Utan vallar: Upp með hausinn og áfram gakk! Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. september 2012 06:00 Mynd/Vilhelm Íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru búnir að fara allan tilfinningaskalann síðustu daga. Fyrst vannst frábær sigur á Norðmönnum, sem hleypti mestu bjartsýnismönnum á mikið flug, en í kjölfarið fylgdi skellur á Kýpur sem kom öllum niður á jörðina. Þó svo tapið gegn Kýpur hafi verið sárt og leikurinn hreinasta hörmung hjá íslenska liðinu þá eru knattspyrnuáhugamenn almennt jákvæðir fyrir íslenska liðinu. Það er líka full ástæða til. Liðið er komið með reyndan og góðan þjálfara sem allir leikmenn lofa í hástert fyrir mikla fagmennsku. Fagmennsku sem hafi ekki verið til staðar hjá fyrri þjálfurum. Honum við hlið er frábær íslenskur þjálfari, Heimir Hallgrímsson, sem lætur til sín taka í hópnum og einnig við að rífa upp áhuga landans á liðinu á ný. Heimir kom að endurlífgun stuðningsmannaliðs landsliðsins, Tólfunnar, og hefur mætt til þeirra fyrir leiki með töflufund. Til mikillar fyrirmyndar. Landsliðið okkar er líka skipað afar lofandi leikmönnum. Gullkynslóð sem þarf að hlúa vel að. Hæfileikaríkir strákar með mikið sjálfstraust. Strákar sem hafa trú á sjálfum sér, liðinu og ætla sér stóra hluti. Þetta eru þó ekki reynslumiklir menn og þeir munu stíga feilspor eins og á Kýpur. Strákarnir hafa þess utan jákvætt viðhorf, koma vel fram og gefa af sér. Á því hefur verið vöntun eins og mörgu öðru undanfarin ár í kringum landsliðið. Viðhorf drengjanna og annarra í hópnum hefur mælst afar vel fyrir, smitast í knattspyrnuáhugamenn sem aldrei þessu vant sköpuðu flotta stemningu á leiknum gegn Noregi. Ég var hundfúll yfir tapinu gegn Kýpur og með spilamennsku liðsins. Það er fullkomlega eðlilegt. Leikurinn var skelfilegur og þar fór mjög gott tækifæri til þess að fá algjöra draumabyrjun á undankeppni HM. Björtu hliðarnar eru þó þær að liðið er komið nú þegar með þrjú stig og situr í öðru sæti riðilsins þrátt fyrir allt. Það er svo fullt af stigum eftir í pottinum. Þess utan á liðið möguleika gegn öllum sínum andstæðingum í þessum riðli. Þetta unga lið hefur alla burði til þess að gera það gott í riðlinum og mun vonandi læra af leiknum og tapinu á Kýpur. Það er engin ástæða til þess að leggjast niður og væla. Ég veit að strákarnir gefast ekki upp og munu mæta tvíefldir til leikjanna í næsta mánuði. Þá gefast ný tækifæri. Með áframhaldandi góðum stuðningi áhorfenda og jákvæðu hugarfari leikmanna er von á fleiri stigum. Það tekur tíma að byggja upp nýtt lið á brunarústum þess gamla þar sem víða var pottur brotinn. Því segi ég upp með hausinn og áfram gakk. Ég hef tröllatrú á þessu verkefni enda margt jákvætt í gangi innan sem utan vallar. Ég vona að fleiri geri það líka og sýni hug sinn í verki með því að styðja liðið áfram. Áfram Ísland! Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru búnir að fara allan tilfinningaskalann síðustu daga. Fyrst vannst frábær sigur á Norðmönnum, sem hleypti mestu bjartsýnismönnum á mikið flug, en í kjölfarið fylgdi skellur á Kýpur sem kom öllum niður á jörðina. Þó svo tapið gegn Kýpur hafi verið sárt og leikurinn hreinasta hörmung hjá íslenska liðinu þá eru knattspyrnuáhugamenn almennt jákvæðir fyrir íslenska liðinu. Það er líka full ástæða til. Liðið er komið með reyndan og góðan þjálfara sem allir leikmenn lofa í hástert fyrir mikla fagmennsku. Fagmennsku sem hafi ekki verið til staðar hjá fyrri þjálfurum. Honum við hlið er frábær íslenskur þjálfari, Heimir Hallgrímsson, sem lætur til sín taka í hópnum og einnig við að rífa upp áhuga landans á liðinu á ný. Heimir kom að endurlífgun stuðningsmannaliðs landsliðsins, Tólfunnar, og hefur mætt til þeirra fyrir leiki með töflufund. Til mikillar fyrirmyndar. Landsliðið okkar er líka skipað afar lofandi leikmönnum. Gullkynslóð sem þarf að hlúa vel að. Hæfileikaríkir strákar með mikið sjálfstraust. Strákar sem hafa trú á sjálfum sér, liðinu og ætla sér stóra hluti. Þetta eru þó ekki reynslumiklir menn og þeir munu stíga feilspor eins og á Kýpur. Strákarnir hafa þess utan jákvætt viðhorf, koma vel fram og gefa af sér. Á því hefur verið vöntun eins og mörgu öðru undanfarin ár í kringum landsliðið. Viðhorf drengjanna og annarra í hópnum hefur mælst afar vel fyrir, smitast í knattspyrnuáhugamenn sem aldrei þessu vant sköpuðu flotta stemningu á leiknum gegn Noregi. Ég var hundfúll yfir tapinu gegn Kýpur og með spilamennsku liðsins. Það er fullkomlega eðlilegt. Leikurinn var skelfilegur og þar fór mjög gott tækifæri til þess að fá algjöra draumabyrjun á undankeppni HM. Björtu hliðarnar eru þó þær að liðið er komið nú þegar með þrjú stig og situr í öðru sæti riðilsins þrátt fyrir allt. Það er svo fullt af stigum eftir í pottinum. Þess utan á liðið möguleika gegn öllum sínum andstæðingum í þessum riðli. Þetta unga lið hefur alla burði til þess að gera það gott í riðlinum og mun vonandi læra af leiknum og tapinu á Kýpur. Það er engin ástæða til þess að leggjast niður og væla. Ég veit að strákarnir gefast ekki upp og munu mæta tvíefldir til leikjanna í næsta mánuði. Þá gefast ný tækifæri. Með áframhaldandi góðum stuðningi áhorfenda og jákvæðu hugarfari leikmanna er von á fleiri stigum. Það tekur tíma að byggja upp nýtt lið á brunarústum þess gamla þar sem víða var pottur brotinn. Því segi ég upp með hausinn og áfram gakk. Ég hef tröllatrú á þessu verkefni enda margt jákvætt í gangi innan sem utan vallar. Ég vona að fleiri geri það líka og sýni hug sinn í verki með því að styðja liðið áfram. Áfram Ísland!
Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast