Fótbolti

Ísland í neðsta styrkleikaflokki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir fagnar EM-sætinu.
Hólmfríður Magnúsdóttir fagnar EM-sætinu. Mynd/Stefán
Niðurröðun þeirra tólf liða sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM 2013 í styrkleikaflokka hefur verið gefin út. Ísland er í þriðja og neðsta flokknum ásamt fimm öðrum liðum.

Farið er eftir stigagjöf UEFA við styrkleikaröðunina en hún byggir á árangri liðanna í síðustu keppnum. Ísland er í áttunda sæti á stigalistanum.

Gestgjafar Svíar spila í A-riðli sem fer fram í Gautaborg og Halmstad. Hinum tveimur liðunum í efsta styrkleikaflokki hefur einnig verið raðað í riðla en Þýskaland er í B-riðli (sem fer fram í Växjö og Kalmar) og Frakkar í C-riðli (Norrköping og Linköping).

Þrjú lið eru í öðrum styrkleikaflokki og dragast í riðlana þrjá. Hin liðin sex eru svo í þriðja og neðsta styrkleikaflokki og fara því tvö lið úr honum í hvern riðil.

Styrkleikaflokkarnir

1. styrkleikaflokkur:

Svíþjóð (A-riðill), Þýskaland (B-riðill) og Frakk-

land (C-riðill).

2. styrkleikaflokkur:

England, Noregur og Ítalía.

3. styrkleikaflokkur:

Danmörk, Ísland, Finnland, Rússland, Holland

og Spánn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×