Eiga upphafslagið í vinsælli sápuóperu í Brasilíu 27. september 2012 15:00 Vinsæl í Brasilíu Rósa Birgitta Ísfeld og Einar Tönsberg í sveitinni Feldberg eiga upphafsstefið í vinsælli sápuóperu í Brasilíu og hafa eignast aðdáendahóp í landinu í kjölfarið. „Serían er nokkurs konar Dallas þeirra Brasilíubúa, full af dramatík og látum. Það má því segja að við eigum Dallas-stefið í Brasil-íu sem er ekki slæmt," segir tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg í Feldberg, en sveitin á upphafsstef brasilísku sápuóperunnar Morde e Assopras. Um er að ræða lagið You and Me sem kom út á plötunni Don't Be A Stranger árið 2009. Það var í gegnum umboðsskrifstofu sveitarinnar í Bretlandi sem framleiðendur þáttana keyptu lagið. Lagið hljómar í upphafi hvers þáttar sápuóperunnar. Sýningum var að ljúka á fyrstu seríunni, en hún taldi alls 179 þætti. „Þetta er mjög fyndið allt saman. Hvern hefði grunað að við yrðum vinsæl í brasilískum sápuóperuheimi?" veltir söngkonan Rósa Birgitta Ísfeld fyrir sér. Rósa hafði ekki leitt hugann oft að sápunni fyrr en vinkona hennar flutti til Brasilíu og fékk hláturskast er hún heyrði rödd Rósu í sjónvarpinu. „Brasilíubúar eru trylltir í sápuóperur og það er alltaf heilög stund á daginn á meðan hinar ýmsu seríur eru í sjónvarpinu," segir hún. Mordas e Assopras, eða Bit og blástur á íslensku, nýtur gífurlegra vinsælda í heimalandi sínu en þættirnir hófu göngu sína á síðasta ári. Aðdáendur þáttanna hafa gert yfir sextíu myndbönd með lagi Feldberg á Youtube og hefur vinsælasta myndbandið, þar sem lagið hljómar undir brotum úr þáttunum og með portúgölskum texta, fengið nærri milljón áhorfum á síðunni. „Brasilíubúar eru einnig mjög duglegir á Twitter þar sem sífellt er verið að deila laginu. Það er gaman að fylgjast með því," útskýrir Rósa og bætir við að dúettinn hafi ekki grætt á tá og fingri á sölu lagsins í þættina. Rósa og Einar ákváðu engu að síður að slá til enda heillaði hinn risavaxni brasilíski markaður. Brasilíski aðdáendahópurinn hefur því stækkað og stefgjöldin mjakast inn. „Þetta er svo rosalega stórt land og það er ekkert sjálfgefið að verða þekktur í Brasilíu, enda tónlistarsmekkur þeirra oft ólíkur okkar. Brasilískir aðdáendur hafa líka verið að hvetja okkur til að koma og spila. Það væri nú ekki leiðinlegt." alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fleiri fréttir „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Sjá meira
„Serían er nokkurs konar Dallas þeirra Brasilíubúa, full af dramatík og látum. Það má því segja að við eigum Dallas-stefið í Brasil-íu sem er ekki slæmt," segir tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg í Feldberg, en sveitin á upphafsstef brasilísku sápuóperunnar Morde e Assopras. Um er að ræða lagið You and Me sem kom út á plötunni Don't Be A Stranger árið 2009. Það var í gegnum umboðsskrifstofu sveitarinnar í Bretlandi sem framleiðendur þáttana keyptu lagið. Lagið hljómar í upphafi hvers þáttar sápuóperunnar. Sýningum var að ljúka á fyrstu seríunni, en hún taldi alls 179 þætti. „Þetta er mjög fyndið allt saman. Hvern hefði grunað að við yrðum vinsæl í brasilískum sápuóperuheimi?" veltir söngkonan Rósa Birgitta Ísfeld fyrir sér. Rósa hafði ekki leitt hugann oft að sápunni fyrr en vinkona hennar flutti til Brasilíu og fékk hláturskast er hún heyrði rödd Rósu í sjónvarpinu. „Brasilíubúar eru trylltir í sápuóperur og það er alltaf heilög stund á daginn á meðan hinar ýmsu seríur eru í sjónvarpinu," segir hún. Mordas e Assopras, eða Bit og blástur á íslensku, nýtur gífurlegra vinsælda í heimalandi sínu en þættirnir hófu göngu sína á síðasta ári. Aðdáendur þáttanna hafa gert yfir sextíu myndbönd með lagi Feldberg á Youtube og hefur vinsælasta myndbandið, þar sem lagið hljómar undir brotum úr þáttunum og með portúgölskum texta, fengið nærri milljón áhorfum á síðunni. „Brasilíubúar eru einnig mjög duglegir á Twitter þar sem sífellt er verið að deila laginu. Það er gaman að fylgjast með því," útskýrir Rósa og bætir við að dúettinn hafi ekki grætt á tá og fingri á sölu lagsins í þættina. Rósa og Einar ákváðu engu að síður að slá til enda heillaði hinn risavaxni brasilíski markaður. Brasilíski aðdáendahópurinn hefur því stækkað og stefgjöldin mjakast inn. „Þetta er svo rosalega stórt land og það er ekkert sjálfgefið að verða þekktur í Brasilíu, enda tónlistarsmekkur þeirra oft ólíkur okkar. Brasilískir aðdáendur hafa líka verið að hvetja okkur til að koma og spila. Það væri nú ekki leiðinlegt." alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fleiri fréttir „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Sjá meira