Besta heimildarmyndin í langan tíma Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. október 2012 10:10 Aðalpersónurnar í Call Me Kuchu eru sannkallaðar hetjur, segir í gagnrýni. Samkynhneigð er ólögleg í Úganda og viðurlögin við henni eru allt að 14 ára fangelsisvist. Árið 2009 var lagt frumvarp til þingsins þess efnis að herða refsingar við samkynhneigð til muna. Í framhaldinu gæti lífstíðarfangelsi og jafnvel dauðarefsing beðið þeirra sem gerðust sekir um að hneigjast til sama kyns. Í þessari frábæru heimildarmynd fylgjumst við með aktívistum sem berjast gegn ólögunum og fyrir almennum réttindum samkynhneigðra og transfólks í landinu. Myndin notast ekki við nein töfrabrögð til að kalla fram tilfinningar. Blákaldur raunveruleikinn nægir, og hér er hann svo sannarlega lygilegri en skáldskapur. Um 95% íbúa Úganda segjast vera mótfallin samkynhneigð og kristni hefur gífurleg ítök innan samfélagsins. Andstyggilegir fordómapésarnir skýla sér á bak við trúarbrögðin og reglulega missti ég nánast andlitið yfir því sem dundi á aðalsöguhetjunum. Og ég segi "hetjunum", vegna þess að aðalpersónurnar í Call Me Kuchu eru sannkallaðar hetjur, og myndin er á köflum eins og spennutryllir. Hluti myndarinnar gerist í réttarsal og höfuðandstæðingur aktívistanna, hatursfullur ritstjóri vikublaðs í Kampala (höfuðborg Úganda), er eftirminnilegri og ógeðfelldari skúrkur en meirihluti þeirra sem hasarhetjur Hollywood-mynda 9. áratugarins áttu í höggi við. En illmennin hér eru raunveruleg og reiðin og sorgin sem þau framkalla hjá áhorfandanum er það einnig. En þrátt fyrir öll ósköpin sýnir myndin okkur heiminn handan myrkursins, og rétt eins og aktívistarnir sjálfir glatar hún aldrei trúnni á hið góða og fagra. Þegar upp er staðið er Call Me Kuchu áhrifamesta og ein allra besta heimildarmynd sem sést hefur lengi. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Samkynhneigð er ólögleg í Úganda og viðurlögin við henni eru allt að 14 ára fangelsisvist. Árið 2009 var lagt frumvarp til þingsins þess efnis að herða refsingar við samkynhneigð til muna. Í framhaldinu gæti lífstíðarfangelsi og jafnvel dauðarefsing beðið þeirra sem gerðust sekir um að hneigjast til sama kyns. Í þessari frábæru heimildarmynd fylgjumst við með aktívistum sem berjast gegn ólögunum og fyrir almennum réttindum samkynhneigðra og transfólks í landinu. Myndin notast ekki við nein töfrabrögð til að kalla fram tilfinningar. Blákaldur raunveruleikinn nægir, og hér er hann svo sannarlega lygilegri en skáldskapur. Um 95% íbúa Úganda segjast vera mótfallin samkynhneigð og kristni hefur gífurleg ítök innan samfélagsins. Andstyggilegir fordómapésarnir skýla sér á bak við trúarbrögðin og reglulega missti ég nánast andlitið yfir því sem dundi á aðalsöguhetjunum. Og ég segi "hetjunum", vegna þess að aðalpersónurnar í Call Me Kuchu eru sannkallaðar hetjur, og myndin er á köflum eins og spennutryllir. Hluti myndarinnar gerist í réttarsal og höfuðandstæðingur aktívistanna, hatursfullur ritstjóri vikublaðs í Kampala (höfuðborg Úganda), er eftirminnilegri og ógeðfelldari skúrkur en meirihluti þeirra sem hasarhetjur Hollywood-mynda 9. áratugarins áttu í höggi við. En illmennin hér eru raunveruleg og reiðin og sorgin sem þau framkalla hjá áhorfandanum er það einnig. En þrátt fyrir öll ósköpin sýnir myndin okkur heiminn handan myrkursins, og rétt eins og aktívistarnir sjálfir glatar hún aldrei trúnni á hið góða og fagra. Þegar upp er staðið er Call Me Kuchu áhrifamesta og ein allra besta heimildarmynd sem sést hefur lengi.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp