Ósammála um tilurð "Já sæll!“-frasans í Vöktunum 26. september 2012 10:00 Já sæll! Ólafur Ragnar fór hamförum með frösunum sínum í Vaktaseríunum þremur. Jón Gunnar Geirdal hefur iðulega verið nefndur maðurinn á bak við þá og hlotið viðurnefnið frasakóngurinn. Ragnar Bragason leikstjóri segir flesta frasana hafa orðið til á handritsfundum. „Það er fullgróft að halda því fram að Jón Gunnar eigi alla frasana sem hrjóta af vörum Ólafs Ragnars í Vaktaseríunni. Pétur Jóhann hitti hann á einum fundi og fékk ráðgjöf en stærstur hluti frasanna varð bara til á handritsfundum," segir Ragnar Bragason, leikstjóri og einn handritshöfunda Vaktaseríunnar sívinsælu. Ragnar setti stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sína á mánudag þar sem hann kveðst orðinn þreyttur á þeim misskilningi fjölmiðla að markaðsmaðurinn Jón Gunnar Geirdal eigi heiðurinn af öllum frösum Næturvaktarinnar. Jón Gunnar hefur víða verið nefndur höfundur frasanna frá því þættirnir hófu göngu sína árið 2007 og síðast var minnst á það í frétt á Mbl.is fyrir helgi. Nefnir Ragnar sem dæmi einn þekktasta frasa seríanna, „já sæll!," sem er einkennandi fyrir karakterinn Ólaf Ragnar (sem leikinn er af Pétri Jóhanni Sigfússyni). „Þetta er Garðabæjarfrasi sem ég fékk frá Þóri Snæ Sigurjónssyni [kvikmyndaframleiðanda hjá Zik Zak] vini mínum. Hann og hans vinahópur hafa notað þennan frasa óspart síðustu fimmtán ár og eiga hann skuldlaust," segir Ragnar. Jón Gunnar er ósammála Ragnari um uppruna „Já sæll"-frasans og nefnir einmitt hann sem einn af sínum. „Ég á alls ekkert alla frasana í Vöktunum en ég á vissulega nokkra góða eins og „eigum við að ræða það eitthvað", „já sæll!", „guggur" og fleira," segir Jón Gunnar. „Ég hef djókað með það að ég eigi bara þessa fyndnustu og skemmtilegustu frasa," bætir hann við og hlær. Hann segir þá Pétur Jóhann hafa þekkst í mörg ár og vera góða vini. Þeir hafi því hist á einum fundi og Jón Gunnar komið með tillögur, enda þekktur fyrir frasanotkun í sínu daglega lífi. „Fólk sem þekkir mig sér það alveg að karakterinn er að hluta til byggður á mér og því hvernig ég tala," segir hann. Hann telur viðurnefnið frasakóngur þó ekki endilega tengjast Vaktarseríunum. „Ég hef þótt orðheppinn og tel þetta komið til vegna þess. Ég á í það minnsta engan heiður af þessum stórkostlegu seríum, enda kom ég ekki nálægt neinni handritagerð," útskýrir hann. Jón Gunnar segir þó um níutíu prósent þeirra frasa sem hann bar á borð hafa ratað í handrit þáttanna á einhverjum tímapunkti. „Ef ég væri í Ameríku og hefði átt einkarétt á þessum stærstu frösum væri ég líklega hallandi mér aftur í sólstól með regnhlíf í glasinu mínu um þessar mundir." tinnaros@frettabladid.is Lífið Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira
„Það er fullgróft að halda því fram að Jón Gunnar eigi alla frasana sem hrjóta af vörum Ólafs Ragnars í Vaktaseríunni. Pétur Jóhann hitti hann á einum fundi og fékk ráðgjöf en stærstur hluti frasanna varð bara til á handritsfundum," segir Ragnar Bragason, leikstjóri og einn handritshöfunda Vaktaseríunnar sívinsælu. Ragnar setti stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sína á mánudag þar sem hann kveðst orðinn þreyttur á þeim misskilningi fjölmiðla að markaðsmaðurinn Jón Gunnar Geirdal eigi heiðurinn af öllum frösum Næturvaktarinnar. Jón Gunnar hefur víða verið nefndur höfundur frasanna frá því þættirnir hófu göngu sína árið 2007 og síðast var minnst á það í frétt á Mbl.is fyrir helgi. Nefnir Ragnar sem dæmi einn þekktasta frasa seríanna, „já sæll!," sem er einkennandi fyrir karakterinn Ólaf Ragnar (sem leikinn er af Pétri Jóhanni Sigfússyni). „Þetta er Garðabæjarfrasi sem ég fékk frá Þóri Snæ Sigurjónssyni [kvikmyndaframleiðanda hjá Zik Zak] vini mínum. Hann og hans vinahópur hafa notað þennan frasa óspart síðustu fimmtán ár og eiga hann skuldlaust," segir Ragnar. Jón Gunnar er ósammála Ragnari um uppruna „Já sæll"-frasans og nefnir einmitt hann sem einn af sínum. „Ég á alls ekkert alla frasana í Vöktunum en ég á vissulega nokkra góða eins og „eigum við að ræða það eitthvað", „já sæll!", „guggur" og fleira," segir Jón Gunnar. „Ég hef djókað með það að ég eigi bara þessa fyndnustu og skemmtilegustu frasa," bætir hann við og hlær. Hann segir þá Pétur Jóhann hafa þekkst í mörg ár og vera góða vini. Þeir hafi því hist á einum fundi og Jón Gunnar komið með tillögur, enda þekktur fyrir frasanotkun í sínu daglega lífi. „Fólk sem þekkir mig sér það alveg að karakterinn er að hluta til byggður á mér og því hvernig ég tala," segir hann. Hann telur viðurnefnið frasakóngur þó ekki endilega tengjast Vaktarseríunum. „Ég hef þótt orðheppinn og tel þetta komið til vegna þess. Ég á í það minnsta engan heiður af þessum stórkostlegu seríum, enda kom ég ekki nálægt neinni handritagerð," útskýrir hann. Jón Gunnar segir þó um níutíu prósent þeirra frasa sem hann bar á borð hafa ratað í handrit þáttanna á einhverjum tímapunkti. „Ef ég væri í Ameríku og hefði átt einkarétt á þessum stærstu frösum væri ég líklega hallandi mér aftur í sólstól með regnhlíf í glasinu mínu um þessar mundir." tinnaros@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira