Brjáluð hliðardagskrá 1. nóvember 2012 00:00 Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson spila í Hörpu klukkan fimm í dag. Iceland Airwaves-hátíðin hefur vaxið mikið síðustu ár. Dagskráin hefur farið stækkandi og það eru seldir fleiri miðar nú en áður. Það atriði sem hefur vaxið mest er samt örugglega „off-venue“ dagskráin. Off-venue er ókeypis dagskrá til hliðar við aðaldagskrána. Hún er öllum opin og tryggir að Airwaves er hátíð allra tónlistaráhugamanna í höfuðborginni, hvort sem þeir hafa keypt sér armband eða ekki. Hliðardagskráin í ár er hreint út sagt klikkuð. Hátt í 40 staðir bjóða upp á dagskráratriði og margir þeirra eru með þétta dagskrá alla dagana. Hliðardagskráin er oft að degi til, sem þýðir að það er hægt að hlusta á tónlist frá hádegi og fram á nótt. Eina spurningin er hvað eigi að velja. Hér á eftir fara nokkrir spennandi möguleikar:Fimmtudagur:Fimm kanadísk bönd á Hressó frá kl. 14. Bedroom Community dagskrá frá kl. 16 á Kaffibarnum. Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson í Hörpu kl. 17 og Shabazz Palaces og THEESatisfaction á KEX Hostel klukkan 18.30.Föstudagur:Ásgeir Trausti á Marina Hotel kl. 12, Valdimar kl. 17 á sama stað, Of Monsters and Men kl. 18 og Tilbury kl. 19. Ojba Rasta og Ghostigital á KEX, Pascal Pinon á Kolabrautinni klukkan 16 og íslenskt rokk í strætóstöðinni í Mjódd frá 16–18.Laugardagur:Rökkurró, Vigri, Útidúr o.fl. í Norræna húsinu frá kl. 13. Þórir Georg, The Heavy Experience, Skelkur í bringu, Nolo o.fl. á Bar 11 frá kl. 17 og Hjálmar og For A Minor Reflection á Marina Hotel frá klukkan 17. Fyrir utan allt þetta stendur raftónlistarhátíðin Rafwaves yfir á þriðju hæð í Iðuhúsinu í Lækjargötu sömu daga og Airwaves. Þar spila allir helstu raftónlistarmenn Íslands, m.a. frá Reyk Veek, Möller, Thule og Weirdcore. Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Iceland Airwaves-hátíðin hefur vaxið mikið síðustu ár. Dagskráin hefur farið stækkandi og það eru seldir fleiri miðar nú en áður. Það atriði sem hefur vaxið mest er samt örugglega „off-venue“ dagskráin. Off-venue er ókeypis dagskrá til hliðar við aðaldagskrána. Hún er öllum opin og tryggir að Airwaves er hátíð allra tónlistaráhugamanna í höfuðborginni, hvort sem þeir hafa keypt sér armband eða ekki. Hliðardagskráin í ár er hreint út sagt klikkuð. Hátt í 40 staðir bjóða upp á dagskráratriði og margir þeirra eru með þétta dagskrá alla dagana. Hliðardagskráin er oft að degi til, sem þýðir að það er hægt að hlusta á tónlist frá hádegi og fram á nótt. Eina spurningin er hvað eigi að velja. Hér á eftir fara nokkrir spennandi möguleikar:Fimmtudagur:Fimm kanadísk bönd á Hressó frá kl. 14. Bedroom Community dagskrá frá kl. 16 á Kaffibarnum. Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson í Hörpu kl. 17 og Shabazz Palaces og THEESatisfaction á KEX Hostel klukkan 18.30.Föstudagur:Ásgeir Trausti á Marina Hotel kl. 12, Valdimar kl. 17 á sama stað, Of Monsters and Men kl. 18 og Tilbury kl. 19. Ojba Rasta og Ghostigital á KEX, Pascal Pinon á Kolabrautinni klukkan 16 og íslenskt rokk í strætóstöðinni í Mjódd frá 16–18.Laugardagur:Rökkurró, Vigri, Útidúr o.fl. í Norræna húsinu frá kl. 13. Þórir Georg, The Heavy Experience, Skelkur í bringu, Nolo o.fl. á Bar 11 frá kl. 17 og Hjálmar og For A Minor Reflection á Marina Hotel frá klukkan 17. Fyrir utan allt þetta stendur raftónlistarhátíðin Rafwaves yfir á þriðju hæð í Iðuhúsinu í Lækjargötu sömu daga og Airwaves. Þar spila allir helstu raftónlistarmenn Íslands, m.a. frá Reyk Veek, Möller, Thule og Weirdcore.
Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“