Sjötíu manna Todmobile-rokk 16. nóvember 2012 16:00 Hljómsveitin stígur á svið í Eldborgarsalnum í kvöld. „Flækjustigið er afar mikið en með góðu fólki þá gengur þetta upp,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson í Todmobile. Hljómsveitin heldur sína árlegu tónlistarveislu í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Henni til stuðnings verður kammersveitin sem sá um hljóðfæraleik í sýningu Þjóðleikhússins á Vesalingunum, auk fjörutíu manna kórs. Todmobile verður einnig fjölmennari en áður því slagverksleikarar, bakraddasveit, hljóðgervilsleikarar og fleiri aðstoða sveitina. Samanlagt verða um sjötíu manns á sviðinu þegar mest lætur. Stífar æfingar hafa staðið yfir í Eldborg að undanförnu. „Að geta æft þetta í Eldborg og stillt af sándið með tæknifólkinu er gríðarlega mikilvægt,“ segir Þorvaldur Bjarni. „En svo það sé á hreinu þá er fólk ekkert að fara að mæta á einhverja 18. aldar kammertónleika. Við erum að „blasta“ Todmobile-rokkinu algjörlega. Rokkbandið verður stundum sér en stundum verður bara klassíska sveitin. Í stærstu lögunum, t.d. Betra en nokkuð annað, verðum við með rokksveitina, kammersveitina og svo fjörutíu manna kór.“ Þorvaldi Bjarna líkar vel við Eldborg en Todmobile spilaði þar í fyrsta sinn í fyrra. „Þetta er svolítið okkar heimavöllur. Þetta er akkúrat stærðin sem hentar okkur rosalega vel.“ Nokkrir miðar eru eftir á tónleikana og fást þeir á Harpa.is og Midi.is.- fb Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Flækjustigið er afar mikið en með góðu fólki þá gengur þetta upp,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson í Todmobile. Hljómsveitin heldur sína árlegu tónlistarveislu í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Henni til stuðnings verður kammersveitin sem sá um hljóðfæraleik í sýningu Þjóðleikhússins á Vesalingunum, auk fjörutíu manna kórs. Todmobile verður einnig fjölmennari en áður því slagverksleikarar, bakraddasveit, hljóðgervilsleikarar og fleiri aðstoða sveitina. Samanlagt verða um sjötíu manns á sviðinu þegar mest lætur. Stífar æfingar hafa staðið yfir í Eldborg að undanförnu. „Að geta æft þetta í Eldborg og stillt af sándið með tæknifólkinu er gríðarlega mikilvægt,“ segir Þorvaldur Bjarni. „En svo það sé á hreinu þá er fólk ekkert að fara að mæta á einhverja 18. aldar kammertónleika. Við erum að „blasta“ Todmobile-rokkinu algjörlega. Rokkbandið verður stundum sér en stundum verður bara klassíska sveitin. Í stærstu lögunum, t.d. Betra en nokkuð annað, verðum við með rokksveitina, kammersveitina og svo fjörutíu manna kór.“ Þorvaldi Bjarna líkar vel við Eldborg en Todmobile spilaði þar í fyrsta sinn í fyrra. „Þetta er svolítið okkar heimavöllur. Þetta er akkúrat stærðin sem hentar okkur rosalega vel.“ Nokkrir miðar eru eftir á tónleikana og fást þeir á Harpa.is og Midi.is.- fb
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið