Tólf tíma tónleikamaraþon á KEX 9. júlí 2012 17:00 Ghostigital er meðal sveita sem spila á klukkutíma fresti til styrktar útvarpsstöðinni KEXP í Seattle. Fréttablaðið/Valli „Þetta er til stuðnings útvarpsstöðinni KEXP í Seattle," segir Baldvin Esra Einarsson, viðburðastjóri Kex Hostels, sem skipuleggur tólf tíma útitónleika á gistiheimilinu KEX laugardaginn 14. júlí fyrir fyrrnefnda útvarpsstöð en hún reiðir sig á framlög hlustenda í rekstri sínum. Útvarpsstöðin KEXP hefur heimsótt landann síðustu þrjár Iceland Airwaves-tónlistarhátíðir og endurtekur leikinn í ár. „Þeir verða með beinar útsendingar frá tónleikunum okkar í ár og svo taka þeir upp fullt af myndböndum. Þeir gerðu það sama í fyrra og það vakti mikla lukku. Myndbandið með GusGus, sem var opnunaratriðið, hefur núna fengið um milljón áhorf," segir Baldvin en tónleikar GusGus voru klukkan eitt að hádegi sem þýðir að stuðtónarnir hafi hljómað í eyrum Seattle-búa klukkan sex að morgni. „Vinsældir Of Monsters and Men í Bandaríkjunum má rekja til myndbands sem KEXP tók upp á stofutónleikum árið 2010," bætir hann við en útvarpsstöðin er í virtri stöðu hvað varðar kynningu á nýrri tónlist. „Það verða vinsælar hljómsveitir sem og skrítnari bönd," nefnir hann og telur upp Ghostigital, Sóleyju, Hjálma, Sudden Weather Change, Tilbury, Snorra Helgason og HumanWoman. Röð bandanna verður ekki tilkynnt fyrr en samdægurs og enn eiga tónlistarmenn eftir að bætast við. Tónleikamaraþonið stendur frá tólf að hádegi til miðnættis og verður aðgangur ókeypis en frjáls framlög þegin. - hþt Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta er til stuðnings útvarpsstöðinni KEXP í Seattle," segir Baldvin Esra Einarsson, viðburðastjóri Kex Hostels, sem skipuleggur tólf tíma útitónleika á gistiheimilinu KEX laugardaginn 14. júlí fyrir fyrrnefnda útvarpsstöð en hún reiðir sig á framlög hlustenda í rekstri sínum. Útvarpsstöðin KEXP hefur heimsótt landann síðustu þrjár Iceland Airwaves-tónlistarhátíðir og endurtekur leikinn í ár. „Þeir verða með beinar útsendingar frá tónleikunum okkar í ár og svo taka þeir upp fullt af myndböndum. Þeir gerðu það sama í fyrra og það vakti mikla lukku. Myndbandið með GusGus, sem var opnunaratriðið, hefur núna fengið um milljón áhorf," segir Baldvin en tónleikar GusGus voru klukkan eitt að hádegi sem þýðir að stuðtónarnir hafi hljómað í eyrum Seattle-búa klukkan sex að morgni. „Vinsældir Of Monsters and Men í Bandaríkjunum má rekja til myndbands sem KEXP tók upp á stofutónleikum árið 2010," bætir hann við en útvarpsstöðin er í virtri stöðu hvað varðar kynningu á nýrri tónlist. „Það verða vinsælar hljómsveitir sem og skrítnari bönd," nefnir hann og telur upp Ghostigital, Sóleyju, Hjálma, Sudden Weather Change, Tilbury, Snorra Helgason og HumanWoman. Röð bandanna verður ekki tilkynnt fyrr en samdægurs og enn eiga tónlistarmenn eftir að bætast við. Tónleikamaraþonið stendur frá tólf að hádegi til miðnættis og verður aðgangur ókeypis en frjáls framlög þegin. - hþt
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira