Búnir að borga og gefa ágóðann 25. október 2012 10:30 góð jólagjöf Hilmar Már Pétursson, Grímur Óli Geirsson og Bjarni Hallgrímur Bjarnason eru meðlimir Basic House Effect.fréttablaðið/stefán „Við virkilega viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar," segir Bjarni Hallgrímur Bjarnason. Viðburðafélagið Basic House Effect, sem er í eigu tveggja átján ára menntaskólanema og plötusnúða, ætlar að gefa allan ágóðann af tekjum sínum frá 1. nóvember fram að jólum til Barnaspítala Hringsins. Upphæðin gæti numið allt að sjö hundruð þúsund krónum. Þeir félagar, Bjarni Hallgrímur og Hilmar Már Pétursson, stofnuðu félagið fyrir rúmum tveimur árum og hafa spilað á hátt í þrjú hundruð viðburðum, þar á meðal hitað upp fyrir Quarashi á Bestu útihátíðinni í fyrra. Með þeim í teymi eru tæknimenn, ljósmyndarar og fleiri aðstoðarmenn. „Við byrjuðum í þessu þegar við sáum auglýsta plötusnúðakeppni á netinu. Við tókum þátt og unnum hana. Eftir það byrjuðum við á þremur böllum hjá grunnskólum úti á landi og þá fóru hjólin að snúast. Við urðum sífellt meira bókaðir og það er búið að ganga ótrúlega vel síðan þá," segir Bjarni Hallgrímur. Þeir félagar hafa sankað að sér alls konar græjum og eru meira og minna búnir að borga þær upp núna. Basic House Effect hefur verið bókað á tíu böll á næstunni í hinum ýmsu grunn- og framhaldsskólum, auk þess sem stór próflokapartí eru fram undan. „Í tilefni af því að við höfum loksins borgað niður allan okkar eigin kostnað, tveggja ára afmælinu okkar og í þakklætisskyni viljum við gera eitthvað á móti og þakka fyrir þessar frábæru viðtökur með smá jólagjöf frá okkur," segir Bjarni. Lífið Mest lesið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Fleiri fréttir Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Sjá meira
„Við virkilega viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar," segir Bjarni Hallgrímur Bjarnason. Viðburðafélagið Basic House Effect, sem er í eigu tveggja átján ára menntaskólanema og plötusnúða, ætlar að gefa allan ágóðann af tekjum sínum frá 1. nóvember fram að jólum til Barnaspítala Hringsins. Upphæðin gæti numið allt að sjö hundruð þúsund krónum. Þeir félagar, Bjarni Hallgrímur og Hilmar Már Pétursson, stofnuðu félagið fyrir rúmum tveimur árum og hafa spilað á hátt í þrjú hundruð viðburðum, þar á meðal hitað upp fyrir Quarashi á Bestu útihátíðinni í fyrra. Með þeim í teymi eru tæknimenn, ljósmyndarar og fleiri aðstoðarmenn. „Við byrjuðum í þessu þegar við sáum auglýsta plötusnúðakeppni á netinu. Við tókum þátt og unnum hana. Eftir það byrjuðum við á þremur böllum hjá grunnskólum úti á landi og þá fóru hjólin að snúast. Við urðum sífellt meira bókaðir og það er búið að ganga ótrúlega vel síðan þá," segir Bjarni Hallgrímur. Þeir félagar hafa sankað að sér alls konar græjum og eru meira og minna búnir að borga þær upp núna. Basic House Effect hefur verið bókað á tíu böll á næstunni í hinum ýmsu grunn- og framhaldsskólum, auk þess sem stór próflokapartí eru fram undan. „Í tilefni af því að við höfum loksins borgað niður allan okkar eigin kostnað, tveggja ára afmælinu okkar og í þakklætisskyni viljum við gera eitthvað á móti og þakka fyrir þessar frábæru viðtökur með smá jólagjöf frá okkur," segir Bjarni.
Lífið Mest lesið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Fleiri fréttir Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Sjá meira