Kássast upp á jússur Friðrika Benónýs skrifar 4. október 2012 06:00 Einelti er skelfilegt. Um það erum við öll sammála. En þrátt fyrir mikla umræðu og markvissar aðgerðir virðist ganga illa að ráða niðurlögum þess. Hver einstaklingurinn á fætur öðrum kemur fram í fjölmiðlum og lýsir sárri reynslu af einelti skólafélaga, vinnufélaga eða annarra. Og við jesúsum okkur og hryllum í kór yfir þessum sögum; skiljum ekki hvaðan þessi grimmd og mannfyrirlitning kemur. Kannski við ættum að líta okkur nær. Til þess að uppræta einelti þarf nefnilega grundvallarhugarfarsbreytingu. Það þarf að hætta að hafa það fyrir börnum að það sé eðlilegt að skíta út stjórnmálamenn og aðra sem sjást á sjónvarpsskjánum og alla sem hafa andstæða skoðun í kommentakerfum netmiðla. Koma þeim skilaboðum rækilega á framfæri að það sé aldrei í lagi að ráðast á annað fólk vegna framferðis þess, skoðana, útlits eða óvana. Aldrei. Það lærir ekkert barn að einelti sé óforsvaranlegt ef það hlustar á sífelldar yfirlýsingar um það hvað þessi eða hinn sé mikill hálfviti, hvað þessi kellingarbikkja sé klikkuð, eða þessi kall feitur heima hjá sér á hverju kvöldi. Hvernig ættu þau að skilja það að foreldrunum leyfist að tala svona um aðrar manneskjur en þau sjálf megi ekki segja styggðaryrði við félaga sína? Sumir eru jafnvel lagðir í einelti í nafni rétthugsunar. Þar eru efstir á blaði blessaðir reykingamennirnir. Reykingar eru óhollar og sóðalegar og þar af leiðandi eru þeir sem þær stunda réttmætt skotmark barna og fullorðinna hvar sem til þeirra næst. „Það er ógeðslegt að reykja, þú getur dáið," segja börnin sem ganga fram hjá þegar maður situr í sakleysi á eigin tröppum og nýtur nikótínsins. Og foreldrarnir brosa drjúgir og klappa þeim á kollinn. Aldeilis vel heppnuð innræting. En hvað með annað sem er óhollt og ógeðslegt? Hugsum okkur að sama barn sæi feita manneskju sitja og úða í sig hamborgara og frönskum, löðrandi í kokteilsósu, og tilkynnti henni á sama hátt að það væri ógeðslegt að borða svona jukk og líklegt til að draga hana til dauða. Haldiði að foreldrarnir myndu brosa jafn drýgindalega við þeirri staðhæfingu? Og hvað ef ég, sem valið hef þann lífsstíl að eiga ekki bíl, steytti hnefa, fussandi og sveiandi í hvert sinn sem ég sæi bíl? Hlýt ég ekki að eiga rétt á því að þurfa ekki að anda að mér eiturgufunum í útblæstri bílanna ykkar í hvert sinn sem ég fer út úr húsi? Þetta er ógeðslegt! Einelti er skelfilegt. Alltaf, alls staðar. Eina leiðin til að vinna bug á því er að leyfa fólki bara að vera eins og það er með sína lesti og vankanta. Hætta að kássast upp á annarra jússur og reyna í staðinn að lappa upp á sínar eigin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Einelti er skelfilegt. Um það erum við öll sammála. En þrátt fyrir mikla umræðu og markvissar aðgerðir virðist ganga illa að ráða niðurlögum þess. Hver einstaklingurinn á fætur öðrum kemur fram í fjölmiðlum og lýsir sárri reynslu af einelti skólafélaga, vinnufélaga eða annarra. Og við jesúsum okkur og hryllum í kór yfir þessum sögum; skiljum ekki hvaðan þessi grimmd og mannfyrirlitning kemur. Kannski við ættum að líta okkur nær. Til þess að uppræta einelti þarf nefnilega grundvallarhugarfarsbreytingu. Það þarf að hætta að hafa það fyrir börnum að það sé eðlilegt að skíta út stjórnmálamenn og aðra sem sjást á sjónvarpsskjánum og alla sem hafa andstæða skoðun í kommentakerfum netmiðla. Koma þeim skilaboðum rækilega á framfæri að það sé aldrei í lagi að ráðast á annað fólk vegna framferðis þess, skoðana, útlits eða óvana. Aldrei. Það lærir ekkert barn að einelti sé óforsvaranlegt ef það hlustar á sífelldar yfirlýsingar um það hvað þessi eða hinn sé mikill hálfviti, hvað þessi kellingarbikkja sé klikkuð, eða þessi kall feitur heima hjá sér á hverju kvöldi. Hvernig ættu þau að skilja það að foreldrunum leyfist að tala svona um aðrar manneskjur en þau sjálf megi ekki segja styggðaryrði við félaga sína? Sumir eru jafnvel lagðir í einelti í nafni rétthugsunar. Þar eru efstir á blaði blessaðir reykingamennirnir. Reykingar eru óhollar og sóðalegar og þar af leiðandi eru þeir sem þær stunda réttmætt skotmark barna og fullorðinna hvar sem til þeirra næst. „Það er ógeðslegt að reykja, þú getur dáið," segja börnin sem ganga fram hjá þegar maður situr í sakleysi á eigin tröppum og nýtur nikótínsins. Og foreldrarnir brosa drjúgir og klappa þeim á kollinn. Aldeilis vel heppnuð innræting. En hvað með annað sem er óhollt og ógeðslegt? Hugsum okkur að sama barn sæi feita manneskju sitja og úða í sig hamborgara og frönskum, löðrandi í kokteilsósu, og tilkynnti henni á sama hátt að það væri ógeðslegt að borða svona jukk og líklegt til að draga hana til dauða. Haldiði að foreldrarnir myndu brosa jafn drýgindalega við þeirri staðhæfingu? Og hvað ef ég, sem valið hef þann lífsstíl að eiga ekki bíl, steytti hnefa, fussandi og sveiandi í hvert sinn sem ég sæi bíl? Hlýt ég ekki að eiga rétt á því að þurfa ekki að anda að mér eiturgufunum í útblæstri bílanna ykkar í hvert sinn sem ég fer út úr húsi? Þetta er ógeðslegt! Einelti er skelfilegt. Alltaf, alls staðar. Eina leiðin til að vinna bug á því er að leyfa fólki bara að vera eins og það er með sína lesti og vankanta. Hætta að kássast upp á annarra jússur og reyna í staðinn að lappa upp á sínar eigin.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun