Einbýlishús Svarthöfða 25. október 2012 06:00 Árið er 2003. Abdul, ræstitæknir í bankanum HSBC í London, er mættur á aðalfund fyrirtækisins. Bankinn fagnar kaupum á húsnæðislánasjóðnum Household International og forstjóra hans, William F. Aldinger. Laun Aldingers hljóða upp á 35 milljónir punda og eru þá ekki með taldar sporslur á borð við einkaflugvél og tannlæknameðferðir handa Albertu, eiginkonu hans. Abdul líst ekki á blikuna. Hann kveður sér hljóðs og lýsir vanþóknun á launastefnu fyrirtækisins en sjálfur segist hann ekki fá annað en moppu og fimm pund á tímann. Abdul er hunsaður. Árið er 2012. Á aðalfundi stærstu auglýsingastofu heims, WPP, stendur til að hækka laun framkvæmdastjórans um 30%. En þeir dagar þegar aðalfundir fyrirtækja voru aðeins sýndarleikur eru liðnir. Hluthafar fyrirtækisins hafna launapakkanum. Uppreisn hluthafa gegn stjórnendum fyrirtækja – og þá einkum launum þeirra – hefur tröllriðið bresku viðskiptalífi undanfarið. Hefur hún verið nefnd „hluthafavorið". Á góðærisárunum brugðust eftirlitsaðilar með viðskiptum skyldum sínum. En þeir voru ekki þeir einu. Á Íslandi tapaði „venjulegt fólk", ellilífeyrisþegar jafnt sem einstæðar mæður, sparnaði sínum á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Lífeyrissjóðirnir urðu auk þess af hundruðum milljarða. Allt þetta fólk var hluthafar. Og hluthafar eru hvorki radd- né valdalausir. Þeir hefðu getað látið í sér heyra. Þeir hefðu getað, í krafti eignarhlutar síns, verið stjórnendum aðhald. En fæstir gerðu það. Því skal ekki haldið fram að ellilífeyrisþegar hefðu getað komið í veg fyrir fjörtjón fyrirtækja 2008. Sinnuleysi hluthafa, undirritaðrar þar með talið, á hins vegar að verða okkur víti til varnaðar. Nýskráningar í Kauphöllinni eru farnar að taka við sér. Mikilvægt er að læra af reynslu síðasta góðæris. Allir Reykvíkingar áttu til að mynda hlutdeild í Orkuveitunni. Sú óráðsía sem þar viðgekkst og verið hefur í fréttum var þó framan af látin óátalin. Fáum gat þó dulist bruðlið þegar birtingarmynd þess reis eins og einbýlishús Svarthöfða á hól í Árbænum. Það viðhorf að hluthöfum komi rekstur fyrirtækja ekki við er rótgróið hér á landi. Greint var frá því í fjölmiðlum nýverið að tveggja manna slitastjórn Glitnis hefði fengið 280 milljónir króna í greiðslur frá þrotabúinu í fyrra. Tveir lífeyrissjóðir sem eiga kröfu í þrotabúið höfðu ítrekað reynt að fá upplýsingar um kostnað slitastjórnarinnar en án árangurs. Sofum ekki á verðinum. Þótt kominn sé vetur er tími á íslenskt hluthafavor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun
Árið er 2003. Abdul, ræstitæknir í bankanum HSBC í London, er mættur á aðalfund fyrirtækisins. Bankinn fagnar kaupum á húsnæðislánasjóðnum Household International og forstjóra hans, William F. Aldinger. Laun Aldingers hljóða upp á 35 milljónir punda og eru þá ekki með taldar sporslur á borð við einkaflugvél og tannlæknameðferðir handa Albertu, eiginkonu hans. Abdul líst ekki á blikuna. Hann kveður sér hljóðs og lýsir vanþóknun á launastefnu fyrirtækisins en sjálfur segist hann ekki fá annað en moppu og fimm pund á tímann. Abdul er hunsaður. Árið er 2012. Á aðalfundi stærstu auglýsingastofu heims, WPP, stendur til að hækka laun framkvæmdastjórans um 30%. En þeir dagar þegar aðalfundir fyrirtækja voru aðeins sýndarleikur eru liðnir. Hluthafar fyrirtækisins hafna launapakkanum. Uppreisn hluthafa gegn stjórnendum fyrirtækja – og þá einkum launum þeirra – hefur tröllriðið bresku viðskiptalífi undanfarið. Hefur hún verið nefnd „hluthafavorið". Á góðærisárunum brugðust eftirlitsaðilar með viðskiptum skyldum sínum. En þeir voru ekki þeir einu. Á Íslandi tapaði „venjulegt fólk", ellilífeyrisþegar jafnt sem einstæðar mæður, sparnaði sínum á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Lífeyrissjóðirnir urðu auk þess af hundruðum milljarða. Allt þetta fólk var hluthafar. Og hluthafar eru hvorki radd- né valdalausir. Þeir hefðu getað látið í sér heyra. Þeir hefðu getað, í krafti eignarhlutar síns, verið stjórnendum aðhald. En fæstir gerðu það. Því skal ekki haldið fram að ellilífeyrisþegar hefðu getað komið í veg fyrir fjörtjón fyrirtækja 2008. Sinnuleysi hluthafa, undirritaðrar þar með talið, á hins vegar að verða okkur víti til varnaðar. Nýskráningar í Kauphöllinni eru farnar að taka við sér. Mikilvægt er að læra af reynslu síðasta góðæris. Allir Reykvíkingar áttu til að mynda hlutdeild í Orkuveitunni. Sú óráðsía sem þar viðgekkst og verið hefur í fréttum var þó framan af látin óátalin. Fáum gat þó dulist bruðlið þegar birtingarmynd þess reis eins og einbýlishús Svarthöfða á hól í Árbænum. Það viðhorf að hluthöfum komi rekstur fyrirtækja ekki við er rótgróið hér á landi. Greint var frá því í fjölmiðlum nýverið að tveggja manna slitastjórn Glitnis hefði fengið 280 milljónir króna í greiðslur frá þrotabúinu í fyrra. Tveir lífeyrissjóðir sem eiga kröfu í þrotabúið höfðu ítrekað reynt að fá upplýsingar um kostnað slitastjórnarinnar en án árangurs. Sofum ekki á verðinum. Þótt kominn sé vetur er tími á íslenskt hluthafavor.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun