Fékk stjörnur í augun fyrir tveimur árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2012 07:00 Stelpurnar í unglingalandsliðinu unnu líka gull og halda A-landsliðsstelpunum við efnið. Mynd/Vilhelm Sólveig Ásta Bergsdóttir er ein af Evrópumeisturunum í hópfimleikum sem fengu flotta móttökuathöfn í gær enda allar með gullpening um hálsinn eftir frábæra helgi á Evrópumeistaramótinu í Danmörku þar sem A-lið og unglingalið kvenna unnu bæði gull. Fyrir tveimur árum vann Sólveig brons með unglingaliðinu en hjálpaði nú A-liðinu að verja Evrópumeistaratitilinn. „Við unnum fyrir þessu og áttum þetta skilið," segir Sólveig skælbrosandi í móttökunni í gær. „Ég var í unglingaliðinu á síðasta Evrópumóti og við tókum bronsið. Við horfðum þá á fyrirmyndirnar okkar verða Evrópumeistarar og ég fékk bara stjörnur í augun," segir Sólveig Ásta og hún þurfti að hafa fyrir því að komast í Evrópumeistaraliðið. „Þetta er búin að vera barátta frá því í júní," segir Sólveig og hún viðurkennir að það fari kannski of mikill tími í þessar æfingar enda tóku þær 112 æfingar fyrir mótið. „Þetta er í raun allt of mikið og maður ætti að eyða þessum tíma í að læra eða gera eitthvað annað en þetta var miklu meira spennandi og miklu skemmtilegra."Mynd/VilhelmÍslenska liðið átti titil að verja en það reyndi á hópinn eftir að hlutirnir gengu ekki alveg upp í undanúrslitunum og liðið var ekki með bestu einkunn inn í úrslitin. „Við drifum okkur upp á hótel og fengum ekki að sjá úrslitin. Við sáum að þetta var ekki okkar dagur og vorum búnar að heyra að Svíarnir hefðu átt gallalausan dag. Ég fékk baráttukveðjur að heiman þar sem stóð að það væri nýr dagur á morgun. Þá vissi ég að við hefðum ekki tekið þetta á föstudeginum," rifjar Sólveig upp. „Við hófum bara nýja keppni á nýjum degi og það skilaði okkur árangri. Þetta var sætari sigur svona og þetta var bara okkar dagur," segir Sólveig. Hún sér fyrir sér nokkrar sem gætu fetað í hennar fótspor og komist í A-liðið. „Í unglingaliðinu eru nokkrar sem ég var að keppa með fyrir tveimur árum og það er gaman að sjá hvað þær eru komnar nálægt okkur. Það eru að koma svo ótrúlega margar sterkar inn og það verður eflaust harðari barátta að komast inn í næsta landslið," segir Sólveig. Hún þurfti samt að skipta úr Stjörnunni í Gerplu til að fá að keppa með A-landsliðinu. „Ég þurfti að skipta um félag því það var búið að ákveða að Gerpla yrði landsliðið. Ég sé alls ekki eftir því í dag og ég þekkti líka allar þessar stelpur í Gerpluliðinu. Það var ekkert mál að skipta og ánægjulegt að fá að taka þátt í þessu og æfa með svona flottum stelpum," sagði Sólveig að lokum. Íþróttir Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Sólveig Ásta Bergsdóttir er ein af Evrópumeisturunum í hópfimleikum sem fengu flotta móttökuathöfn í gær enda allar með gullpening um hálsinn eftir frábæra helgi á Evrópumeistaramótinu í Danmörku þar sem A-lið og unglingalið kvenna unnu bæði gull. Fyrir tveimur árum vann Sólveig brons með unglingaliðinu en hjálpaði nú A-liðinu að verja Evrópumeistaratitilinn. „Við unnum fyrir þessu og áttum þetta skilið," segir Sólveig skælbrosandi í móttökunni í gær. „Ég var í unglingaliðinu á síðasta Evrópumóti og við tókum bronsið. Við horfðum þá á fyrirmyndirnar okkar verða Evrópumeistarar og ég fékk bara stjörnur í augun," segir Sólveig Ásta og hún þurfti að hafa fyrir því að komast í Evrópumeistaraliðið. „Þetta er búin að vera barátta frá því í júní," segir Sólveig og hún viðurkennir að það fari kannski of mikill tími í þessar æfingar enda tóku þær 112 æfingar fyrir mótið. „Þetta er í raun allt of mikið og maður ætti að eyða þessum tíma í að læra eða gera eitthvað annað en þetta var miklu meira spennandi og miklu skemmtilegra."Mynd/VilhelmÍslenska liðið átti titil að verja en það reyndi á hópinn eftir að hlutirnir gengu ekki alveg upp í undanúrslitunum og liðið var ekki með bestu einkunn inn í úrslitin. „Við drifum okkur upp á hótel og fengum ekki að sjá úrslitin. Við sáum að þetta var ekki okkar dagur og vorum búnar að heyra að Svíarnir hefðu átt gallalausan dag. Ég fékk baráttukveðjur að heiman þar sem stóð að það væri nýr dagur á morgun. Þá vissi ég að við hefðum ekki tekið þetta á föstudeginum," rifjar Sólveig upp. „Við hófum bara nýja keppni á nýjum degi og það skilaði okkur árangri. Þetta var sætari sigur svona og þetta var bara okkar dagur," segir Sólveig. Hún sér fyrir sér nokkrar sem gætu fetað í hennar fótspor og komist í A-liðið. „Í unglingaliðinu eru nokkrar sem ég var að keppa með fyrir tveimur árum og það er gaman að sjá hvað þær eru komnar nálægt okkur. Það eru að koma svo ótrúlega margar sterkar inn og það verður eflaust harðari barátta að komast inn í næsta landslið," segir Sólveig. Hún þurfti samt að skipta úr Stjörnunni í Gerplu til að fá að keppa með A-landsliðinu. „Ég þurfti að skipta um félag því það var búið að ákveða að Gerpla yrði landsliðið. Ég sé alls ekki eftir því í dag og ég þekkti líka allar þessar stelpur í Gerpluliðinu. Það var ekkert mál að skipta og ánægjulegt að fá að taka þátt í þessu og æfa með svona flottum stelpum," sagði Sólveig að lokum.
Íþróttir Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira