Gerði myndband við dónalag Bam Margera 9. júlí 2012 12:00 Bam Margera, Nicole Boyd, Arró Stefánsson og Óli Finnsson kveiktu á blysum við tökur á myndbandinu sem er ekki eins gróft og rappið sjálft. „Hann er mjög góður gæi en hefur allt önnur viðmið um hvað teljist eðlilegt," segir Óli Finnsson framleiðandi hjá Illusion og á nýjustu þáttaröð Steindans okkar en hann gerði tónlistarmyndband fyrir Jackass-stjörnuna Bam Margera á dögunum. „Þetta er við nýtt rapp sem á eftir að vekja athygli. Myndbandið er kannski ekki sérstaklega gróft heldur textinn," segir Óli en lagið fjallar um að hafa samfarir við sjálfan sig. Upptökur fóru fram víðs vegar um landið og er myndbandið væntanlegt eftir tæpan mánuð. „Það mætti kalla þetta Íslandsmyndband en við fórum á Þingvelli, Sprengisand, að Skógafossi og á marga staði í Reykjavík," segir Óli en hann sá um leikstjórn ásamt Arró Stefánssyni, sem var jafnframt tökumaður. Með þeim í för var Nicole Boyd, kærasta Margera, sem lék í myndbandinu og sýndi að sögn Óla mun meira hold en ærslabelgurinn sjálfur. Margera íhugar að koma aftur til landsins um Verslunarmannahelgina þrátt fyrir hremmingar sem fylgdu heimsókn hans í júní. „Hann er virkilega heitur fyrir því að koma á Þjóðhátíð og ætlar bókað að koma ef bróðir hans, sem er í hljómsveitinni CKY, nær að redda giggi hér sömu helgi. Hann vill bara ekki þurfa að borga milljónir út af veseni aftur," segir Óli og á við greiðslu sem Margera þurfti að inna af hendi vegna skemmda á bílaleigubíl. „Þetta var að helmingi til hans sök. Hann var fullur eitt kvöldið og sparkaði inn í hurð, einnig var hann að mála í bílnum og það fóru olíulitir í sætin. Síðan var einhver sem keyrði bæði framan og aftan á bílinn meðan hann var kyrrstæður í miðbæ Reykjavíkur." Jackass-stjarnan lét upptöku myndbandsins ekki nægja heldur lék aukahlutverk í væntanlegri seríu af Steindanum okkar sem kemur á dagskrá Stöðvar 2 með haustinu.- hþt Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Hann er mjög góður gæi en hefur allt önnur viðmið um hvað teljist eðlilegt," segir Óli Finnsson framleiðandi hjá Illusion og á nýjustu þáttaröð Steindans okkar en hann gerði tónlistarmyndband fyrir Jackass-stjörnuna Bam Margera á dögunum. „Þetta er við nýtt rapp sem á eftir að vekja athygli. Myndbandið er kannski ekki sérstaklega gróft heldur textinn," segir Óli en lagið fjallar um að hafa samfarir við sjálfan sig. Upptökur fóru fram víðs vegar um landið og er myndbandið væntanlegt eftir tæpan mánuð. „Það mætti kalla þetta Íslandsmyndband en við fórum á Þingvelli, Sprengisand, að Skógafossi og á marga staði í Reykjavík," segir Óli en hann sá um leikstjórn ásamt Arró Stefánssyni, sem var jafnframt tökumaður. Með þeim í för var Nicole Boyd, kærasta Margera, sem lék í myndbandinu og sýndi að sögn Óla mun meira hold en ærslabelgurinn sjálfur. Margera íhugar að koma aftur til landsins um Verslunarmannahelgina þrátt fyrir hremmingar sem fylgdu heimsókn hans í júní. „Hann er virkilega heitur fyrir því að koma á Þjóðhátíð og ætlar bókað að koma ef bróðir hans, sem er í hljómsveitinni CKY, nær að redda giggi hér sömu helgi. Hann vill bara ekki þurfa að borga milljónir út af veseni aftur," segir Óli og á við greiðslu sem Margera þurfti að inna af hendi vegna skemmda á bílaleigubíl. „Þetta var að helmingi til hans sök. Hann var fullur eitt kvöldið og sparkaði inn í hurð, einnig var hann að mála í bílnum og það fóru olíulitir í sætin. Síðan var einhver sem keyrði bæði framan og aftan á bílinn meðan hann var kyrrstæður í miðbæ Reykjavíkur." Jackass-stjarnan lét upptöku myndbandsins ekki nægja heldur lék aukahlutverk í væntanlegri seríu af Steindanum okkar sem kemur á dagskrá Stöðvar 2 með haustinu.- hþt
Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira