Tónlist

Feðgar aftur til Toronto

Feðgarnir Óskar og Pan Thorarensen spila í Toronto á föstudag.
Feðgarnir Óskar og Pan Thorarensen spila í Toronto á föstudag.
Feðgarnir Óskar og Pan Thorarensen, sem skipa rafdúettinn Stereo Hypnosis, spila á lista- og raftónlistarhátíðinni Harvest Festival í Kanada á föstudaginn. Hátíðin er haldin 240 kílómetra norður af Toronto og státar jafnan af frambærilegum listamönnum hvaðanæva að úr heiminum. Stereo Hypnosis spilaði einnig á hátíðinni í fyrra við góðan orðstír. Harvest Festival er nú stærri í sniðum og umfangsmeiri en árin á undan.

Reykjavík Loftbrú kemur til móts við feðgana varðandi flugið. Þar að auki munu Hið íslenska reðursafn, Íslensk hollusta og Hraun í Ölfusi Söl styrkja hljómsveitina á löngu ferðalagi sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×