Þrír leikstjórar skoða Húsið 25. október 2012 09:00 stefán máni Þrír innlendir leikstjórar hafa sýnt nýjustu bók Stefáns Mána áhuga.fréttablaðið/valli Þrír þekktir innlendir leikstjórar eru að íhuga að kvikmynda elleftu skáldsögu Stefáns Mána, Húsið, sem er nýkomin út. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þeir að lesa bókina um þessar mundir með kvikmyndaréttinn í huga. Þessi áhugi kemur ekki á óvart miðað við viðbrögðin við kvikmyndinni Svartur á leik, sem var byggð á samnefndri bók Stefáns Mána. Um 62 þúsund manns sáu myndina í íslenskum kvikmyndahúsum og er hún orðin næsttekjuhæsta íslenska mynd sögunnar á eftir Mýrinni með um áttatíu milljónir í aðsóknartekjur. Leikstjóri var Óskar Axelsson og með aðalhlutverk fór Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Stefán Máni hefur selt kvikmyndaréttinn að tveimur öðrum bókum sínum. Saga Film keypti réttinn að Ódáðahrauni fyrir þremur árum. Sá réttur náði til átján mánaða með möguleika á framlengingu og enn hefur myndin ekki litið dagsins ljós. Áður hafði fyrirtækið Zik Zak tryggt sér réttinn að Skipinu. Sá réttur rann út og var ekki endurnýjaður og fékk Stefán Máni hann því aftur í hendurnar. Söguþráður Hússins er á þann veg að drengur kemst lífs af úr bruna í Kollafirði á Þorláksmessu árið 1979 en foreldrar hans og tvö systkini farast. Seint í nóvember er Hörður Grímsson kallaður að húsi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Í kjallaranum liggur gamall maður í blóði sínu. Skömmu síðar flytur fjögurra manna fjölskylda inn í afskekkt hús í Kollafirði og draugar fortíðar vakna til lífsins. -fb Lífið Menning Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þrír þekktir innlendir leikstjórar eru að íhuga að kvikmynda elleftu skáldsögu Stefáns Mána, Húsið, sem er nýkomin út. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þeir að lesa bókina um þessar mundir með kvikmyndaréttinn í huga. Þessi áhugi kemur ekki á óvart miðað við viðbrögðin við kvikmyndinni Svartur á leik, sem var byggð á samnefndri bók Stefáns Mána. Um 62 þúsund manns sáu myndina í íslenskum kvikmyndahúsum og er hún orðin næsttekjuhæsta íslenska mynd sögunnar á eftir Mýrinni með um áttatíu milljónir í aðsóknartekjur. Leikstjóri var Óskar Axelsson og með aðalhlutverk fór Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Stefán Máni hefur selt kvikmyndaréttinn að tveimur öðrum bókum sínum. Saga Film keypti réttinn að Ódáðahrauni fyrir þremur árum. Sá réttur náði til átján mánaða með möguleika á framlengingu og enn hefur myndin ekki litið dagsins ljós. Áður hafði fyrirtækið Zik Zak tryggt sér réttinn að Skipinu. Sá réttur rann út og var ekki endurnýjaður og fékk Stefán Máni hann því aftur í hendurnar. Söguþráður Hússins er á þann veg að drengur kemst lífs af úr bruna í Kollafirði á Þorláksmessu árið 1979 en foreldrar hans og tvö systkini farast. Seint í nóvember er Hörður Grímsson kallaður að húsi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Í kjallaranum liggur gamall maður í blóði sínu. Skömmu síðar flytur fjögurra manna fjölskylda inn í afskekkt hús í Kollafirði og draugar fortíðar vakna til lífsins. -fb
Lífið Menning Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira