Fannst látin í skógarlundi 5. september 2012 04:00 Hennar hefur verið ákaft leitað eftir að hún hvarf í Ósló fyrir mánuði.Mynd/Norska lögreglan Lögreglan í Noregi staðfesti í gær að lík, sem fannst á mánudagskvöld í bænum Kolbotn, væri af Sigrid Giskegjerde Schjetne, sextán ára stúlku sem leitað hefur verið að í mánuð. Tveir menn hafa verið handteknir. Annar þeirra er 64 ára og hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglunni. Hinn er 37 ára og hefur áður verið dæmdur fyrir gróf ofbeldisbrot gegn konu sem hann réðst á með járnstöng að vopni. Hann hafði einnig fengið á sig nálgunarbann gagnvart lögreglumanni og fjölskyldu hans. Báðir neituðu þeir sök í málinu en voru yfirheyrðir fram á kvöld. Þeir eru sagði góðir vinir. Schjetne hafði ekki sést síðan hún hugðist ganga heim til sín frá vinkonu sinni um miðnætti laugardagskvöldið 4. ágúst. Það átti ekki að vera nema hálftíma gangur heim til hennar. Hún hafði farið með félögum sínum á fótboltaleik fyrr um kvöldið, en það síðasta sem spurðist til hennar var þegar SMS-skilaboð bárust úr síma hennar til vinkonunnar þegar klukkan var fimmtán mínútur gengin í eitt. Um það bil klukkustund síðar fundu tveir drengir símann hennar, einn skó og sokka á leikskólalóð skammt frá heimili hennar. Líkið af henni fannst í skóglendi við bæinn Kolbotn í Noregi í um það bil 17 kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem hún hvarf mánuði fyrr. Hinir grunuðu voru handteknir í iðnaðarhverfi skammt frá þeim stað þar sem líkið fannst. Eldri maðurinn rekur bílaverkstæði þar. Lögreglan leitaði í gær bæði á verkstæðinu og á heimili hans. Lögreglan vildi ekki upplýsa strax um dánarorsök stúlkunnar né heldur hve lengið líkið af henni hefði legið þar sem það fannst í fyrrinótt. „Við getum ekki farið út í smáatriði krufningarskýrslunnar, og þess vegna getum við ekkert sagt um dánarorsökina, hve lengi hún hefur verið látin eða hvaða meiðsli hún er með," sagði Hanne Kristin Rohde hjá norsku rannsóknarlögreglunni á blaðamannafundi sem efnt var til í gær. Samkvæmt heimildum norska ríkisútvarpsins telur lögreglan að annar mannanna hafi þekkt til stúlkunnaar. Lögreglan segir rannsókn málsins á viðkvæmu stigi en búast megi við frekari upplýsingum næstu daga eftir því sem rannsókninni vindur fram. Hvarf hennar vakti mikla athygli í Noregi og hafa fjölmiðlar þar fylgst grannt með þróun málsins. Harmleikur fjölskyldunnar þótti meiri vegna þess að átján ára náfrændi hennar, Fredrik Lund Schjetne, var meðal þeirra ungmenna sem Anders Behring Breivik myrti í Útey í júlí á síðasta ári. Á vefsíðu norska ríkisútvarpsins er haft eftir Harald Stabell, lögmanni foreldra stúlkunnar, að óvissan hafi verið þeim erfið. Auk fjölmenns lögregluliðs hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í leitinni að Sigrid á hverjum einasta degi síðustu vikurnar. gudsteinn@frettabladid.is Noregur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Lögreglan í Noregi staðfesti í gær að lík, sem fannst á mánudagskvöld í bænum Kolbotn, væri af Sigrid Giskegjerde Schjetne, sextán ára stúlku sem leitað hefur verið að í mánuð. Tveir menn hafa verið handteknir. Annar þeirra er 64 ára og hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglunni. Hinn er 37 ára og hefur áður verið dæmdur fyrir gróf ofbeldisbrot gegn konu sem hann réðst á með járnstöng að vopni. Hann hafði einnig fengið á sig nálgunarbann gagnvart lögreglumanni og fjölskyldu hans. Báðir neituðu þeir sök í málinu en voru yfirheyrðir fram á kvöld. Þeir eru sagði góðir vinir. Schjetne hafði ekki sést síðan hún hugðist ganga heim til sín frá vinkonu sinni um miðnætti laugardagskvöldið 4. ágúst. Það átti ekki að vera nema hálftíma gangur heim til hennar. Hún hafði farið með félögum sínum á fótboltaleik fyrr um kvöldið, en það síðasta sem spurðist til hennar var þegar SMS-skilaboð bárust úr síma hennar til vinkonunnar þegar klukkan var fimmtán mínútur gengin í eitt. Um það bil klukkustund síðar fundu tveir drengir símann hennar, einn skó og sokka á leikskólalóð skammt frá heimili hennar. Líkið af henni fannst í skóglendi við bæinn Kolbotn í Noregi í um það bil 17 kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem hún hvarf mánuði fyrr. Hinir grunuðu voru handteknir í iðnaðarhverfi skammt frá þeim stað þar sem líkið fannst. Eldri maðurinn rekur bílaverkstæði þar. Lögreglan leitaði í gær bæði á verkstæðinu og á heimili hans. Lögreglan vildi ekki upplýsa strax um dánarorsök stúlkunnar né heldur hve lengið líkið af henni hefði legið þar sem það fannst í fyrrinótt. „Við getum ekki farið út í smáatriði krufningarskýrslunnar, og þess vegna getum við ekkert sagt um dánarorsökina, hve lengi hún hefur verið látin eða hvaða meiðsli hún er með," sagði Hanne Kristin Rohde hjá norsku rannsóknarlögreglunni á blaðamannafundi sem efnt var til í gær. Samkvæmt heimildum norska ríkisútvarpsins telur lögreglan að annar mannanna hafi þekkt til stúlkunnaar. Lögreglan segir rannsókn málsins á viðkvæmu stigi en búast megi við frekari upplýsingum næstu daga eftir því sem rannsókninni vindur fram. Hvarf hennar vakti mikla athygli í Noregi og hafa fjölmiðlar þar fylgst grannt með þróun málsins. Harmleikur fjölskyldunnar þótti meiri vegna þess að átján ára náfrændi hennar, Fredrik Lund Schjetne, var meðal þeirra ungmenna sem Anders Behring Breivik myrti í Útey í júlí á síðasta ári. Á vefsíðu norska ríkisútvarpsins er haft eftir Harald Stabell, lögmanni foreldra stúlkunnar, að óvissan hafi verið þeim erfið. Auk fjölmenns lögregluliðs hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í leitinni að Sigrid á hverjum einasta degi síðustu vikurnar. gudsteinn@frettabladid.is
Noregur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent