Jólasveinarnir á fullu í desember tinnaros@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 10:00 Lengi að Þeir Magnús og Þorgeir eru búnir að þekkja Hurðaskelli og Stúf í rúm þrjátíu ár og skemmta sér alltaf mjög vel með þeim. Mynd/Einkaeign „Fyrstu heimsóknirnar verða núna um helgina svo þeir eru byrjaðir að detta niður úr Esjunni," segir Bendt Harðarson, umboðsmaður jólasveinanna og einn eigandi Jólasveinaþjónustunnar Skyrgáms. Bendt segir bræðurna þrettán afar upptekna á þessum tíma árs en aðspurður segir hann Skyrgám gera út yfir 300 jólasveina hver jól. „Heimsóknirnar eru færri þar sem þeir fara stundum nokkrir saman," segir hann. Aðfangadagur er þeirra annasamasti dagur og fóru Skyrgámur og félagar til að mynda á 60 staði þann 24. desember 2011. „Þetta er strembinn dagur og jólasveinarnir rétt ná heim í jólamatinn en þetta er jafnframt skemmtilegasti dagur ársins," segir Bendt. Jólasveinaþjónusta Skyrgáms hefur verið í samstarfi við jólasveinana í fimmtán ár og er því orðin sjóuð í bransanum. Félagarnir Magnús Ólafsson og Þorgeir Ástvaldsson eru einnig sjóaðir í jólasveinabransann, enda hafa þeir verið viðloðandi hann frá árinu 1981. „Við urðum góðir vinir Hurðaskellis og Stúfs þá og höfum lent í ýmsum ævintýrum með þeim síðan," segir Magnús og vill meina að börnin hafi ekki breyst mikið í gegnum árin en jólaböllin, og hugarfar foreldranna hafi breyst meira. „Börnin eru alltaf jafn skemmtileg, en áður fyrr var mikið um risastór jólaböll. Metnaðurinn fyrir þeim virðist hafa minnkað," segir Magnús. Þeir félagar fara um hvippinn og hvappinn á hverju ári til að skemmta börnum og alltaf hafa þeir nikkuna með í för. „Þetta er samt erfitt. Eitt árið ákváðum við að bæta fugladansinum inn í prógramið. Mér fannst það stórgóð hugmynd þar til ég þurfti að framkvæma hana. Þorgeir slapp vel því hann stóð uppi á sviði með nikkuna á meðan ég var dansandi útí sal. Svo vorum við jafnvel með nokkur böll í röð. Ég var alveg búinn á því eftir slíka daga, enda ekkert venjulega þungur," rifjar Magnús upp og hlær. „En það er svo gaman að skemmta börnunum. Þó þau togi í skeggið og klípi mann. Maður klípur þau þá bara til baka," bætir hann við. Jólafréttir Lífið Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Sjá meira
„Fyrstu heimsóknirnar verða núna um helgina svo þeir eru byrjaðir að detta niður úr Esjunni," segir Bendt Harðarson, umboðsmaður jólasveinanna og einn eigandi Jólasveinaþjónustunnar Skyrgáms. Bendt segir bræðurna þrettán afar upptekna á þessum tíma árs en aðspurður segir hann Skyrgám gera út yfir 300 jólasveina hver jól. „Heimsóknirnar eru færri þar sem þeir fara stundum nokkrir saman," segir hann. Aðfangadagur er þeirra annasamasti dagur og fóru Skyrgámur og félagar til að mynda á 60 staði þann 24. desember 2011. „Þetta er strembinn dagur og jólasveinarnir rétt ná heim í jólamatinn en þetta er jafnframt skemmtilegasti dagur ársins," segir Bendt. Jólasveinaþjónusta Skyrgáms hefur verið í samstarfi við jólasveinana í fimmtán ár og er því orðin sjóuð í bransanum. Félagarnir Magnús Ólafsson og Þorgeir Ástvaldsson eru einnig sjóaðir í jólasveinabransann, enda hafa þeir verið viðloðandi hann frá árinu 1981. „Við urðum góðir vinir Hurðaskellis og Stúfs þá og höfum lent í ýmsum ævintýrum með þeim síðan," segir Magnús og vill meina að börnin hafi ekki breyst mikið í gegnum árin en jólaböllin, og hugarfar foreldranna hafi breyst meira. „Börnin eru alltaf jafn skemmtileg, en áður fyrr var mikið um risastór jólaböll. Metnaðurinn fyrir þeim virðist hafa minnkað," segir Magnús. Þeir félagar fara um hvippinn og hvappinn á hverju ári til að skemmta börnum og alltaf hafa þeir nikkuna með í för. „Þetta er samt erfitt. Eitt árið ákváðum við að bæta fugladansinum inn í prógramið. Mér fannst það stórgóð hugmynd þar til ég þurfti að framkvæma hana. Þorgeir slapp vel því hann stóð uppi á sviði með nikkuna á meðan ég var dansandi útí sal. Svo vorum við jafnvel með nokkur böll í röð. Ég var alveg búinn á því eftir slíka daga, enda ekkert venjulega þungur," rifjar Magnús upp og hlær. „En það er svo gaman að skemmta börnunum. Þó þau togi í skeggið og klípi mann. Maður klípur þau þá bara til baka," bætir hann við.
Jólafréttir Lífið Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Sjá meira