Plata Retro Stefson seld í sjö mismunandi útgáfum 20. september 2012 17:00 Gylfi Sigurðsson, trommari Retro Stefson, á einni þeirra sjö mynda sem notaðar verða á nýju plötunni. „Ég er ótrúlega ánægður með útkomuna,“ segir grafíski hönnuðurinn Halli Civelek. Þriðja plata Retro Stefson, sem kemur út 2. október og er samnefnd sveitinni, verður seld í verslunum með sjö mismunandi framhliðum og verður þessi útgáfa plötunnar seld í takmörkuðu upplagi. Hver framhlið verður með mynd af einum af sjö meðlimum hljómsveitarinnar. Hinar sex myndirnar verða inni í umslaginu og geta kaupendur því skipt um mynd á framhliðinni eins oft og þeir vilja. Myndirnar tók Ari Magg í Gufunesinu í Grafarvogi, Hildur Yeoman var stílisti og um listræna stjórnun sá Halli. Hann er aðjúnkt og fagstjóri í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og hefur hannað öll umslög Retro Stefson til þessa. Á ferilskrá hans eru einnig umslög með FM Belfast, Leaves og Sesari A. „Það hentaði vel að vera með margs konar myndir sem eru bæði lifandi og litríkar. Retro Stefson er spes hljómsveit því hún hefur mjög litríkan tónlistarstíl. Það skemmtilega við tónlistina er að hún er úti um allt og alls konar en samt algjörlega Retro Stefson. Við vorum að reyna að endurspegla það,“ greinir Halli frá. „Það var frábært að vinna með Ara Magg og samvinnan við Retro Stefson hefur alltaf verið góð. Við áttum mjög skemmtilegan dag þegar við tókum þessar myndir og ég hlakka mikið til að sjá þetta á prenti.“ Auk þessarar nýstárlegu útgáfu kemur platan út í tvöföldu, veglegu vínylformi.freyr@frettabladid.is Tónlist Tengdar fréttir Spila nýju lögin á útgáfutónleikum Retro Stefson heldur útgáfutónleika í Iðnó 5. október og er miðasalan hafin á Midi.is. 20. september 2012 20:00 Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægður með útkomuna,“ segir grafíski hönnuðurinn Halli Civelek. Þriðja plata Retro Stefson, sem kemur út 2. október og er samnefnd sveitinni, verður seld í verslunum með sjö mismunandi framhliðum og verður þessi útgáfa plötunnar seld í takmörkuðu upplagi. Hver framhlið verður með mynd af einum af sjö meðlimum hljómsveitarinnar. Hinar sex myndirnar verða inni í umslaginu og geta kaupendur því skipt um mynd á framhliðinni eins oft og þeir vilja. Myndirnar tók Ari Magg í Gufunesinu í Grafarvogi, Hildur Yeoman var stílisti og um listræna stjórnun sá Halli. Hann er aðjúnkt og fagstjóri í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og hefur hannað öll umslög Retro Stefson til þessa. Á ferilskrá hans eru einnig umslög með FM Belfast, Leaves og Sesari A. „Það hentaði vel að vera með margs konar myndir sem eru bæði lifandi og litríkar. Retro Stefson er spes hljómsveit því hún hefur mjög litríkan tónlistarstíl. Það skemmtilega við tónlistina er að hún er úti um allt og alls konar en samt algjörlega Retro Stefson. Við vorum að reyna að endurspegla það,“ greinir Halli frá. „Það var frábært að vinna með Ara Magg og samvinnan við Retro Stefson hefur alltaf verið góð. Við áttum mjög skemmtilegan dag þegar við tókum þessar myndir og ég hlakka mikið til að sjá þetta á prenti.“ Auk þessarar nýstárlegu útgáfu kemur platan út í tvöföldu, veglegu vínylformi.freyr@frettabladid.is
Tónlist Tengdar fréttir Spila nýju lögin á útgáfutónleikum Retro Stefson heldur útgáfutónleika í Iðnó 5. október og er miðasalan hafin á Midi.is. 20. september 2012 20:00 Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Spila nýju lögin á útgáfutónleikum Retro Stefson heldur útgáfutónleika í Iðnó 5. október og er miðasalan hafin á Midi.is. 20. september 2012 20:00