Verður örugglega troðið í grillið á okkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2012 07:00 Hlynur Bæringsson og félagar tóku hraustlega á því á æfingu landsliðsins í gær.Fréttablaðið/Anton Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur í kvöld leik í undankeppni Evrópumótsins. Mótherjinn er landslið Serbíu sem hefur án nokkurs vafa á að skipa einu sterkasta landsliði heims. Silfurverðlaun á Evrópumótinu 2009 og fjórða sæti á heimsmeistaramótinu ári síðar eru til marks um getu þeirra. „Þeir þurfa að hitta á lélegan dag í Reykjavík og það er okkar verk að vera trylltir og pirra þá því þeir kunna ekki við það. Þessir stóru karlar sem eru vanir því að spila í flottustu höllunum og koma í leikina í einkaþotum með sínum félagsliðum eru ekkert vanir því að koma alla leið til Íslands," segir Logi Gunnarsson, landsleikjahæsti leikmaður íslenska liðsins, sem er þó raunsær og segir möguleika íslenska liðsins stjarnfræðilega. Auk Serba mætir Ísland landsliðum Ísraela, Slóvaka, Svartfellinga og Eista í riðli sínum. Leikið er heima og að heiman næstu fjórar vikurnar eða tíu leikir á 26 dögum. Ísland er fyrir fram talin lakasta þjóðin í riðlinum en landsliðsþjálfarinn, Peter Öqvist, hefur miklar væntingar til sinna manna. „Það þýðir ekkert annað en að vænta þess að við munum vinna nokkra leiki. Maður verður að gera sér grein fyrir að sum liðanna í riðlinum eru afar sterk og ekkert lélegt lið. Ég vil þó sjá frammistöðu sem við getum verið stolt af," segir Svíinn. Liðið hefur æft tvisvar á dag undanfarinn mánuð og Öqvist vonast til þess að leikmenn Íslands sýni í keppninni hve hæfileikaríkir og góðir þeir séu. „Það væri yndislegt ef þeir gætu sýnt það í svona landsleik. Ef þið sæjuð hvað þessir strákar eru í raun og veru góðir er vafalítið nóg af ungum strákum sem vildu feta í fótspor þeirra. Þeir eru frábærar fyrirmyndir." Leikmenn Íslands fengu kærkominn æfingaleik gegn stórliði Litháens á dögunum sem tapaðist með fimmtíu stigum. Litháar léku við hvern sinn fingur og tróðu með tilþrifum yfir leikmenn Íslands. „Það verður örugglega troðið í grillið á okkur í þessari keppni og jafnvel á morgun [í dag]. Það er allt í lagi," segir Hlynur Bæringsson sem verður í baráttunni undir körfunni við Serbana hávöxnu. Hlynur segir íslenska liðið ætla að loka á miðherja Serbanna og tvímenna á stóru mennina í námunda við körfuna. „Við reynum að láta þeim líða illa með boltann. Það er oft þannig þegar þú ert 2.13 metrar þá líður þér ekkert vel að fá pressu lengra frá körfunni en þú ert vanur," segir Hlynur. Leikur Íslands og Serbíu fer fram í Laugardalshöll í kvöld og hefst klukkan 20. Dominos-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur í kvöld leik í undankeppni Evrópumótsins. Mótherjinn er landslið Serbíu sem hefur án nokkurs vafa á að skipa einu sterkasta landsliði heims. Silfurverðlaun á Evrópumótinu 2009 og fjórða sæti á heimsmeistaramótinu ári síðar eru til marks um getu þeirra. „Þeir þurfa að hitta á lélegan dag í Reykjavík og það er okkar verk að vera trylltir og pirra þá því þeir kunna ekki við það. Þessir stóru karlar sem eru vanir því að spila í flottustu höllunum og koma í leikina í einkaþotum með sínum félagsliðum eru ekkert vanir því að koma alla leið til Íslands," segir Logi Gunnarsson, landsleikjahæsti leikmaður íslenska liðsins, sem er þó raunsær og segir möguleika íslenska liðsins stjarnfræðilega. Auk Serba mætir Ísland landsliðum Ísraela, Slóvaka, Svartfellinga og Eista í riðli sínum. Leikið er heima og að heiman næstu fjórar vikurnar eða tíu leikir á 26 dögum. Ísland er fyrir fram talin lakasta þjóðin í riðlinum en landsliðsþjálfarinn, Peter Öqvist, hefur miklar væntingar til sinna manna. „Það þýðir ekkert annað en að vænta þess að við munum vinna nokkra leiki. Maður verður að gera sér grein fyrir að sum liðanna í riðlinum eru afar sterk og ekkert lélegt lið. Ég vil þó sjá frammistöðu sem við getum verið stolt af," segir Svíinn. Liðið hefur æft tvisvar á dag undanfarinn mánuð og Öqvist vonast til þess að leikmenn Íslands sýni í keppninni hve hæfileikaríkir og góðir þeir séu. „Það væri yndislegt ef þeir gætu sýnt það í svona landsleik. Ef þið sæjuð hvað þessir strákar eru í raun og veru góðir er vafalítið nóg af ungum strákum sem vildu feta í fótspor þeirra. Þeir eru frábærar fyrirmyndir." Leikmenn Íslands fengu kærkominn æfingaleik gegn stórliði Litháens á dögunum sem tapaðist með fimmtíu stigum. Litháar léku við hvern sinn fingur og tróðu með tilþrifum yfir leikmenn Íslands. „Það verður örugglega troðið í grillið á okkur í þessari keppni og jafnvel á morgun [í dag]. Það er allt í lagi," segir Hlynur Bæringsson sem verður í baráttunni undir körfunni við Serbana hávöxnu. Hlynur segir íslenska liðið ætla að loka á miðherja Serbanna og tvímenna á stóru mennina í námunda við körfuna. „Við reynum að láta þeim líða illa með boltann. Það er oft þannig þegar þú ert 2.13 metrar þá líður þér ekkert vel að fá pressu lengra frá körfunni en þú ert vanur," segir Hlynur. Leikur Íslands og Serbíu fer fram í Laugardalshöll í kvöld og hefst klukkan 20.
Dominos-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira