Í tilefni fjörutíu ára afmælis „einvígis aldarinnar" í Laugardalshöll 1972 á milli Bobbys Fischer og Boris Spasskíj verður flutt tónverk eftir Guðlaug Kristin Óttarsson á sunnudaginn.
Tónverkið verður flutt í Laugardælakirkju, þar sem Fischer er jarðsettur, og nefnist 40 ára einvígislok. Tónverkið er afrakstur áralangrar þróunarvinnu Guðlaugs, þar sem hann tvinnur saman tónlist og skák og býr til tónkerfi sem byggir á áttunda–nótnakerfi J.S. Bach, þar sem taflreitirnir 64 eru útfærðir sem nótur. Í verkinu eru 25 þúsund hljómar.
Tónverk um skákeinvígi
