Sumarísinn er að hverfa 20. september 2012 07:00 Hafísinn getur skapað hættu á fiskimiðum en hann dregur úr vindi. Hverfi hann að fullu geta stormar því orðið mun verri en ella. mynd/landhelgisgæslan Einn fremsti vísindamaður heims á sviði hafísmála segir hættu á að eftir fjögur ár heyri hafís á sumrin sögunni til á norðurskautinu. Brött spá, segir veðurfræðingur, en ísinn fer minnkandi. Hefur áhrif á veðurfar og lífríki sjávar. Draga verður úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Verði ekki dregið verulega úr hlýnun jarðar nú þegar mun hafís á sumrin heyra sögunni til á norðurskautinu. Þetta segir breski vísindamaðurinn Peter Wadhams, en hann er prófessor við Cambridge-háskóla og einn fremsti vísindamaður í heimi á sviði hafísmála. „Loftslagsbreytingar eru ekki lengur eitthvað sem við ætlum að gera eitthvað í á næstu áratugum. Það þarf ekki aðeins að draga nú þegar úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, heldur þarf strax að rannsaka aðrar leiðir til að hægja á hlýnun jarðar,“ segir Wadham, í aðsendu bréfi til Guardian, og vísar meðal annars til hugmynda um að endurvarpa geislum sólar frá jörðinni. Endurvarpa sólargeislumHalldór Björnsson, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að ýmsum þyki þessi spá Wadhams nokkuð brött. Engum blöðum sé þó um það að fletta að ísinn minnki og það hafi ýmsar afleiðingar. „Hafísinn er eitt af kuldaelementunum í loftslagskerfinu. Þarna speglast mjög mikið af sólarorku í burtu og þarna er mjög kalt á veturna, að hluta til vegna þess að hafísinn einangrar sjóinn frá loftinu.“ Þegar ísinn minnkar hlýnar sjórinn þar sem minna endurvarp sólargeisla á sér stað. Halldór segir að síðan hafi komið sumarstormar sem hafi sópað ísnum saman og molað hann niður og sjórinn hlýnað enn frekar. „Fyrir vikið ferðu inn í veturinn með þynnri hafís og það eru meiri orkuskipti milli lofts og sjávar og það hefur einfaldlega áhrif á veðrið á öllum þessum slóðum.“ Orsök vetrarstormanna?Vísindamenn telja ónóga reynslu komna til að hægt sé að fullyrða um áhrifin á veðurfarið. „Sumir vilja rekja kuldaköst síðustu ára og snjóþunga vetur í Evrópu til þess að heimskautalægðin, sem myndast að vetri til, hlykkist meira til af því að hún verður ekki jafn djúp.“ Þar vísar Halldór til djúprar lægðar sem myndast yfir skautinu á vetrum með ísköldu lofti á vel afmörkuðu svæði. Sumir telji að þar sem lægðin sé grynnri verði svæðið sjálft ekki jafn kalt og lægðin hlykkist til með kólnandi veðri utan síns hefðbundna áhrifasvæðis. „Þetta er reyndar alls ekki óumdeilt. Menn vita að þetta hefur heilmikil áhrif á veður og það er hægt að rekja einstaka storma til þessa. Stormar sem venjulega myndu keyra inn á hafísinn og deyja þar, vegna þess að þeir fengu ekki orku af sjónum, þeir hafa meira opið vatn til að þvælast yfir.“ Fiskgengd og stormarHafísinn hefur áhrif á vistkerfið. Undir honum myndast þörungar sem eru neðsti hlekkurinn í fæðukeðju sem teygir sig alla leið til ísbjarna. Brotthvarf íssins bætir skilyrði fyrir lífríki í opnum sjó. Hverfi ísinn opnast því veiðisvæði, en rannsóknir skortir til að segja fyrir um nákvæmleg áhrif þessa. Bent hefur verið á að breytta göngu makríls og loðnu megi að einhverju leyti rekja til breytinga á hafísnum. Halldór segir að fari fram sem horfir minnki hafís í kringum Ísland einnig. Enn sé það svo að hafís á Grænlandshafi sé í hefðbundnu magni, en það geti ekki haldist til lengdar séð. Það hafi áhrif á veðurfar. „Hafísinn getur virkilega verið til vandræða á miðunum, en eftir því sem hafísþekjan fyrir norðan er stærri því minna svæði hefur vindurinn til að hræra upp og skapa öldur. Brotthvarf hafíssins þýðir því meiri vind.“ Loftslagsmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Einn fremsti vísindamaður heims á sviði hafísmála segir hættu á að eftir fjögur ár heyri hafís á sumrin sögunni til á norðurskautinu. Brött spá, segir veðurfræðingur, en ísinn fer minnkandi. Hefur áhrif á veðurfar og lífríki sjávar. Draga verður úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Verði ekki dregið verulega úr hlýnun jarðar nú þegar mun hafís á sumrin heyra sögunni til á norðurskautinu. Þetta segir breski vísindamaðurinn Peter Wadhams, en hann er prófessor við Cambridge-háskóla og einn fremsti vísindamaður í heimi á sviði hafísmála. „Loftslagsbreytingar eru ekki lengur eitthvað sem við ætlum að gera eitthvað í á næstu áratugum. Það þarf ekki aðeins að draga nú þegar úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, heldur þarf strax að rannsaka aðrar leiðir til að hægja á hlýnun jarðar,“ segir Wadham, í aðsendu bréfi til Guardian, og vísar meðal annars til hugmynda um að endurvarpa geislum sólar frá jörðinni. Endurvarpa sólargeislumHalldór Björnsson, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að ýmsum þyki þessi spá Wadhams nokkuð brött. Engum blöðum sé þó um það að fletta að ísinn minnki og það hafi ýmsar afleiðingar. „Hafísinn er eitt af kuldaelementunum í loftslagskerfinu. Þarna speglast mjög mikið af sólarorku í burtu og þarna er mjög kalt á veturna, að hluta til vegna þess að hafísinn einangrar sjóinn frá loftinu.“ Þegar ísinn minnkar hlýnar sjórinn þar sem minna endurvarp sólargeisla á sér stað. Halldór segir að síðan hafi komið sumarstormar sem hafi sópað ísnum saman og molað hann niður og sjórinn hlýnað enn frekar. „Fyrir vikið ferðu inn í veturinn með þynnri hafís og það eru meiri orkuskipti milli lofts og sjávar og það hefur einfaldlega áhrif á veðrið á öllum þessum slóðum.“ Orsök vetrarstormanna?Vísindamenn telja ónóga reynslu komna til að hægt sé að fullyrða um áhrifin á veðurfarið. „Sumir vilja rekja kuldaköst síðustu ára og snjóþunga vetur í Evrópu til þess að heimskautalægðin, sem myndast að vetri til, hlykkist meira til af því að hún verður ekki jafn djúp.“ Þar vísar Halldór til djúprar lægðar sem myndast yfir skautinu á vetrum með ísköldu lofti á vel afmörkuðu svæði. Sumir telji að þar sem lægðin sé grynnri verði svæðið sjálft ekki jafn kalt og lægðin hlykkist til með kólnandi veðri utan síns hefðbundna áhrifasvæðis. „Þetta er reyndar alls ekki óumdeilt. Menn vita að þetta hefur heilmikil áhrif á veður og það er hægt að rekja einstaka storma til þessa. Stormar sem venjulega myndu keyra inn á hafísinn og deyja þar, vegna þess að þeir fengu ekki orku af sjónum, þeir hafa meira opið vatn til að þvælast yfir.“ Fiskgengd og stormarHafísinn hefur áhrif á vistkerfið. Undir honum myndast þörungar sem eru neðsti hlekkurinn í fæðukeðju sem teygir sig alla leið til ísbjarna. Brotthvarf íssins bætir skilyrði fyrir lífríki í opnum sjó. Hverfi ísinn opnast því veiðisvæði, en rannsóknir skortir til að segja fyrir um nákvæmleg áhrif þessa. Bent hefur verið á að breytta göngu makríls og loðnu megi að einhverju leyti rekja til breytinga á hafísnum. Halldór segir að fari fram sem horfir minnki hafís í kringum Ísland einnig. Enn sé það svo að hafís á Grænlandshafi sé í hefðbundnu magni, en það geti ekki haldist til lengdar séð. Það hafi áhrif á veðurfar. „Hafísinn getur virkilega verið til vandræða á miðunum, en eftir því sem hafísþekjan fyrir norðan er stærri því minna svæði hefur vindurinn til að hræra upp og skapa öldur. Brotthvarf hafíssins þýðir því meiri vind.“
Loftslagsmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira