Reyna við Íslandsmet í Salsa 12. júlí 2012 11:00 mikil stemning Edda Blöndal býst við mikilli stemningu á Austurvelli í dag og hvetur fólk til að koma og taka þátt, hvort sem það stígur dans með meðlimum SalsaIceland eða ekki.Fréttablaðið/valli „Við riðum á vaðið í fyrra og settum þá Íslandsmet sem við vonumst til að slá núna," segir Edda Blöndal, framkvæmdastjóri SalsaIceland, sem stendur fyrir hópdansi í Rueda de Casino á Austurvelli í dag. 78 manns tóku þátt í dansinum í fyrra, sem að sögn Eddu voru helmingi fleiri þátttakendur en þau höfðu þorað að vona. „Það kom skemmtilega á óvart hversu margir mættu í fyrra. Við vitum því ekkert með hvurslags fjölda við megum reikna í ár en spáin er góð og stemningin sömuleiðis svo vonandi mætir fullt af fólki og hjálpar okkur að slá eigið met," segir hún. Hefð er fyrir metasetningum í Rueda de Casino-dansinum erlendis að sögn Eddu og þau því að fylgja alþjóðlega straumnum með því að reyna við þetta. Öllum er velkomið að mæta á Austurvöll og taka þátt, en dansinn hefst klukkan 19. Hálftíma áður, eða klukkan 18.30, munu kennarar SalsaIceland standa fyrir ókeypis kennslu í grunnsporum dansins, sem er hringdans og hluti af kúbverskum salsadansi. „Þetta er einfaldur dans og jafnvel þeir sem hafa aldrei dansað áður geta komið og tekið þátt. Þetta er líka fjölskylduskemmtun og fólk því hvatt til að taka krakkana með og koma og skemmta sér," segir Edda og bætir við að jafnvel þó fólk komi ekki til að dansa sé því samt velkomið að mæta á svæðið og taka þátt í stemningunni. „Thorvaldsen verður með þrusutilboð í gangi í tilefni þessa atburðar og svo verðum við með skemmtilega tónlist og mikið fjör," segir hún. - trs Lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
„Við riðum á vaðið í fyrra og settum þá Íslandsmet sem við vonumst til að slá núna," segir Edda Blöndal, framkvæmdastjóri SalsaIceland, sem stendur fyrir hópdansi í Rueda de Casino á Austurvelli í dag. 78 manns tóku þátt í dansinum í fyrra, sem að sögn Eddu voru helmingi fleiri þátttakendur en þau höfðu þorað að vona. „Það kom skemmtilega á óvart hversu margir mættu í fyrra. Við vitum því ekkert með hvurslags fjölda við megum reikna í ár en spáin er góð og stemningin sömuleiðis svo vonandi mætir fullt af fólki og hjálpar okkur að slá eigið met," segir hún. Hefð er fyrir metasetningum í Rueda de Casino-dansinum erlendis að sögn Eddu og þau því að fylgja alþjóðlega straumnum með því að reyna við þetta. Öllum er velkomið að mæta á Austurvöll og taka þátt, en dansinn hefst klukkan 19. Hálftíma áður, eða klukkan 18.30, munu kennarar SalsaIceland standa fyrir ókeypis kennslu í grunnsporum dansins, sem er hringdans og hluti af kúbverskum salsadansi. „Þetta er einfaldur dans og jafnvel þeir sem hafa aldrei dansað áður geta komið og tekið þátt. Þetta er líka fjölskylduskemmtun og fólk því hvatt til að taka krakkana með og koma og skemmta sér," segir Edda og bætir við að jafnvel þó fólk komi ekki til að dansa sé því samt velkomið að mæta á svæðið og taka þátt í stemningunni. „Thorvaldsen verður með þrusutilboð í gangi í tilefni þessa atburðar og svo verðum við með skemmtilega tónlist og mikið fjör," segir hún. - trs
Lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira