Vildi ekki spila fyrir Bandaríkin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. október 2012 07:00 Aron Jóhannsson hefur spilað með yngri landsliðum Íslands. Hér er hann í leik gegn enska U-21 landsliðinu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári. fréttablaðið/anton fótbolti Hinn sjóðheiti markaskorari AGF í Danmörku, Aron Jóhannsson, var í gær valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Albaníu og Sviss í undankeppni HM 2014. Leikirnir fara fram 12. og 16. október næstkomandi. Talsverð pressa var á landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck að velja Aron, enda er hann markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, búinn að skora 10 mörk í síðustu 5 leikjum og samtals 11 mörk í 11 leikjum. „Ég er nokkuð hress með gang mála. Ég get ekki neitað því," sagði hinn 21 árs gamli Aron léttur í spjalli við Fréttablaðið í gær. „Ég var vissulega mjög glaður þegar ég fékk tíðindin enda er ég búinn að leggja hart að mér alla ævi með það að markmiði að fá að spila fyrir mína þjóð. Ég var því að ná ákveðnum áfanga." Ræddi við LarsLagerbäck landsliðsþjálfari talaði við Aron í upphafi vikunnar en tjáði honum ekki þá að hann yrði í landsliðshópnum. Það var ekki fyrr en daginn eftir sem starfsmaður knattspyrnusambandsins hringdi í hann og sagði honum góðu tíðindin. „Við Lars ræddum lauslega saman en það er okkar á milli hvað var rætt um," sagði Aron, en þeir ræddu saman á ensku í stað þess að reyna að tala saman á dönsku og sænsku. „Ég er ekki sleipur í sænskunni en veit ekki hvort við hefðum getað plumað okkur á nokkurs konar skandinavísku." Þó svo að Aroni hafi gengið vel upp á síðkastið er hann engu að síður eini nýliðinn í landsliðshópnum og hann ætlast ekki til eins né neins þegar í hópinn er komið. „Ég get ekki gert neinar kröfur en auðvitað væri gaman að fá einhverjar mínútur. Ég verð að mæta einbeittur á æfingar og sýna hvað ég get. Það skilar mér svo vonandi einhverjum mínútum á vellinum," sagði Aron yfirvegaður. Framherjinn segist ekki vera neinn hrokagikkur og velgengnin hafi ekki stigið honum til höfuðs. „Ég er nú ekki þekktur fyrir að vera einhver hrokagikkur en auðvitað mæti ég til leiks með mikið sjálfstraust. Ég þarf að sýna mig fyrir nýju liði og nýjum þjálfara," sagði Aron en hverju þakkar hann þetta góða gengi upp á síðkastið? Hefur allt gengið upp„Þetta er náttúrulega búið að vera ótrúlegt. Það hefur allt gengið upp hjá mér. Get eiginlega ekki útskýrt það betur. Ég veit samt að ég þarf að leggja mjög hart að mér í hverjum leik. Þetta kemur ekki af sjálfu sér. Það þýðir ekkert að hætta núna. Þetta telur ekkert í lok tímabilsins. Ég verð að halda áfram á sömu braut." Aron er fæddur í Bandaríkjunum og bjó þar fyrstu þrjú ár ævi sinnar. Hann er aftur á móti alinn upp á Íslandi og á íslenska foreldra. Þar sem hann hefur ekki enn spilað A-landsleik fyrir Ísland er hann enn gjaldgengur í bandaríska landsliðið. Bandaríkin komu aldrei til greinaÞessi staðreynd náði alla leið til Bandaríkjanna og er Aron sló í gegn í Danmörku var þeim möguleika velt upp í fjölmiðlum vestanhafs hvort hann myndi spila með bandaríska landsliðinu. Aron segist aldrei hafa íhugað það alvarlega. „Ég er Íslendingur og mig hefur langað að spila fyrir Ísland frá því að ég var lítill. Það kom því aldrei til greina. Þegar umræðan var í gangi fór það inn um annað og út um hitt eyrað. Ég heyrði aldrei frá neinum í bandaríska knattspyrnusambandinu heldur. Ég vil spila fyrir Ísland og nú var ég valinn í landsliðið, sem er frábært," sagði Aron. Fótbolti Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Sjá meira
fótbolti Hinn sjóðheiti markaskorari AGF í Danmörku, Aron Jóhannsson, var í gær valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Albaníu og Sviss í undankeppni HM 2014. Leikirnir fara fram 12. og 16. október næstkomandi. Talsverð pressa var á landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck að velja Aron, enda er hann markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, búinn að skora 10 mörk í síðustu 5 leikjum og samtals 11 mörk í 11 leikjum. „Ég er nokkuð hress með gang mála. Ég get ekki neitað því," sagði hinn 21 árs gamli Aron léttur í spjalli við Fréttablaðið í gær. „Ég var vissulega mjög glaður þegar ég fékk tíðindin enda er ég búinn að leggja hart að mér alla ævi með það að markmiði að fá að spila fyrir mína þjóð. Ég var því að ná ákveðnum áfanga." Ræddi við LarsLagerbäck landsliðsþjálfari talaði við Aron í upphafi vikunnar en tjáði honum ekki þá að hann yrði í landsliðshópnum. Það var ekki fyrr en daginn eftir sem starfsmaður knattspyrnusambandsins hringdi í hann og sagði honum góðu tíðindin. „Við Lars ræddum lauslega saman en það er okkar á milli hvað var rætt um," sagði Aron, en þeir ræddu saman á ensku í stað þess að reyna að tala saman á dönsku og sænsku. „Ég er ekki sleipur í sænskunni en veit ekki hvort við hefðum getað plumað okkur á nokkurs konar skandinavísku." Þó svo að Aroni hafi gengið vel upp á síðkastið er hann engu að síður eini nýliðinn í landsliðshópnum og hann ætlast ekki til eins né neins þegar í hópinn er komið. „Ég get ekki gert neinar kröfur en auðvitað væri gaman að fá einhverjar mínútur. Ég verð að mæta einbeittur á æfingar og sýna hvað ég get. Það skilar mér svo vonandi einhverjum mínútum á vellinum," sagði Aron yfirvegaður. Framherjinn segist ekki vera neinn hrokagikkur og velgengnin hafi ekki stigið honum til höfuðs. „Ég er nú ekki þekktur fyrir að vera einhver hrokagikkur en auðvitað mæti ég til leiks með mikið sjálfstraust. Ég þarf að sýna mig fyrir nýju liði og nýjum þjálfara," sagði Aron en hverju þakkar hann þetta góða gengi upp á síðkastið? Hefur allt gengið upp„Þetta er náttúrulega búið að vera ótrúlegt. Það hefur allt gengið upp hjá mér. Get eiginlega ekki útskýrt það betur. Ég veit samt að ég þarf að leggja mjög hart að mér í hverjum leik. Þetta kemur ekki af sjálfu sér. Það þýðir ekkert að hætta núna. Þetta telur ekkert í lok tímabilsins. Ég verð að halda áfram á sömu braut." Aron er fæddur í Bandaríkjunum og bjó þar fyrstu þrjú ár ævi sinnar. Hann er aftur á móti alinn upp á Íslandi og á íslenska foreldra. Þar sem hann hefur ekki enn spilað A-landsleik fyrir Ísland er hann enn gjaldgengur í bandaríska landsliðið. Bandaríkin komu aldrei til greinaÞessi staðreynd náði alla leið til Bandaríkjanna og er Aron sló í gegn í Danmörku var þeim möguleika velt upp í fjölmiðlum vestanhafs hvort hann myndi spila með bandaríska landsliðinu. Aron segist aldrei hafa íhugað það alvarlega. „Ég er Íslendingur og mig hefur langað að spila fyrir Ísland frá því að ég var lítill. Það kom því aldrei til greina. Þegar umræðan var í gangi fór það inn um annað og út um hitt eyrað. Ég heyrði aldrei frá neinum í bandaríska knattspyrnusambandinu heldur. Ég vil spila fyrir Ísland og nú var ég valinn í landsliðið, sem er frábært," sagði Aron.
Fótbolti Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Sjá meira