Einstakt að fá að vinna með Sir Kenneth Branagh 29. ágúst 2012 09:00 Í tökum Magni Ágústsson kvikmyndatökustjóri vann við gerð þáttanna Spy sem sýndir eru í Sjónvarpinu. Mynd/árni Þór jónsson Magni Ágústsson, kvikmyndatökustjóri og meðlimur í Félagi íslenskra kvikmyndatökustjóra, hefur starfað innan kvikmyndabransans í sautján ár. Hann er búsettur í London og vann meðal annars sem tökumaður við gerð sjónvarpsþáttanna Spy sem nú eru sýndir í Ríkisjónvarpinu. „Ég byrjaði í bransanum fyrir sautján árum og vann mig hægt og rólega upp í starf kvikmyndatökustjóra. Þegar ég byrjaði vann ég við hin ýmsu störf á tökustað en þar sem ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun og kvikmyndatöku lá leiðin í þetta starf frekar en eitthvað annað," útskýrir Magni. Spy eru gamanþættir sem voru framleiddir fyrir Sky-sjónvarpsstöðina og fara Darren Boyd og Robert Lindsay með aðalhlutverkin í þáttunum. Alls eru sex þættir í fyrstu þáttaröðinni og tók Magni þá alla upp. „Þetta var mjög skemmtilegt verkefni, en afskaplega krefjandi. Önnur þáttaröð er í bígerð en ég var upptekinn og gat ekki tekið þátt í því verkefni," segir Magni. Magni vann einnig við breska endurgerð sjónvarpsþáttanna um sænska lögreglumanninn Wallander. Sir Kenneth Branagh fer með hlutverk lögreglumannsins snjalla og um samstarfið segir Magni: „Það sem stendur upp úr er að hann er með svo háan gæðastuðul að ég hef sjaldan séð annað eins. Það er í raun stórmerkilegt hversu mikill fagmaður hann er í starfi." Tökur á þáttunum fóru fram í Svíþjóð og dvaldi Magni þar í þrjá mánuði. Hann viðurkennir að mikið flakk fylgi starfinu og segir það bæði kost og galla. „Það getur verið skemmtilegt á köflum en líka dapurlegt, maður er endalaust að „tékka" sig inn á flugvöllum og á hótel. En á sama tíma er gaman að sjá og kynnast stöðum sem maður mundi ef til vill ekki annars heimsækja," segir hann að lokum. sara@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Magni Ágústsson, kvikmyndatökustjóri og meðlimur í Félagi íslenskra kvikmyndatökustjóra, hefur starfað innan kvikmyndabransans í sautján ár. Hann er búsettur í London og vann meðal annars sem tökumaður við gerð sjónvarpsþáttanna Spy sem nú eru sýndir í Ríkisjónvarpinu. „Ég byrjaði í bransanum fyrir sautján árum og vann mig hægt og rólega upp í starf kvikmyndatökustjóra. Þegar ég byrjaði vann ég við hin ýmsu störf á tökustað en þar sem ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun og kvikmyndatöku lá leiðin í þetta starf frekar en eitthvað annað," útskýrir Magni. Spy eru gamanþættir sem voru framleiddir fyrir Sky-sjónvarpsstöðina og fara Darren Boyd og Robert Lindsay með aðalhlutverkin í þáttunum. Alls eru sex þættir í fyrstu þáttaröðinni og tók Magni þá alla upp. „Þetta var mjög skemmtilegt verkefni, en afskaplega krefjandi. Önnur þáttaröð er í bígerð en ég var upptekinn og gat ekki tekið þátt í því verkefni," segir Magni. Magni vann einnig við breska endurgerð sjónvarpsþáttanna um sænska lögreglumanninn Wallander. Sir Kenneth Branagh fer með hlutverk lögreglumannsins snjalla og um samstarfið segir Magni: „Það sem stendur upp úr er að hann er með svo háan gæðastuðul að ég hef sjaldan séð annað eins. Það er í raun stórmerkilegt hversu mikill fagmaður hann er í starfi." Tökur á þáttunum fóru fram í Svíþjóð og dvaldi Magni þar í þrjá mánuði. Hann viðurkennir að mikið flakk fylgi starfinu og segir það bæði kost og galla. „Það getur verið skemmtilegt á köflum en líka dapurlegt, maður er endalaust að „tékka" sig inn á flugvöllum og á hótel. En á sama tíma er gaman að sjá og kynnast stöðum sem maður mundi ef til vill ekki annars heimsækja," segir hann að lokum. sara@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið