Gefur út nótnabók í stað venjulegrar plötu 22. nóvember 2012 13:00 undarleg útgáfa Tónlistarmaðurinn Beck hefur gefið út plötuna, eða öllu heldur nótnabókina Song Reader.nordicphotos/getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Beck hefur gefið út plötuna Song Reader. Þetta er samt engin venjuleg plata því hún hefur aðeins að geyma nótur á blöðum og eiga þeir sem lesa þær að sjá sjálfir um tónlistarflutninginn. Beck fékk hugmyndina að þessu skrítna verkefni um miðjan tíunda áratuginn þegar hann fékk sent til sín nótnablað þar sem hægt var að bæta píanó- og gítarspili við lögin. Nokkrum árum síðar heyrði hann söguna á bak við lagið Sweet Leilani sem Bing Crosby gaf út árið 1937. Lagið varð svo vinsælt að nótnablaðið með laginu seldist í 54 milljónum eintaka. Í grein sem Beck skrifaði um „plötuna" sína í The New Yorker sagði hann að í þá daga hefði verið svo algengt að lög væru spiluð heima fyrir að næstum hálf bandaríska þjóðin hefði keypt nótnablað með aðeins þessu eina lagi. Hann heillaðist af þessum gamla tíma og hugsunarhætti og árið 2004 hóf hann að undirbúa verkefnið fyrir alvöru. Song Reader er 108 blaðsíðna löng nótnabók með myndum og er hans ellefta plata á ferlinum ef það má kalla hana það. Eins og gefur að skilja kemur hún ekki út á geisladiski, vínyl eða á MP3. „Þessi lög, þar á meðal tvö sem eru ósungin, eru mjög spennandi eins og búast mátti við af höfundinum," sagði útgefandinn Faber and Faber. „En ef þú vilt heyra Do We? We Do, eða Don"t Act Like Your Heart Isn"t Hard, verður þú sjálfur, lesandinn, að sjá til þess." Hægt er að hlusta á ýmsa spreyta sig á tónlistinni á vefsíðunni Songreader.net. Beck hefur sjálfur tekið upp prufuútgáfur af lögunum en býst ekki við því að gefa þær út. Aðdáendur Beck sem kunna ekki að lesa nótur og hafa engan áhuga á að spila lögin hans sjálfir geta glaðst yfir því að hann er með aðra plötu í undirbúningi sem verður gefin út á hefðbundinn hátt. Í viðtali við ástralska útvarpsstöð sagðist hann hafa tekið hana að mestu upp 2008 og er að reyna að taka sér pásu frá störfum sínum sem upptökustjóri til að ljúka við hana. freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Beck hefur gefið út plötuna Song Reader. Þetta er samt engin venjuleg plata því hún hefur aðeins að geyma nótur á blöðum og eiga þeir sem lesa þær að sjá sjálfir um tónlistarflutninginn. Beck fékk hugmyndina að þessu skrítna verkefni um miðjan tíunda áratuginn þegar hann fékk sent til sín nótnablað þar sem hægt var að bæta píanó- og gítarspili við lögin. Nokkrum árum síðar heyrði hann söguna á bak við lagið Sweet Leilani sem Bing Crosby gaf út árið 1937. Lagið varð svo vinsælt að nótnablaðið með laginu seldist í 54 milljónum eintaka. Í grein sem Beck skrifaði um „plötuna" sína í The New Yorker sagði hann að í þá daga hefði verið svo algengt að lög væru spiluð heima fyrir að næstum hálf bandaríska þjóðin hefði keypt nótnablað með aðeins þessu eina lagi. Hann heillaðist af þessum gamla tíma og hugsunarhætti og árið 2004 hóf hann að undirbúa verkefnið fyrir alvöru. Song Reader er 108 blaðsíðna löng nótnabók með myndum og er hans ellefta plata á ferlinum ef það má kalla hana það. Eins og gefur að skilja kemur hún ekki út á geisladiski, vínyl eða á MP3. „Þessi lög, þar á meðal tvö sem eru ósungin, eru mjög spennandi eins og búast mátti við af höfundinum," sagði útgefandinn Faber and Faber. „En ef þú vilt heyra Do We? We Do, eða Don"t Act Like Your Heart Isn"t Hard, verður þú sjálfur, lesandinn, að sjá til þess." Hægt er að hlusta á ýmsa spreyta sig á tónlistinni á vefsíðunni Songreader.net. Beck hefur sjálfur tekið upp prufuútgáfur af lögunum en býst ekki við því að gefa þær út. Aðdáendur Beck sem kunna ekki að lesa nótur og hafa engan áhuga á að spila lögin hans sjálfir geta glaðst yfir því að hann er með aðra plötu í undirbúningi sem verður gefin út á hefðbundinn hátt. Í viðtali við ástralska útvarpsstöð sagðist hann hafa tekið hana að mestu upp 2008 og er að reyna að taka sér pásu frá störfum sínum sem upptökustjóri til að ljúka við hana. freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira