Besta heimildarmyndin í langan tíma Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. október 2012 10:10 Aðalpersónurnar í Call Me Kuchu eru sannkallaðar hetjur, segir í gagnrýni. Samkynhneigð er ólögleg í Úganda og viðurlögin við henni eru allt að 14 ára fangelsisvist. Árið 2009 var lagt frumvarp til þingsins þess efnis að herða refsingar við samkynhneigð til muna. Í framhaldinu gæti lífstíðarfangelsi og jafnvel dauðarefsing beðið þeirra sem gerðust sekir um að hneigjast til sama kyns. Í þessari frábæru heimildarmynd fylgjumst við með aktívistum sem berjast gegn ólögunum og fyrir almennum réttindum samkynhneigðra og transfólks í landinu. Myndin notast ekki við nein töfrabrögð til að kalla fram tilfinningar. Blákaldur raunveruleikinn nægir, og hér er hann svo sannarlega lygilegri en skáldskapur. Um 95% íbúa Úganda segjast vera mótfallin samkynhneigð og kristni hefur gífurleg ítök innan samfélagsins. Andstyggilegir fordómapésarnir skýla sér á bak við trúarbrögðin og reglulega missti ég nánast andlitið yfir því sem dundi á aðalsöguhetjunum. Og ég segi "hetjunum", vegna þess að aðalpersónurnar í Call Me Kuchu eru sannkallaðar hetjur, og myndin er á köflum eins og spennutryllir. Hluti myndarinnar gerist í réttarsal og höfuðandstæðingur aktívistanna, hatursfullur ritstjóri vikublaðs í Kampala (höfuðborg Úganda), er eftirminnilegri og ógeðfelldari skúrkur en meirihluti þeirra sem hasarhetjur Hollywood-mynda 9. áratugarins áttu í höggi við. En illmennin hér eru raunveruleg og reiðin og sorgin sem þau framkalla hjá áhorfandanum er það einnig. En þrátt fyrir öll ósköpin sýnir myndin okkur heiminn handan myrkursins, og rétt eins og aktívistarnir sjálfir glatar hún aldrei trúnni á hið góða og fagra. Þegar upp er staðið er Call Me Kuchu áhrifamesta og ein allra besta heimildarmynd sem sést hefur lengi. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Samkynhneigð er ólögleg í Úganda og viðurlögin við henni eru allt að 14 ára fangelsisvist. Árið 2009 var lagt frumvarp til þingsins þess efnis að herða refsingar við samkynhneigð til muna. Í framhaldinu gæti lífstíðarfangelsi og jafnvel dauðarefsing beðið þeirra sem gerðust sekir um að hneigjast til sama kyns. Í þessari frábæru heimildarmynd fylgjumst við með aktívistum sem berjast gegn ólögunum og fyrir almennum réttindum samkynhneigðra og transfólks í landinu. Myndin notast ekki við nein töfrabrögð til að kalla fram tilfinningar. Blákaldur raunveruleikinn nægir, og hér er hann svo sannarlega lygilegri en skáldskapur. Um 95% íbúa Úganda segjast vera mótfallin samkynhneigð og kristni hefur gífurleg ítök innan samfélagsins. Andstyggilegir fordómapésarnir skýla sér á bak við trúarbrögðin og reglulega missti ég nánast andlitið yfir því sem dundi á aðalsöguhetjunum. Og ég segi "hetjunum", vegna þess að aðalpersónurnar í Call Me Kuchu eru sannkallaðar hetjur, og myndin er á köflum eins og spennutryllir. Hluti myndarinnar gerist í réttarsal og höfuðandstæðingur aktívistanna, hatursfullur ritstjóri vikublaðs í Kampala (höfuðborg Úganda), er eftirminnilegri og ógeðfelldari skúrkur en meirihluti þeirra sem hasarhetjur Hollywood-mynda 9. áratugarins áttu í höggi við. En illmennin hér eru raunveruleg og reiðin og sorgin sem þau framkalla hjá áhorfandanum er það einnig. En þrátt fyrir öll ósköpin sýnir myndin okkur heiminn handan myrkursins, og rétt eins og aktívistarnir sjálfir glatar hún aldrei trúnni á hið góða og fagra. Þegar upp er staðið er Call Me Kuchu áhrifamesta og ein allra besta heimildarmynd sem sést hefur lengi.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira