfuðum msk. púðursykri1 bolli hakkaðar rúsínur2 egglyftiduft á hnífsoddiÞurrefnum er blandað saman, svo smjörlíkinu og síðast eggjum og rúsínum.Deigið er hnoðað þar til það er orðið fallegur massi.Svo eru búnar til lengjur og þær látnar kólna í ísskápnum þar til þær eru stífar.Eftir smá tíma í ísskápnum eru lengjurnar skornar í hæfilegar kökur, skellt á bökunarpappír og bakað við 200 gráður, eitthvað kringum 9 mínútur.
Jólafréttir Mest lesið Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Lestur, hefðir, hangikjöt, rjúpur og sem minnst af jólastressi Jól Jólin eru drengjakórar Jól Lét eins og jólin væru ekki til Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól