Lýðræði, friður og hagsmunir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Vinstri hreyfingin – grænt framboð samþykkti ögn torskiljanlega ályktun um alþjóðamál á flokksráðsfundi sínum um síðustu helgi. Þar fagnar flokksráðið „þeirri umræðu sem nú fer fram um samskipti Íslands og ESB og hvetur til að henni verði haldið áfram." Í ályktuninni segir líka að VG telji að „grundvöllur alþjóðlegs samstarfs eigi að vera lýðræðisleg vinnubrögð og barátta fyrir friði og öryggi í heiminum." Flokkurinn er sömuleiðis á því að til að Ísland geti tekið fullan þátt í alþjóðasamstarfi þurfi að fara fram umræða í samfélaginu um hvernig slíku samstarfi skuli háttað, „hvaða hagsmuni ber að verja og hvaða hagsmunir eru til þess fallnir að styrkja tengsl Íslands við alþjóðasamfélagið." Það er fagnaðarefni að VG vilji fara í umræðu um samskipti Íslands og ESB á þessum forsendum, því að stundum virðist eins og flokkurinn sé fyrir löngu búinn að loka þeirri umræðu með einni, skýrri niðurstöðu; að hann sé alveg á móti aðild að ESB og ekki þurfi að ræða kosti hennar og galla neitt frekar. Ætli VG hafi velt ESB-aðildinni fyrir sér út frá áherzlu sinni á frið? Að baki Evrópusamstarfsins liggur öflug friðarhugsjón fólks sem hafði upplifað hörmungar tveggja heimsstyrjalda – sem áttu upptök sín í erjum Evrópuríkjanna – og sór þess dýran eið að til slíks skyldi aldrei koma aftur. Hefur VG metið velgengni ESB sem friðarbandalags? Evrópusambandið er líka bandalag lýðræðisríkja. Væntanlegum aðildarríkjum eru sett skýr skilyrði um lýðræðislega stjórnarhætti og virðingu fyrir mannréttindum. Bent hefur verið á „lýðræðishallann" í stjórnkerfi sambandsins sjálfs, sem felst í því að ákvarðanir eru teknar langt frá almenningi í aðildarríkjunum og flókið er að láta þá sem taka þær sæta lýðræðislegri ábyrgð. En væri VG til í að skoða einföldustu lausnina á lýðræðishallanum; að efla völd Evrópuþingsins sem er kosið beint af almenningi í aðildarríkjunum; eða teldi flokkurinn það andstætt þjóðernispólitík sinni? Og hvað finnst VG um hinn tvöfalda lýðræðishalla sem felst í aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu? Við tökum upp óbreytta löggjöf ESB, sem sumir telja ekki hafa orðið til með nægilega lýðræðislegum hætti. Alþingi hefur engin áhrif á hana og enginn þarf að svara fyrir lagasetninguna gagnvart íslenzkum kjósendum. Finnst VG að við eigum að segja upp EES-samningnum til að rétta þennan halla? Það er líka forvitnilegt að velta fyrir sér spurningunni um hvaða hagsmuni eigi að verja. Vill VG verja hagsmuni framleiðenda og atvinnurekenda í landbúnaði og sjávarútvegi, sem vilja alls engar breytingar sjá á rekstrarskilyrðum sínum eða samkeppnisumhverfi, eða vill flokkurinn standa með neytendum, lántakendum og nýjum og vaxandi atvinnugreinum, sem myndu njóta góðs af lægri tollum, lægri vöxtum og sameiginlegum gjaldmiðli með aðild að ESB? Kannski meinti flokksráð VG eitthvað allt annað með tali sínu um lýðræði, frið og hagsmuni. En þetta eru samt spurningar sem flokkurinn þarf að svara í umræðunni sem er fram undan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun
Vinstri hreyfingin – grænt framboð samþykkti ögn torskiljanlega ályktun um alþjóðamál á flokksráðsfundi sínum um síðustu helgi. Þar fagnar flokksráðið „þeirri umræðu sem nú fer fram um samskipti Íslands og ESB og hvetur til að henni verði haldið áfram." Í ályktuninni segir líka að VG telji að „grundvöllur alþjóðlegs samstarfs eigi að vera lýðræðisleg vinnubrögð og barátta fyrir friði og öryggi í heiminum." Flokkurinn er sömuleiðis á því að til að Ísland geti tekið fullan þátt í alþjóðasamstarfi þurfi að fara fram umræða í samfélaginu um hvernig slíku samstarfi skuli háttað, „hvaða hagsmuni ber að verja og hvaða hagsmunir eru til þess fallnir að styrkja tengsl Íslands við alþjóðasamfélagið." Það er fagnaðarefni að VG vilji fara í umræðu um samskipti Íslands og ESB á þessum forsendum, því að stundum virðist eins og flokkurinn sé fyrir löngu búinn að loka þeirri umræðu með einni, skýrri niðurstöðu; að hann sé alveg á móti aðild að ESB og ekki þurfi að ræða kosti hennar og galla neitt frekar. Ætli VG hafi velt ESB-aðildinni fyrir sér út frá áherzlu sinni á frið? Að baki Evrópusamstarfsins liggur öflug friðarhugsjón fólks sem hafði upplifað hörmungar tveggja heimsstyrjalda – sem áttu upptök sín í erjum Evrópuríkjanna – og sór þess dýran eið að til slíks skyldi aldrei koma aftur. Hefur VG metið velgengni ESB sem friðarbandalags? Evrópusambandið er líka bandalag lýðræðisríkja. Væntanlegum aðildarríkjum eru sett skýr skilyrði um lýðræðislega stjórnarhætti og virðingu fyrir mannréttindum. Bent hefur verið á „lýðræðishallann" í stjórnkerfi sambandsins sjálfs, sem felst í því að ákvarðanir eru teknar langt frá almenningi í aðildarríkjunum og flókið er að láta þá sem taka þær sæta lýðræðislegri ábyrgð. En væri VG til í að skoða einföldustu lausnina á lýðræðishallanum; að efla völd Evrópuþingsins sem er kosið beint af almenningi í aðildarríkjunum; eða teldi flokkurinn það andstætt þjóðernispólitík sinni? Og hvað finnst VG um hinn tvöfalda lýðræðishalla sem felst í aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu? Við tökum upp óbreytta löggjöf ESB, sem sumir telja ekki hafa orðið til með nægilega lýðræðislegum hætti. Alþingi hefur engin áhrif á hana og enginn þarf að svara fyrir lagasetninguna gagnvart íslenzkum kjósendum. Finnst VG að við eigum að segja upp EES-samningnum til að rétta þennan halla? Það er líka forvitnilegt að velta fyrir sér spurningunni um hvaða hagsmuni eigi að verja. Vill VG verja hagsmuni framleiðenda og atvinnurekenda í landbúnaði og sjávarútvegi, sem vilja alls engar breytingar sjá á rekstrarskilyrðum sínum eða samkeppnisumhverfi, eða vill flokkurinn standa með neytendum, lántakendum og nýjum og vaxandi atvinnugreinum, sem myndu njóta góðs af lægri tollum, lægri vöxtum og sameiginlegum gjaldmiðli með aðild að ESB? Kannski meinti flokksráð VG eitthvað allt annað með tali sínu um lýðræði, frið og hagsmuni. En þetta eru samt spurningar sem flokkurinn þarf að svara í umræðunni sem er fram undan.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun