Sigur Rósar teppi uppseld á örskotsstundu 30. ágúst 2012 10:00 Uppselt Um 700 kíló af íslenskri ull voru notuð í teppin. Jóel Pálsson er annar eigenda Farmers Market. „Það var gaman að flétta saman þessa tvo heima sem við hjá Farmers Market lifum og hrærumst í, tónlistar- og hönnunarheiminn," segir Jóel Pálsson tónlistarmaður um samstarfsverkefni Farmers Market og hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Jóel rekur hönnunarfyrirtækið ásamt eiginkonu sinni, fatahönnuðinum Bergþóru Guðnadóttur, og höfðu meðlimir Sigur Rósar samband við þau snemma í vor og báðu þau um að hanna teppi sem hægt væri að bjóða samhliða hinni hefðbundnu geisladiska- og bolasölu á tónleikaferðalagi sínu sem nú stendur yfir. „Við ákváðum að nota íslenska ull í teppin og hanna þau með tilliti til þess að hægt væri að framleiða þau hér heima. Bergþóra lagðist í smá grúsk og gerði svo eins konar abstrakt útgáfu af plötuumslagi Valtara. Við gerðum frumgerð, mynduðum hana og Sigur Rós setti á vefinn sinn. Það er skemmst frá því að segja að öll 300 teppin seldust upp í forsölu á nokkrum klukkutímum," segir Jóel. Í kjölfarið var ákveðið að framleiða önnur 300 teppi en í annarri litasamsetningu og seldust þau einnig strax upp. Fleiri teppi verða ekki framleidd og því um takmarkað upplag að ræða en framleiðslan hefur verið í gangi í allt sumar. Inntur eftir því hvort þau hafi í huga að vinna frekar með Sigur Rós útilokar Jóel það ekki. „Fáir vita að fyrirtæki okkar byrjaði sem plötuútgáfa þó fatahönnunin hafi tekið yfir síðustu árin." - sm Lífið Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Það var gaman að flétta saman þessa tvo heima sem við hjá Farmers Market lifum og hrærumst í, tónlistar- og hönnunarheiminn," segir Jóel Pálsson tónlistarmaður um samstarfsverkefni Farmers Market og hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Jóel rekur hönnunarfyrirtækið ásamt eiginkonu sinni, fatahönnuðinum Bergþóru Guðnadóttur, og höfðu meðlimir Sigur Rósar samband við þau snemma í vor og báðu þau um að hanna teppi sem hægt væri að bjóða samhliða hinni hefðbundnu geisladiska- og bolasölu á tónleikaferðalagi sínu sem nú stendur yfir. „Við ákváðum að nota íslenska ull í teppin og hanna þau með tilliti til þess að hægt væri að framleiða þau hér heima. Bergþóra lagðist í smá grúsk og gerði svo eins konar abstrakt útgáfu af plötuumslagi Valtara. Við gerðum frumgerð, mynduðum hana og Sigur Rós setti á vefinn sinn. Það er skemmst frá því að segja að öll 300 teppin seldust upp í forsölu á nokkrum klukkutímum," segir Jóel. Í kjölfarið var ákveðið að framleiða önnur 300 teppi en í annarri litasamsetningu og seldust þau einnig strax upp. Fleiri teppi verða ekki framleidd og því um takmarkað upplag að ræða en framleiðslan hefur verið í gangi í allt sumar. Inntur eftir því hvort þau hafi í huga að vinna frekar með Sigur Rós útilokar Jóel það ekki. „Fáir vita að fyrirtæki okkar byrjaði sem plötuútgáfa þó fatahönnunin hafi tekið yfir síðustu árin." - sm
Lífið Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira