Smá nauðgað, annars fínt Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. ágúst 2012 06:00 Það er orðið árviss viðburður að fá fréttir af nauðgunum um Verslunarmannahelgi. Sem betur fer virðist ákveðin vitundarvakning hafa orðið í þessum efnum og jafnvel örgustu tréhausar hafa samþykkt víðtækari aðgerðir til að sporna við þeim hryllilega glæp sem nauðgun er. Á stundum hefur manni nefnilega fundist að skipuleggjendur hátíða telji það gefa þeim slæmt orðspor ef það spyrst út að til allra ráðstafana sé gripið til að hamla gegn nauðgunum. Það er auðvitað mikill misskilningur, orðspor hátíða batnar aðeins við það að allra bragða sé beitt til að koma í veg fyrir að sálsjúkir karlpungar nauðgi. Það er hins vegar umhugsunarefni af hverju það er árviss viðburður að konum sé nauðgað um Verslunarmannahelgi. Stundum finnst manni eins og okkur þyki þetta hvimleiður en óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að smala nokkur þúsund Íslendingum saman á fyllerí. Nauðgun getur aldrei verið eðlileg afleiðing, hún er alltaf brot á öllum þeim siðalögmálum sem hver einstaklingur á að búa yfir. Ef við erum farin að gera ráð fyrir nauðgunum, þá er eitthvað að. Kannski vantar algjöra umpólun á hugsunarhætti karlmanna (og hér er rúm fyrir forpokaða karlpunga til að nöldra um að konur nauðgi líka og allt það sem gjarnan er notað til að dreifa athyglinni frá stóra vandamálinu; ofbeldi karla gegn konum). Þarf ekki einfaldlega að mennta okkur upp á nýtt? Þarf ekki samstillt átak menntakerfis og allra sem að uppeldi koma til að stimpla það inn í eitt skipti fyrir öll að nauðgun er viðbjóðslegur glæpur gagnvart öðrum einstaklingi, gagnvart mennskunni sjálfri. Fréttir um Verslunarmannahelgi snúast oftar en ekki um hátíðirnar. Í útvarpinu má heyra að svo og svo margar nauðganir hafi verið tilkynntar, svo margir verið lamdir og þetta mikið af fíkniefnum hafi fundist. Síðan er gjarnan í sömu frétt sagt að allt hafi nú gengið vel að öðru leyti og gjarnan spilaður bútur af brekkusöng og viðtal við fullt, hresst fólk. Þetta er furðulegt. Það er ekki ósvipað því að segja frá því að maður hafi verið stunginn í partýi og liggi nú á gjörgæslu, en teitið hafi nú að öðru leyti gengið vel, mikið stuð verið á fólki og hér má heyra partýgesti syngja Undir bláhimni. Eða að bílferð hafi nú verið hin skemmtilegasta fram að því að bíllinn keyrði út af og amma dó. Nauðgun er viðbjóðsleg. Þeir sem nauðga eru viðbjóðslegir. Fréttir af slíkum viðbjóði á ekki að flétta saman við frásagnir af almennri skemmtun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun
Það er orðið árviss viðburður að fá fréttir af nauðgunum um Verslunarmannahelgi. Sem betur fer virðist ákveðin vitundarvakning hafa orðið í þessum efnum og jafnvel örgustu tréhausar hafa samþykkt víðtækari aðgerðir til að sporna við þeim hryllilega glæp sem nauðgun er. Á stundum hefur manni nefnilega fundist að skipuleggjendur hátíða telji það gefa þeim slæmt orðspor ef það spyrst út að til allra ráðstafana sé gripið til að hamla gegn nauðgunum. Það er auðvitað mikill misskilningur, orðspor hátíða batnar aðeins við það að allra bragða sé beitt til að koma í veg fyrir að sálsjúkir karlpungar nauðgi. Það er hins vegar umhugsunarefni af hverju það er árviss viðburður að konum sé nauðgað um Verslunarmannahelgi. Stundum finnst manni eins og okkur þyki þetta hvimleiður en óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að smala nokkur þúsund Íslendingum saman á fyllerí. Nauðgun getur aldrei verið eðlileg afleiðing, hún er alltaf brot á öllum þeim siðalögmálum sem hver einstaklingur á að búa yfir. Ef við erum farin að gera ráð fyrir nauðgunum, þá er eitthvað að. Kannski vantar algjöra umpólun á hugsunarhætti karlmanna (og hér er rúm fyrir forpokaða karlpunga til að nöldra um að konur nauðgi líka og allt það sem gjarnan er notað til að dreifa athyglinni frá stóra vandamálinu; ofbeldi karla gegn konum). Þarf ekki einfaldlega að mennta okkur upp á nýtt? Þarf ekki samstillt átak menntakerfis og allra sem að uppeldi koma til að stimpla það inn í eitt skipti fyrir öll að nauðgun er viðbjóðslegur glæpur gagnvart öðrum einstaklingi, gagnvart mennskunni sjálfri. Fréttir um Verslunarmannahelgi snúast oftar en ekki um hátíðirnar. Í útvarpinu má heyra að svo og svo margar nauðganir hafi verið tilkynntar, svo margir verið lamdir og þetta mikið af fíkniefnum hafi fundist. Síðan er gjarnan í sömu frétt sagt að allt hafi nú gengið vel að öðru leyti og gjarnan spilaður bútur af brekkusöng og viðtal við fullt, hresst fólk. Þetta er furðulegt. Það er ekki ósvipað því að segja frá því að maður hafi verið stunginn í partýi og liggi nú á gjörgæslu, en teitið hafi nú að öðru leyti gengið vel, mikið stuð verið á fólki og hér má heyra partýgesti syngja Undir bláhimni. Eða að bílferð hafi nú verið hin skemmtilegasta fram að því að bíllinn keyrði út af og amma dó. Nauðgun er viðbjóðsleg. Þeir sem nauðga eru viðbjóðslegir. Fréttir af slíkum viðbjóði á ekki að flétta saman við frásagnir af almennri skemmtun.