Hrafnhildur reddaði skóm á allt landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2012 08:00 Hrafnhildur Ósk Skúladóttir. Mynd/Stefán Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrirliði Vals og íslenska kvennalandsliðsins, fer fyrir sínu liði jafnt innan sem utan vallar. Hrafnhildur og félagar hennar í landsliðinu eru að fara að keppa á sínu þriðja stórmóti í röð í næsta mánuði en það þurfti einkaframtak frá henni sjálfri til að útvega nýja skó á allar landsliðsstelpurnar. Fréttablaðið heyrði í Hrafnhildi og fékk að heyra söguna á bak við það þegar hún komst í tengsl við forsvarsmann Mizuno-umboðsins. „Alexander Petersson er á skósamningi hjá Mizuno og hann reddaði mér Ólympíuskóm," sagði Hrafnhildur en Mizuno framleiddi sérlínu fyrir Ólympíuleikana í London. „Svo fer ég út og hitti þennan Mizuno-mann ásamt konunni hans Alex (Eivor Pála Blöndal) sem er ein besta vinkona mín. Þar lendi ég bara á spjalli við hann og enda á því að koma út með skósamning. Þetta var mjög fyndið og svolítil tilviljun," rifjar Hrafnhildur upp. „Ég er búin að glíma við hásinavandamál og þarf að skipta um skó svo oft. Ég þarf helst að skipta á fjögurra til fimm mánaða fresti og það er því dýrt að þurfa að fara kaupa sér skó á 30 þúsund krónur á fjögurra mánaða fresti," segir Hrafnhildur sem reddaði ekki bara skóm fyrir sjálfa sig. „Ég var síðan í meira sambandi við hann og þá spyr hann hvort að það væru ekki einhverjar stelpur í landsliðinu sem vildu prófa nýju skólínuna þeirra. Út frá því hafði ég samband við landsliðsstelpurnar og reddaði þeim fullt af skóm," segir Hrafnhildur. Stelpurnar fá ekki mörg fríðindi fyrir að halda Íslendingum meðal bestu handboltaþjóða heims. „Það er síðan bara grín hvernig þetta er í kringum okkur. Stelpurnar í 16 ára landsliði kvenna í Danmörku koma drekkhlaðnar af alls konar búningum, vörum og göllum. Þær eru að fá haug gefins fyrir að komast í einhver unglingalandslið en unglingalandsliðin okkar borga sjálf fargjaldið út þegar þau eru að fara að spila," segir Hrafnhildur en hún er ekki reið út í handboltasambandið. „Maður gerir sér alveg grein fyrir því að HSÍ getur ekki gert neitt. Þeir eru að fá sitt hjá einhverjum fyrirtækjum og það er gríðarlega erfitt fyrir þá að ná sér í þessa peninga. Þeir geta ekki verið að borga leikmönnum eða kaupa hitt eða þetta. Það er bara skandall að ríkið skuli ekki styrkja íþróttastarf í landinu," segir Hrafnhildur. „Ég held bara að við þurfum að fara að skófla einhverju íþróttaliði inn á þing. Það er í alvörunni eina lausnin til að það verði eitthvað gert. Íþróttastarf er langbesta forvörnin gegn öllu og það skiptir ótrúlega miklu máli að börn finni sér einhverja íþrótt," segir Hrafnhildur. „Ég held að sjötíu prósent af þeirra fjármagni sé komið inn fá styrktaraðilum sem er bara grín. Þeir þurfa að finna fyrirtæki úti í bæ til að reka landsliðið. Þetta er sorglegt," segir Hrafnhildur og hver veit nema að hún skelli sér í stjórnmálin þegar handboltaskórnir eru komnir upp á hillu. Olís-deild kvenna Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrirliði Vals og íslenska kvennalandsliðsins, fer fyrir sínu liði jafnt innan sem utan vallar. Hrafnhildur og félagar hennar í landsliðinu eru að fara að keppa á sínu þriðja stórmóti í röð í næsta mánuði en það þurfti einkaframtak frá henni sjálfri til að útvega nýja skó á allar landsliðsstelpurnar. Fréttablaðið heyrði í Hrafnhildi og fékk að heyra söguna á bak við það þegar hún komst í tengsl við forsvarsmann Mizuno-umboðsins. „Alexander Petersson er á skósamningi hjá Mizuno og hann reddaði mér Ólympíuskóm," sagði Hrafnhildur en Mizuno framleiddi sérlínu fyrir Ólympíuleikana í London. „Svo fer ég út og hitti þennan Mizuno-mann ásamt konunni hans Alex (Eivor Pála Blöndal) sem er ein besta vinkona mín. Þar lendi ég bara á spjalli við hann og enda á því að koma út með skósamning. Þetta var mjög fyndið og svolítil tilviljun," rifjar Hrafnhildur upp. „Ég er búin að glíma við hásinavandamál og þarf að skipta um skó svo oft. Ég þarf helst að skipta á fjögurra til fimm mánaða fresti og það er því dýrt að þurfa að fara kaupa sér skó á 30 þúsund krónur á fjögurra mánaða fresti," segir Hrafnhildur sem reddaði ekki bara skóm fyrir sjálfa sig. „Ég var síðan í meira sambandi við hann og þá spyr hann hvort að það væru ekki einhverjar stelpur í landsliðinu sem vildu prófa nýju skólínuna þeirra. Út frá því hafði ég samband við landsliðsstelpurnar og reddaði þeim fullt af skóm," segir Hrafnhildur. Stelpurnar fá ekki mörg fríðindi fyrir að halda Íslendingum meðal bestu handboltaþjóða heims. „Það er síðan bara grín hvernig þetta er í kringum okkur. Stelpurnar í 16 ára landsliði kvenna í Danmörku koma drekkhlaðnar af alls konar búningum, vörum og göllum. Þær eru að fá haug gefins fyrir að komast í einhver unglingalandslið en unglingalandsliðin okkar borga sjálf fargjaldið út þegar þau eru að fara að spila," segir Hrafnhildur en hún er ekki reið út í handboltasambandið. „Maður gerir sér alveg grein fyrir því að HSÍ getur ekki gert neitt. Þeir eru að fá sitt hjá einhverjum fyrirtækjum og það er gríðarlega erfitt fyrir þá að ná sér í þessa peninga. Þeir geta ekki verið að borga leikmönnum eða kaupa hitt eða þetta. Það er bara skandall að ríkið skuli ekki styrkja íþróttastarf í landinu," segir Hrafnhildur. „Ég held bara að við þurfum að fara að skófla einhverju íþróttaliði inn á þing. Það er í alvörunni eina lausnin til að það verði eitthvað gert. Íþróttastarf er langbesta forvörnin gegn öllu og það skiptir ótrúlega miklu máli að börn finni sér einhverja íþrótt," segir Hrafnhildur. „Ég held að sjötíu prósent af þeirra fjármagni sé komið inn fá styrktaraðilum sem er bara grín. Þeir þurfa að finna fyrirtæki úti í bæ til að reka landsliðið. Þetta er sorglegt," segir Hrafnhildur og hver veit nema að hún skelli sér í stjórnmálin þegar handboltaskórnir eru komnir upp á hillu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira