Hráefni
1 dl döðlur
1/2 dl kókosflögur
1/2 dl hnetumix (valhnetur, möndlur, pecanhnetur, trönuber, pistasíur)
2 msk. kókosolía (brædd í stofuhita)
2 tsk. vanilluduft
Kókosrjómi (eftir þörfum, til að bleyta)
1-2 msk. (eftir því hvað þið viljið hafa þetta sætt) carob-duft (má líka nota kakóduft)
Aðferð
Látið döðlurnar liggja í bleyti í 1-2 klukkutíma, þá verða þær mýkri. Látið kókosmjólkina standa í ísskáp 2-3 tíma og takið svo rjómann sem flýtur ofan á.
Hakkið döðlurnar í matvinnsluvél og setjið í skál. Hakkið því næst hnetumixið og kókosflögurnar og blandið saman við döðlurnar og bætið carob- duftinu við.
Hellið kókosolíunni og kókosrjómanum út í þar til allt er orðið að klessudeigi sem auðvelt er að móta kúlur úr.
Setjið í frysti í smástund, deigið verður meðfærilegra þannig. Takið út og rúllið í litlar kúlur og setjið í lítil muffins-form, skreytið með því að setja hnetur og möndlur ofan á, eða eftir smekk.

