Fullorðnir og ADHD Teitur Guðmundsson skrifar 23. október 2012 06:00 Töluverð umræða hefur myndast um þessa greiningu hjá fullorðnum eftir að nýtt fjárlagafrumvarp leit dagsins ljós, en þar kom fram að greiðsluþátttöku í slíkum lyfjum yrði hætt hjá fullorðnum. Þetta hefur nú verið leiðrétt og dregið til baka, voru þetta víst mistök í fyrstu útgáfu frumvarpsins. Ekki liggur þó endanlega fyrir hvernig greiðslum verður háttað. Það hefur komið fram að þessi lyf eru dýr og einnig að Íslendingar virðist nota meira af þeim en aðrir, en alþjóðaráð Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi Íslendinga árið 2011 vegna mikillar notkunar Rítalíns. Ljóst er að það hefur orðið sprenging í greiningu og meðferð fullorðinna á undanförnum árum á sama tíma og við höfum orðið meðvitaðri um sjúkdóminn og einkenni hans. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum Embættis landlæknis frá því í mars 2012 kemur fram að greining slíks sjúkdóms skuli fara fram í þverfaglegu teymi fagfólks og að skimað sé fyrir einkennum með matskvörðum. Þá segir orðrétt: „Ef skimun sýnir fram á hamlandi einkenni vegna athyglisvandamála, ofvirkni eða hvatvísi er best að vísa málinu áfram til fagaðila sem hefur kunnáttu í greiningu fullorðinna með ADHD." Mikilvægt er að afla gagna frá fleirum en einstaklingnum sjálfum til að fá sem gleggsta mynd af vanda viðkomandi og er það gert í greiningarferlinu. Hjá fullorðnum er verið að skoða hvort viðkomandi hafi haft hamlandi einkenni frá 16 ára aldri og að þau einkenni séu til staðar í fleiri en tveimur aðstæðum eins og til dæmis við vinnu, skóla, virkni í samfélaginu og fleiri. Þá er sérstaklega skoðað hvort aðrar geðraskanir geti skýrt einkennin, en þekkt er að ýmsir slíkir sjúkdómar geta haft áhrif á einbeitingu og hegðan og má þar nefna sem dæmi þunglyndis-, kvíða- og persónuleikaraskanir. Þó má aldrei gleyma því að virkir geðsjúkdómar og athyglisbrests- og/eða ofvirkniröskun geta farið saman. Umræða um fíkniheilkenni tengt ADHD hefur verið talsverð og misnotkun metýlfenídatlyfja er vel þekkt, en þó verður að forðast að setja í sama flokk þá sem misnota lyfin og eru jafnvel án greiningar og hina sem nauðsynlega þurfa á þeim að halda, en slík hefur oft verið raunin og eru dæmi þess að sjúklingar hafi hætt notkun lyfja vegna umræðunnar. Það þýðir þó ekki að við eigum að slaka á kröfum og eftirliti meðferðar, þvert á móti þurfum við að auka þær en jafnframt koma til móts við þá sem þurfa slíka meðferð. Fordómar gagnast afar lítið en verða oft ofan á því miður. Það er þó vel þekkt að í hópi sprautufíkla virðast þeir sem misnota Rítalín vera í örustum vexti en fram kom hjá SÁÁ að tæplega 60% þeirra sem sprauta sig með örvandi efnum eru að nota metýlfenídat eða Rítalín. Önnur lyf sem síður er hægt að misnota en sýna viðlíka virkni hjá þeim sem eru með ADHD hafa verið talsvert í umræðunni einnig en það eru Concerta og Strattera sem hafa gefið góða raun. Þegar greiningu er lokið eru ýmsir möguleikar á meðferð þó einna algengast sé að nota lyf. Þótt klínísk virkni þeirra hafi verið staðfest í rannsóknum er mikilvægt að sálfræðimeðferð og fræðslu sé beitt markvisst og að einstaklingnum sé hjálpað með einkenni sín. Þar er fyrst og fremst atferlismótandi og hugrænum aðferðum beitt með ágætum árangri bæði í einstaklings- sem og hópameðferð. Þeim einstaklingum sem fá rétta greiningu og meðferð vegnar almennt vel og geta stundað sína vinnu eða nám án teljandi vandamála og því er mikilvægt að styðja vel við bakið á þeim hópi fólks og ekki láta fordóma og umræðu á villigötum hamla því að það fái aðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Teitur Guðmundsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Töluverð umræða hefur myndast um þessa greiningu hjá fullorðnum eftir að nýtt fjárlagafrumvarp leit dagsins ljós, en þar kom fram að greiðsluþátttöku í slíkum lyfjum yrði hætt hjá fullorðnum. Þetta hefur nú verið leiðrétt og dregið til baka, voru þetta víst mistök í fyrstu útgáfu frumvarpsins. Ekki liggur þó endanlega fyrir hvernig greiðslum verður háttað. Það hefur komið fram að þessi lyf eru dýr og einnig að Íslendingar virðist nota meira af þeim en aðrir, en alþjóðaráð Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi Íslendinga árið 2011 vegna mikillar notkunar Rítalíns. Ljóst er að það hefur orðið sprenging í greiningu og meðferð fullorðinna á undanförnum árum á sama tíma og við höfum orðið meðvitaðri um sjúkdóminn og einkenni hans. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum Embættis landlæknis frá því í mars 2012 kemur fram að greining slíks sjúkdóms skuli fara fram í þverfaglegu teymi fagfólks og að skimað sé fyrir einkennum með matskvörðum. Þá segir orðrétt: „Ef skimun sýnir fram á hamlandi einkenni vegna athyglisvandamála, ofvirkni eða hvatvísi er best að vísa málinu áfram til fagaðila sem hefur kunnáttu í greiningu fullorðinna með ADHD." Mikilvægt er að afla gagna frá fleirum en einstaklingnum sjálfum til að fá sem gleggsta mynd af vanda viðkomandi og er það gert í greiningarferlinu. Hjá fullorðnum er verið að skoða hvort viðkomandi hafi haft hamlandi einkenni frá 16 ára aldri og að þau einkenni séu til staðar í fleiri en tveimur aðstæðum eins og til dæmis við vinnu, skóla, virkni í samfélaginu og fleiri. Þá er sérstaklega skoðað hvort aðrar geðraskanir geti skýrt einkennin, en þekkt er að ýmsir slíkir sjúkdómar geta haft áhrif á einbeitingu og hegðan og má þar nefna sem dæmi þunglyndis-, kvíða- og persónuleikaraskanir. Þó má aldrei gleyma því að virkir geðsjúkdómar og athyglisbrests- og/eða ofvirkniröskun geta farið saman. Umræða um fíkniheilkenni tengt ADHD hefur verið talsverð og misnotkun metýlfenídatlyfja er vel þekkt, en þó verður að forðast að setja í sama flokk þá sem misnota lyfin og eru jafnvel án greiningar og hina sem nauðsynlega þurfa á þeim að halda, en slík hefur oft verið raunin og eru dæmi þess að sjúklingar hafi hætt notkun lyfja vegna umræðunnar. Það þýðir þó ekki að við eigum að slaka á kröfum og eftirliti meðferðar, þvert á móti þurfum við að auka þær en jafnframt koma til móts við þá sem þurfa slíka meðferð. Fordómar gagnast afar lítið en verða oft ofan á því miður. Það er þó vel þekkt að í hópi sprautufíkla virðast þeir sem misnota Rítalín vera í örustum vexti en fram kom hjá SÁÁ að tæplega 60% þeirra sem sprauta sig með örvandi efnum eru að nota metýlfenídat eða Rítalín. Önnur lyf sem síður er hægt að misnota en sýna viðlíka virkni hjá þeim sem eru með ADHD hafa verið talsvert í umræðunni einnig en það eru Concerta og Strattera sem hafa gefið góða raun. Þegar greiningu er lokið eru ýmsir möguleikar á meðferð þó einna algengast sé að nota lyf. Þótt klínísk virkni þeirra hafi verið staðfest í rannsóknum er mikilvægt að sálfræðimeðferð og fræðslu sé beitt markvisst og að einstaklingnum sé hjálpað með einkenni sín. Þar er fyrst og fremst atferlismótandi og hugrænum aðferðum beitt með ágætum árangri bæði í einstaklings- sem og hópameðferð. Þeim einstaklingum sem fá rétta greiningu og meðferð vegnar almennt vel og geta stundað sína vinnu eða nám án teljandi vandamála og því er mikilvægt að styðja vel við bakið á þeim hópi fólks og ekki láta fordóma og umræðu á villigötum hamla því að það fái aðstoð.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun