Nánast fullkominn dagur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. október 2012 07:00 Ísland vann tvöfalt í Árósum um helgina. Hér er hópurinn allur á Kastrup í gær. Mynd/Ólafur Björnsson Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í hópfimleikum um helgina. Ísland varði titil sinn í kvennaflokki og stúlknasveitin gerði sér lítið fyrir og vann gull í sínum flokki. „Mér líður ótrúlega vel. Það er samt furðulegt að þetta skuli allt vera búið," sagði Ásdís Guðmundsdóttir, einn Evrópumeistara Íslands í kvennaflokki, þegar Fréttablaðið náði tali af henni á laugardaginn. „Spennufallið er algjört en þetta er engu að síður rosalega ánægjulegt." Ísland varð þremur stigum á eftir Svíum í undankeppninni á föstudag en stórbætti sig í öllum greinum í úrslitunum. Niðurstaðan var öruggur sigur en Svíar, sem fengu silfur, voru þremur stigum á eftir. Efstar í öllum greinum„Markmiðið okkar var að verja titilinn og við áttum rosalega góðan dag. Við kláruðum þetta nokkurn veginn eins vel og hægt var," sagði Ásdís. „Það var heilmikið sem við gátum bætt eftir frammistöðu okkar í undankeppninni. Í dansinum þurftum við að ná þeim æfingum sem gefa flest stig og bæta okkur í stökkunum – hækka þau og lenda þeim betur. Við ætluðum að vinna þetta með eins miklum mun og við mögulega gátum og það tókst svona vel." Ísland endaði með 59,116 stig og fékk flest stig í öllum þremur flokkunum – stökkum á trampólíni og dýnu og dansæfingum á gólfi. Ásdís segir að reynslan hafi komið að góðum notum, þó svo að margar í liðinu hafi ekki verið með fyrir tveimur árum. „Það var ákveðin pressa sem fólst í því að verja titilinn en þær eldri reyndu að miðla af reynslu sinni til hinna, sem var vissulega dýrmætt." Gróskan mikilÓhætt er að segja að framtíðin sé björt í hópfimleikum á Íslandi enda varð stúlknasveitin einnig Evrópumeistari. „Það sýnir og sannar hversu mikil gróskan er í íþróttinni á Íslandi. Þær voru efstar eftir undankeppnina og það þarf sterk bein til að halda forystunni eins og þær gerðu," segir Ásdís og bætir við að keppni í hópfimleikum á alþjóðavettvangi verði sífellt harðari. „Maður sér alltaf mun á getustigi á milli móta og margar þjóðir hafa bætt sig mikið. Við höfum aldrei æft eins mikið og við gerðum í sumar enda vissum við hversu hörð baráttan yrði," segir Ásdís en æfingar hófust formlega í júní síðastliðnum. „Okkur taldist til að æfingarnar hafi verið 112 talsins í vel á fjórða hundrað klukkustundir samtals." Fyrst og fremst EvrópuíþróttEkki er keppt í hópfimleikum á alheimsvísu, enn sem komið er. „Þetta hefur fyrst og fremst verið Evrópuíþrótt þó svo að maður hafi heyrt af ýmsum þjóðum sem hafa verið að þreifa sig áfram á þessu sviði," segir Ásdís en af móti helgarinnar að dæma eru Norðurlöndin í nokkrum sérflokki. „Það eru þó fleiri þjóðir að koma sterkar inn eins og Frakkland, Þýskaland og Portúgal. Og þá sérstaklega í karlaflokki en konurnar hafa líka bætt sig mikið." Ísland keppti einnig í blönduðum flokki, bæði í flokki fullorðinna og unglinga. Báðar sveitir komust í úrslit og höfnuðu í fjórða sæti. Íþróttir Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira
Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í hópfimleikum um helgina. Ísland varði titil sinn í kvennaflokki og stúlknasveitin gerði sér lítið fyrir og vann gull í sínum flokki. „Mér líður ótrúlega vel. Það er samt furðulegt að þetta skuli allt vera búið," sagði Ásdís Guðmundsdóttir, einn Evrópumeistara Íslands í kvennaflokki, þegar Fréttablaðið náði tali af henni á laugardaginn. „Spennufallið er algjört en þetta er engu að síður rosalega ánægjulegt." Ísland varð þremur stigum á eftir Svíum í undankeppninni á föstudag en stórbætti sig í öllum greinum í úrslitunum. Niðurstaðan var öruggur sigur en Svíar, sem fengu silfur, voru þremur stigum á eftir. Efstar í öllum greinum„Markmiðið okkar var að verja titilinn og við áttum rosalega góðan dag. Við kláruðum þetta nokkurn veginn eins vel og hægt var," sagði Ásdís. „Það var heilmikið sem við gátum bætt eftir frammistöðu okkar í undankeppninni. Í dansinum þurftum við að ná þeim æfingum sem gefa flest stig og bæta okkur í stökkunum – hækka þau og lenda þeim betur. Við ætluðum að vinna þetta með eins miklum mun og við mögulega gátum og það tókst svona vel." Ísland endaði með 59,116 stig og fékk flest stig í öllum þremur flokkunum – stökkum á trampólíni og dýnu og dansæfingum á gólfi. Ásdís segir að reynslan hafi komið að góðum notum, þó svo að margar í liðinu hafi ekki verið með fyrir tveimur árum. „Það var ákveðin pressa sem fólst í því að verja titilinn en þær eldri reyndu að miðla af reynslu sinni til hinna, sem var vissulega dýrmætt." Gróskan mikilÓhætt er að segja að framtíðin sé björt í hópfimleikum á Íslandi enda varð stúlknasveitin einnig Evrópumeistari. „Það sýnir og sannar hversu mikil gróskan er í íþróttinni á Íslandi. Þær voru efstar eftir undankeppnina og það þarf sterk bein til að halda forystunni eins og þær gerðu," segir Ásdís og bætir við að keppni í hópfimleikum á alþjóðavettvangi verði sífellt harðari. „Maður sér alltaf mun á getustigi á milli móta og margar þjóðir hafa bætt sig mikið. Við höfum aldrei æft eins mikið og við gerðum í sumar enda vissum við hversu hörð baráttan yrði," segir Ásdís en æfingar hófust formlega í júní síðastliðnum. „Okkur taldist til að æfingarnar hafi verið 112 talsins í vel á fjórða hundrað klukkustundir samtals." Fyrst og fremst EvrópuíþróttEkki er keppt í hópfimleikum á alheimsvísu, enn sem komið er. „Þetta hefur fyrst og fremst verið Evrópuíþrótt þó svo að maður hafi heyrt af ýmsum þjóðum sem hafa verið að þreifa sig áfram á þessu sviði," segir Ásdís en af móti helgarinnar að dæma eru Norðurlöndin í nokkrum sérflokki. „Það eru þó fleiri þjóðir að koma sterkar inn eins og Frakkland, Þýskaland og Portúgal. Og þá sérstaklega í karlaflokki en konurnar hafa líka bætt sig mikið." Ísland keppti einnig í blönduðum flokki, bæði í flokki fullorðinna og unglinga. Báðar sveitir komust í úrslit og höfnuðu í fjórða sæti.
Íþróttir Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira