Ávaxtafjör fyrir blessuð börnin 31. ágúst 2012 19:00 í fyrsta sinn í bíó Ólöf Jara og Matti Matt eru meðal þeirra sem fara með hlutverk í bíómyndinni um Ávaxtakörfuna sem verður frumsýnd í bíóhúsunum á morgun. Íslenska barnaleikritið um ávextina í Ávaxtakörfunni hefur nú verið flutt af sviði yfir á hvíta tjaldið í fyrsta skipti og verður bíómyndin frumsýnd á morgun. Það er margt stórra nafna sem fer með hlutverk ávaxtanna hressu sem hafa alltaf góðan boðskap fram að færa. Ólöf Jara Skagfjörð fer með hlutverk jarðarbersins sem lagt er í einelti af hinum ávöxtunum, Matti Matt leikur hinn stjórnsama og sjálfumglaða Imma ananas, Helga Braga er ofurskipulagða rauða eplið og Ágústa Eva Erlendsdóttir kemur fram í gervi Evu appelsínu sem sér fátt annað en sjálfa sig. Birgitta Haukdal kemur svo inn í hópinn sem Gedda gulrót, grænmetið sem þykir ekki eiga heima innan um alla ávextina. Þetta eru bara nokkrir þeirra færu listamanna sem leggja sitt á plóginn í myndinni sem er full af tónlist eftir Þorvald Bjarna. Ýmsar nýjungar verða kynntar til leiks í myndinni sem ekki þekkjast úr leikritinu, þar á meðal eru nokkur ný lög og Mygluholan ógurlega. Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu af yngstu kynslóðinni og óhætt er að ætla að bíóhúsin muni fyllast af litlum og spenntum aðdáendum um helgina, í fylgd foreldra sinna. - trs Lífið Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Íslenska barnaleikritið um ávextina í Ávaxtakörfunni hefur nú verið flutt af sviði yfir á hvíta tjaldið í fyrsta skipti og verður bíómyndin frumsýnd á morgun. Það er margt stórra nafna sem fer með hlutverk ávaxtanna hressu sem hafa alltaf góðan boðskap fram að færa. Ólöf Jara Skagfjörð fer með hlutverk jarðarbersins sem lagt er í einelti af hinum ávöxtunum, Matti Matt leikur hinn stjórnsama og sjálfumglaða Imma ananas, Helga Braga er ofurskipulagða rauða eplið og Ágústa Eva Erlendsdóttir kemur fram í gervi Evu appelsínu sem sér fátt annað en sjálfa sig. Birgitta Haukdal kemur svo inn í hópinn sem Gedda gulrót, grænmetið sem þykir ekki eiga heima innan um alla ávextina. Þetta eru bara nokkrir þeirra færu listamanna sem leggja sitt á plóginn í myndinni sem er full af tónlist eftir Þorvald Bjarna. Ýmsar nýjungar verða kynntar til leiks í myndinni sem ekki þekkjast úr leikritinu, þar á meðal eru nokkur ný lög og Mygluholan ógurlega. Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu af yngstu kynslóðinni og óhætt er að ætla að bíóhúsin muni fyllast af litlum og spenntum aðdáendum um helgina, í fylgd foreldra sinna. - trs
Lífið Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira