Rokk, ról og góðir gestir 3. september 2012 15:00 Páll mætti á svæðið í þröngum leðurbuxum eins og sönnum rokkara sæmir en Gunnar Bjarni var klæddur hippalegri svartri gæru. Tuttugu ár eru liðin síðan rokksveitin Jet Black Joe sló í gegn með sinni fyrstu plötu. Af því tilefni hélt hún tvenna tónleika í Gamla bíói á föstudagskvöld. Söngvarinn Páll Rósinkranz og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson eru einu upphaflegu meðliminir sem eru enn eftir í bandinu. Þeim til halds og trausts eru tvíburabræðurnir Kristinn og Guðlaugur Júníussynir á trommum og bassa og Snorri Snorrason á hljómborð og Hammond en hann vann Idol hér um árið. Páll mætti á svæðið í þröngum leðurbuxum eins og sönnum rokkara sæmir en Gunnar Bjarni var klæddur hippalegri svartri gæru. Báðir voru þeir í góðu formi á tónleikunum og kunnu sannarlega enn að rokka. Tónleikarnir hófust á Take Me Away, upphafslagi fyrstu plötunnar, og eftir það hjóluðu þeir í öll sín vinsælustu lög, þar á meðal Rain, Starlight og Higher and Higher. Lárus Grímsson spilaði þverflautusólóið þegar síðastnefnda lagið var tekið upp 1994 en var að stíga í fyrsta sinn á svið með sveitinni þetta kvöld. Miðað við hve sólóið er stór hluti af þessu einu vinsælasta lagi Jet Black Joe kemur á óvart að sveitin hafi ekki notið krafta hans oftar. Lárus stóð sig einkar vel. Strax eftir hlé var röðin komin að þremur órafmögnuðum lögum, þar á meðal einu nýju og lofaði það góðu. Í framhaldinu fór sveitin í tvö tökulög, Knockin" on Heaven"s Door og Lenny Kravitz-lagið Are You Gonna Go My Way en Jet Black Joe hitaði upp fyrir hann 1993. Sigríður Guðnadóttir steig einnig á svið og söng Freedom og sýndi að hún hefur engu gleymt. Eftir uppklapp var Higher and Higher endurtekið með Lárusi með í för. Þá voru allir staðnir upp í salnum og sungu og klöppuðu með. Góður endir á fínum tónleikum. Freyr Bjarnason Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tuttugu ár eru liðin síðan rokksveitin Jet Black Joe sló í gegn með sinni fyrstu plötu. Af því tilefni hélt hún tvenna tónleika í Gamla bíói á föstudagskvöld. Söngvarinn Páll Rósinkranz og gítarleikarinn Gunnar Bjarni Ragnarsson eru einu upphaflegu meðliminir sem eru enn eftir í bandinu. Þeim til halds og trausts eru tvíburabræðurnir Kristinn og Guðlaugur Júníussynir á trommum og bassa og Snorri Snorrason á hljómborð og Hammond en hann vann Idol hér um árið. Páll mætti á svæðið í þröngum leðurbuxum eins og sönnum rokkara sæmir en Gunnar Bjarni var klæddur hippalegri svartri gæru. Báðir voru þeir í góðu formi á tónleikunum og kunnu sannarlega enn að rokka. Tónleikarnir hófust á Take Me Away, upphafslagi fyrstu plötunnar, og eftir það hjóluðu þeir í öll sín vinsælustu lög, þar á meðal Rain, Starlight og Higher and Higher. Lárus Grímsson spilaði þverflautusólóið þegar síðastnefnda lagið var tekið upp 1994 en var að stíga í fyrsta sinn á svið með sveitinni þetta kvöld. Miðað við hve sólóið er stór hluti af þessu einu vinsælasta lagi Jet Black Joe kemur á óvart að sveitin hafi ekki notið krafta hans oftar. Lárus stóð sig einkar vel. Strax eftir hlé var röðin komin að þremur órafmögnuðum lögum, þar á meðal einu nýju og lofaði það góðu. Í framhaldinu fór sveitin í tvö tökulög, Knockin" on Heaven"s Door og Lenny Kravitz-lagið Are You Gonna Go My Way en Jet Black Joe hitaði upp fyrir hann 1993. Sigríður Guðnadóttir steig einnig á svið og söng Freedom og sýndi að hún hefur engu gleymt. Eftir uppklapp var Higher and Higher endurtekið með Lárusi með í för. Þá voru allir staðnir upp í salnum og sungu og klöppuðu með. Góður endir á fínum tónleikum. Freyr Bjarnason
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“