Siðaðra manna samfélag 1. september 2012 06:00 Þúsundir ólögráða unglinga hefja þessa dagana nám í nýjum framhaldsskóla. Það er ákaflega mismunandi hvernig samnemendur þeirra taka á móti þeim, eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í sumum framhaldsskólum tíðkast enn „busavígslur" þar sem fólk er útatað í einhverju ógeði, látið innbyrða skemmdan eða óætan mat og atyrt og niðurlægt á ýmsan hátt. Annars staðar er tekið á móti krökkunum með kaffi eða kvöldvöku. Kristín Linda Jónsdóttir blaðamaður skrifaði góða grein hér í blaðið fyrr í vikunni, þar sem hún gerir „hefðir" sumra framhaldsskóla að umtalsefni, undir fyrirsögninni „Þegar niðurlæging og ofbeldi er fyndið og flott". „Einmitt núna er þetta skipulagða ferli niðurlægingar og jafnvel ofbeldis fram undan hér á landinu okkar. Settar eru upp aðstæður þar sem börn eru í besta falli útilokuð frá ákveðnum svæðum á eigin vinnustað, flokkuð óæðri, látin lúta höfði fyrir böðlum sínum, þjóna þeim og sýna þeim undirgefni, ganga innan þröngrar línu, skríða, ganga í bandi eða þau gerð að aðhlátursefni," skrifar Kristín. „Í versta falli er þeim misboðið með beinu ofbeldi, þvinguð til innbyrðingar, bundin saman eða við staur, ötuð ógeði, hífð upp í kös með krana í fiskineti og bleytt með háþrýstidælu, neydd ofan í kar með slori, kaffærð." Það er rétt hjá Kristínu Lindu að þessi framkoma eldri bekkinga, sem flestir teljast fullorðið fólk, við ólögráða börn er utan við allt siðferði. „Fyrirslátturinn er hefðir, ómenning og sú neikvæða siðvenja að til að verða fullgildur í hópi skuli einstaklingur niðurlægður til hlýðni og ótta við þá sem fyrir eru. Að ekki sé talað um rökleysuna að þetta hafi alltaf verið svona og að þeir sem hafi eitt sinn verið niðurlægðir sem busar hafi rétt á að vera böðlar og niðurlægja aðra. Hvaða bull er þetta?" skrifar hún. Skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands, þar sem vatni var sprautað á nýnema, þeir látnir baða sig í slori og ís og velta sér upp úr drullu, er greinilega ósammála. „Eigum við ekki að segja að þetta sé hefð og hefðir miða ekkert alltaf að því sem er uppbyggilegt," segir hann í Fréttablaðinu í dag. Og svo finnst nýnemunum þetta víst alveg mátulegt, segir skólameistarinn. Hann er þá líklega að gleyma því hvað það getur verið erfitt, ekki sízt á þessum aldri, að taka sig út úr hópnum og neita að taka þátt í hefðinni ef manni finnst hún niðurlægjandi. Það er gott hjá krökkum, sem vilja ekki láta fara illa með sig, að taka ekki þátt í þessum athöfnum. Það er gott hjá foreldrum sem vilja ekki láta fara þannig með börnin sín að segja þeim bara að sleppa því. Og allra bezt er þegar forsvarsmenn framhaldsskóla átta sig á því að ofbeldi og niðurlæging á aldrei heima í skólanum og gera allt slíkt útlægt. Það á að bjóða krakkana velkomna í samfélag, sem við verðum að vona að sé sæmilega siðað. Þá verða þeir eldri líka að haga sér í samræmi við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun
Þúsundir ólögráða unglinga hefja þessa dagana nám í nýjum framhaldsskóla. Það er ákaflega mismunandi hvernig samnemendur þeirra taka á móti þeim, eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í sumum framhaldsskólum tíðkast enn „busavígslur" þar sem fólk er útatað í einhverju ógeði, látið innbyrða skemmdan eða óætan mat og atyrt og niðurlægt á ýmsan hátt. Annars staðar er tekið á móti krökkunum með kaffi eða kvöldvöku. Kristín Linda Jónsdóttir blaðamaður skrifaði góða grein hér í blaðið fyrr í vikunni, þar sem hún gerir „hefðir" sumra framhaldsskóla að umtalsefni, undir fyrirsögninni „Þegar niðurlæging og ofbeldi er fyndið og flott". „Einmitt núna er þetta skipulagða ferli niðurlægingar og jafnvel ofbeldis fram undan hér á landinu okkar. Settar eru upp aðstæður þar sem börn eru í besta falli útilokuð frá ákveðnum svæðum á eigin vinnustað, flokkuð óæðri, látin lúta höfði fyrir böðlum sínum, þjóna þeim og sýna þeim undirgefni, ganga innan þröngrar línu, skríða, ganga í bandi eða þau gerð að aðhlátursefni," skrifar Kristín. „Í versta falli er þeim misboðið með beinu ofbeldi, þvinguð til innbyrðingar, bundin saman eða við staur, ötuð ógeði, hífð upp í kös með krana í fiskineti og bleytt með háþrýstidælu, neydd ofan í kar með slori, kaffærð." Það er rétt hjá Kristínu Lindu að þessi framkoma eldri bekkinga, sem flestir teljast fullorðið fólk, við ólögráða börn er utan við allt siðferði. „Fyrirslátturinn er hefðir, ómenning og sú neikvæða siðvenja að til að verða fullgildur í hópi skuli einstaklingur niðurlægður til hlýðni og ótta við þá sem fyrir eru. Að ekki sé talað um rökleysuna að þetta hafi alltaf verið svona og að þeir sem hafi eitt sinn verið niðurlægðir sem busar hafi rétt á að vera böðlar og niðurlægja aðra. Hvaða bull er þetta?" skrifar hún. Skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands, þar sem vatni var sprautað á nýnema, þeir látnir baða sig í slori og ís og velta sér upp úr drullu, er greinilega ósammála. „Eigum við ekki að segja að þetta sé hefð og hefðir miða ekkert alltaf að því sem er uppbyggilegt," segir hann í Fréttablaðinu í dag. Og svo finnst nýnemunum þetta víst alveg mátulegt, segir skólameistarinn. Hann er þá líklega að gleyma því hvað það getur verið erfitt, ekki sízt á þessum aldri, að taka sig út úr hópnum og neita að taka þátt í hefðinni ef manni finnst hún niðurlægjandi. Það er gott hjá krökkum, sem vilja ekki láta fara illa með sig, að taka ekki þátt í þessum athöfnum. Það er gott hjá foreldrum sem vilja ekki láta fara þannig með börnin sín að segja þeim bara að sleppa því. Og allra bezt er þegar forsvarsmenn framhaldsskóla átta sig á því að ofbeldi og niðurlæging á aldrei heima í skólanum og gera allt slíkt útlægt. Það á að bjóða krakkana velkomna í samfélag, sem við verðum að vona að sé sæmilega siðað. Þá verða þeir eldri líka að haga sér í samræmi við það.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun