Fimmtán hljómsveitir í beinni hjá KEXP 27. október 2012 14:00 í beinni Reggísveitin Ojba Rasta verður í beinni útsendingu á KEXP.fréttablaðið/stefán fréttablaðið/stefán Útvarpsstöðin KEXP frá Seattle sendir út beint frá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves og er þetta fjórða árið í röð sem hún mætir á hátíðina. „Útsendingin okkar frá Iceland Airwaves tengir tónlistarunnendur í Seattle og um allan heim við það nýjasta og besta í tónlist um þessar mundir," sagði Kevin Cole, aðaldagskrárstjóri stöðvarinnar og umsjónarmaður þáttarins Afternoon Show. „Þessar útsendingar eru stefna okkar í hnotskurn, þ.e. að vera í fararbroddi spilunar nýrrar tónlistar." Verkefnið er unnið í samvinnu við Iceland Naturally, KEX Hostel, Icelandair og Kimi Records. Útsendingar verða frá KEX Hostel en dagskrárgerðarfólkið Cheryl Waters og Kevin Cole kynna dagskrárliði á FM 90,3 og á Kexp.org dagana 31. október til 2. nóvember frá kl. 13 til kl. 21. Meðal þeirra fimmtán hljómsveita sem fram koma á KEX Hostel eru Ólafur Arnalds, Ghostigital, Sóley, Ojba Rasta, Sólstafir, Úlfur Úlfur og Seattle-hipphopplistamennirnir í Shabazz Palaces og THEESatisfaction. Of Monsters and Men og FM Belfast spiluðu á Kex Hostel í fyrra og mun síðarnefnda sveitin einnig koma fram á hátíðinni í ár. Auk beinu útsendinganna mun KEXP taka upp um 15-20 tónlistarmyndbönd með íslenskum listamönnum víðs vegar um Reykjavíkurborg og verða þau sýnd á síðunni Kexp.org að hátíðinni lokinni. Lífið Tónlist Mest lesið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Útvarpsstöðin KEXP frá Seattle sendir út beint frá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves og er þetta fjórða árið í röð sem hún mætir á hátíðina. „Útsendingin okkar frá Iceland Airwaves tengir tónlistarunnendur í Seattle og um allan heim við það nýjasta og besta í tónlist um þessar mundir," sagði Kevin Cole, aðaldagskrárstjóri stöðvarinnar og umsjónarmaður þáttarins Afternoon Show. „Þessar útsendingar eru stefna okkar í hnotskurn, þ.e. að vera í fararbroddi spilunar nýrrar tónlistar." Verkefnið er unnið í samvinnu við Iceland Naturally, KEX Hostel, Icelandair og Kimi Records. Útsendingar verða frá KEX Hostel en dagskrárgerðarfólkið Cheryl Waters og Kevin Cole kynna dagskrárliði á FM 90,3 og á Kexp.org dagana 31. október til 2. nóvember frá kl. 13 til kl. 21. Meðal þeirra fimmtán hljómsveita sem fram koma á KEX Hostel eru Ólafur Arnalds, Ghostigital, Sóley, Ojba Rasta, Sólstafir, Úlfur Úlfur og Seattle-hipphopplistamennirnir í Shabazz Palaces og THEESatisfaction. Of Monsters and Men og FM Belfast spiluðu á Kex Hostel í fyrra og mun síðarnefnda sveitin einnig koma fram á hátíðinni í ár. Auk beinu útsendinganna mun KEXP taka upp um 15-20 tónlistarmyndbönd með íslenskum listamönnum víðs vegar um Reykjavíkurborg og verða þau sýnd á síðunni Kexp.org að hátíðinni lokinni.
Lífið Tónlist Mest lesið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira