Misskilningur leiðréttur Ögmundur Jónasson skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Merkilegt hve miklum misskilningi var hægt að koma fyrir í örlitlu plássi í þættinum Frá degi til dags á leiðarasíðu Fréttablaðsins í byrjun síðustu viku. Þar er sagt að á mínu borði „liggi álit frá Mannréttindadómstól Evrópu sem taldi að brotið hefði verið á tveimur sjómönnum sem tóku sig til og veiddu án kvóta. Ögmundur…mætti gera þó ekki væri nema eitthvað." Hér er væntanlega vísað til þess þegar tveir sjómenn voru á sínum tíma dæmdir í Hæstarétti fyrir að veiða án heimilda og leituðu til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna vegna niðurstöðu dómstólsins. Nefndin komst í framhaldinu að þeirri niðurstöðu árið 2007 að þættir í íslenska kvótakerfinu stæðust ekki jafnræðisákvæði samnings SÞ um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, en mannréttindanefndin starfar á grundvelli þess samnings. Grundvallarmunur er á niðurstöðum Mannréttindadómstóls Evrópu og mannréttindanefndar SÞ, enda er dómstóllinn dómstóll og nefndin er nefnd en ekki dómstóll. Niðurstöður mannréttindanefndar SÞ eru ekki bindandi eins og niðurstöður dómstóls heldur eru tiltekin álitamál borin undir nefndina sem síðan leggur mat á þau með hliðsjón af ákvæðum samningsins. Réttaráhrif álita nefndarinnar eru önnur en dóma, en mín skoðun er sú að niðurstöður mannréttindanefndar SÞ beri að sjálfsögðu að taka alvarlega. Íslensk stjórnvöld hafa og sýnt vilja til að koma til móts við sjónarmið nefndarinnar eins og hún hefur staðfest: Mannréttindanefnd SÞ hefur gefið út tilkynningu þess efnis að íslensk stjórnvöld hafi gripið til fullnægjandi aðgerða vegna þessa máls og í framhaldinu lokað því fyrir sitt leyti. Þetta var ítrekað síðast í júlí, þegar Ísland var tekið fyrir hjá mannréttindanefndinni í Genf vegna framkvæmdar á umræddum mannréttindasamningi. Menn geta haft sína skoðun á því hvort fiskveiðistjórnunarkerfinu hafi verið breytt sem skyldi eða áformin sem uppi eru nú gangi nógu langt en það er önnur saga. Þetta var, með réttu eða röngu, niðurstaða mannréttindanefndar SÞ. Það er því bæði rangt að álitsgerð hafi komið frá Mannréttindadómstól Evrópu og að málið hafi legið óhreyft á mínu borði. Ég átti fundi með viðkomandi einstaklingum og lögmanni þeirra og hafði skilning á þeirra málstað. Í kjölfarið tók ég málið inn í ríkisstjórn og skýrði frá því að ég hefði í hyggju að kanna hvort og þá hverjar heimildir ég hefði til þess að semja við sjómennina um fjárbætur en annar tveggja þátta álits nefndarinnar laut að því að þeim skyldu greiddar bætur vegna málsins. Í niðurlagi bréfs sem ég ritaði embætti Ríkislögmanns segir: „Vilji minn stendur til þess að ganga eins og langt og unnt er til sátta við þá einstaklinga sem hlut eiga að máli, en innan þeirra marka sem lög og regluverk leyfa og með hliðsjón af þeim fordæmum sem kynnu að skapast. Þess vegna leyfi ég mér að fara þess á leit við Ríkislögmann að hann yfirfari málið og gefi á því álit hversu langt er hægt að ganga í þeirri viðleitni að ná fram sáttum." Þann 6. desember sl. barst mjög afdráttarlaust svar frá embætti Ríkislögmanns þar sem staðhæft var að ég hefði ekki lagalegar heimildir til þess að koma að þessu máli með fjárstuðningi. Mér er kunnugt um að sjómennirnir hafi á síðari stigum leitað til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins, en ekkert liggur fyrir um hvort dómstóllinn taki málið til efnislegrar meðferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Merkilegt hve miklum misskilningi var hægt að koma fyrir í örlitlu plássi í þættinum Frá degi til dags á leiðarasíðu Fréttablaðsins í byrjun síðustu viku. Þar er sagt að á mínu borði „liggi álit frá Mannréttindadómstól Evrópu sem taldi að brotið hefði verið á tveimur sjómönnum sem tóku sig til og veiddu án kvóta. Ögmundur…mætti gera þó ekki væri nema eitthvað." Hér er væntanlega vísað til þess þegar tveir sjómenn voru á sínum tíma dæmdir í Hæstarétti fyrir að veiða án heimilda og leituðu til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna vegna niðurstöðu dómstólsins. Nefndin komst í framhaldinu að þeirri niðurstöðu árið 2007 að þættir í íslenska kvótakerfinu stæðust ekki jafnræðisákvæði samnings SÞ um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, en mannréttindanefndin starfar á grundvelli þess samnings. Grundvallarmunur er á niðurstöðum Mannréttindadómstóls Evrópu og mannréttindanefndar SÞ, enda er dómstóllinn dómstóll og nefndin er nefnd en ekki dómstóll. Niðurstöður mannréttindanefndar SÞ eru ekki bindandi eins og niðurstöður dómstóls heldur eru tiltekin álitamál borin undir nefndina sem síðan leggur mat á þau með hliðsjón af ákvæðum samningsins. Réttaráhrif álita nefndarinnar eru önnur en dóma, en mín skoðun er sú að niðurstöður mannréttindanefndar SÞ beri að sjálfsögðu að taka alvarlega. Íslensk stjórnvöld hafa og sýnt vilja til að koma til móts við sjónarmið nefndarinnar eins og hún hefur staðfest: Mannréttindanefnd SÞ hefur gefið út tilkynningu þess efnis að íslensk stjórnvöld hafi gripið til fullnægjandi aðgerða vegna þessa máls og í framhaldinu lokað því fyrir sitt leyti. Þetta var ítrekað síðast í júlí, þegar Ísland var tekið fyrir hjá mannréttindanefndinni í Genf vegna framkvæmdar á umræddum mannréttindasamningi. Menn geta haft sína skoðun á því hvort fiskveiðistjórnunarkerfinu hafi verið breytt sem skyldi eða áformin sem uppi eru nú gangi nógu langt en það er önnur saga. Þetta var, með réttu eða röngu, niðurstaða mannréttindanefndar SÞ. Það er því bæði rangt að álitsgerð hafi komið frá Mannréttindadómstól Evrópu og að málið hafi legið óhreyft á mínu borði. Ég átti fundi með viðkomandi einstaklingum og lögmanni þeirra og hafði skilning á þeirra málstað. Í kjölfarið tók ég málið inn í ríkisstjórn og skýrði frá því að ég hefði í hyggju að kanna hvort og þá hverjar heimildir ég hefði til þess að semja við sjómennina um fjárbætur en annar tveggja þátta álits nefndarinnar laut að því að þeim skyldu greiddar bætur vegna málsins. Í niðurlagi bréfs sem ég ritaði embætti Ríkislögmanns segir: „Vilji minn stendur til þess að ganga eins og langt og unnt er til sátta við þá einstaklinga sem hlut eiga að máli, en innan þeirra marka sem lög og regluverk leyfa og með hliðsjón af þeim fordæmum sem kynnu að skapast. Þess vegna leyfi ég mér að fara þess á leit við Ríkislögmann að hann yfirfari málið og gefi á því álit hversu langt er hægt að ganga í þeirri viðleitni að ná fram sáttum." Þann 6. desember sl. barst mjög afdráttarlaust svar frá embætti Ríkislögmanns þar sem staðhæft var að ég hefði ekki lagalegar heimildir til þess að koma að þessu máli með fjárstuðningi. Mér er kunnugt um að sjómennirnir hafi á síðari stigum leitað til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins, en ekkert liggur fyrir um hvort dómstóllinn taki málið til efnislegrar meðferðar.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun