Squarepusher og James Blake spila á Sónar-hátíð 7. nóvember 2012 06:00 Raftónlistargúrúinn Squarepusher, enski tónlistarmaðurinn James Blake, þýsk-japanska tvíeykið Alva Noto & Ryuichi Sakomoto og þýski rafdúettinn Modeselektor stíga á svið á tónlistarhátíðinni Sónar í Hörpunni 15. og 16. febrúar á næsta ári. Einnig koma þar fram Gus Gus, Retro Stefson, Ólafur Arnalds og Gluteus Maximus. "Þetta eru þeir fyrstu sem við kynnum til leiks. Okkur finnst þetta mjög sterk byrjunardagskrá fyrir fyrstu Sónar-hátíðina á Íslandi. Við eigum eftir að bæta við um fjörutíu listamönnum og plötusnúðum bæði innlendum og erlendum. Við munum klára endanlega dagskrá í lok nóvember eða byrjun desember,“ segir skipuleggjandinn Björn Steinbekk, sem er hæstánægður með að hin rótgróna Sónar-hátíð sé komin til Íslands. "Það er frábært að þeir skyldu velja Ísland og eiginlega alveg ótrúlegt.“ Miðað við dagskrána sem hefur verið tilkynnt mætti ætla að Sónar sé raftónlistarhátíð. Björn segir það ekki rétt því popp- og rokktónlist er líka hluti af henni. "Sónar er haldin í fjórum heimsálfum og selur yfir tvö hundruð þúsund miða á sínar hátíðir á hverju ári. Það er horft til hátíðarinnar sem brautryðjanda þegar kemur að því að kynna nýja og spennandi listamenn til sögunnar, ásamt því að mjög þekktir, bæði popp- og rokktónlistarmenn, hafa komið þar fram og gera það enn,“ segir Björn. Með þeirra sem hafa spilað á undanförnum tveimur hátíðum í Barcelona eru Fatboy Slim, New Order, Lana Del Rey, M.I.A. og The Human League. Spurður út í muninn á Sónar og hina nýafstöðnu Airwaves segir Björn að Airwaves-hátíðin sé frábær hátíð sem hafi tekið þrettán ár að búa til. "Airwaves er kynning á íslenskri tónlist gagnvart erlendum plötufyrirtækjum og erlendum gestum. Á móti er Sónar tónlistarhátíð þar sem tónlistarmennirnir spila í sextíu til níutíu mínútur hver og einn. Þetta er meiri hátíð þegar kemur að því að njóta tónlistarinnar.“ Björn bætir við að stefnt sé á að vera með góða "off venue“, eða utan dagskrá, sem verður haldin samhliða Sónar-hátíðinni. Hægt er að kynna sér hátíðina nánar á heimasíðu hennar, sonarreykjavik.com. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpunnar, segir það gríðarlegt fagnaðarefni að fá Sónar-hátíðina í tónlistarhúsið. "Airwaves er nýbúið að vera hér í húsinu. Slíkar hátíðir eru geysilegur fengur fyrir þetta hús og partur af því sem sannar tilverurétt þess.“ freyr@frettabladid.is Sónar Tónlist Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Raftónlistargúrúinn Squarepusher, enski tónlistarmaðurinn James Blake, þýsk-japanska tvíeykið Alva Noto & Ryuichi Sakomoto og þýski rafdúettinn Modeselektor stíga á svið á tónlistarhátíðinni Sónar í Hörpunni 15. og 16. febrúar á næsta ári. Einnig koma þar fram Gus Gus, Retro Stefson, Ólafur Arnalds og Gluteus Maximus. "Þetta eru þeir fyrstu sem við kynnum til leiks. Okkur finnst þetta mjög sterk byrjunardagskrá fyrir fyrstu Sónar-hátíðina á Íslandi. Við eigum eftir að bæta við um fjörutíu listamönnum og plötusnúðum bæði innlendum og erlendum. Við munum klára endanlega dagskrá í lok nóvember eða byrjun desember,“ segir skipuleggjandinn Björn Steinbekk, sem er hæstánægður með að hin rótgróna Sónar-hátíð sé komin til Íslands. "Það er frábært að þeir skyldu velja Ísland og eiginlega alveg ótrúlegt.“ Miðað við dagskrána sem hefur verið tilkynnt mætti ætla að Sónar sé raftónlistarhátíð. Björn segir það ekki rétt því popp- og rokktónlist er líka hluti af henni. "Sónar er haldin í fjórum heimsálfum og selur yfir tvö hundruð þúsund miða á sínar hátíðir á hverju ári. Það er horft til hátíðarinnar sem brautryðjanda þegar kemur að því að kynna nýja og spennandi listamenn til sögunnar, ásamt því að mjög þekktir, bæði popp- og rokktónlistarmenn, hafa komið þar fram og gera það enn,“ segir Björn. Með þeirra sem hafa spilað á undanförnum tveimur hátíðum í Barcelona eru Fatboy Slim, New Order, Lana Del Rey, M.I.A. og The Human League. Spurður út í muninn á Sónar og hina nýafstöðnu Airwaves segir Björn að Airwaves-hátíðin sé frábær hátíð sem hafi tekið þrettán ár að búa til. "Airwaves er kynning á íslenskri tónlist gagnvart erlendum plötufyrirtækjum og erlendum gestum. Á móti er Sónar tónlistarhátíð þar sem tónlistarmennirnir spila í sextíu til níutíu mínútur hver og einn. Þetta er meiri hátíð þegar kemur að því að njóta tónlistarinnar.“ Björn bætir við að stefnt sé á að vera með góða "off venue“, eða utan dagskrá, sem verður haldin samhliða Sónar-hátíðinni. Hægt er að kynna sér hátíðina nánar á heimasíðu hennar, sonarreykjavik.com. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpunnar, segir það gríðarlegt fagnaðarefni að fá Sónar-hátíðina í tónlistarhúsið. "Airwaves er nýbúið að vera hér í húsinu. Slíkar hátíðir eru geysilegur fengur fyrir þetta hús og partur af því sem sannar tilverurétt þess.“ freyr@frettabladid.is
Sónar Tónlist Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira