Helgi með fimm plötur á topp 20 6. júlí 2012 10:30 Helgi er að vonum afar ánægður og þakklátur fyrir gott gengi platna sinna hérlendis, en svo virðist sem landinn kunni vel að meta allt sem hann gerir. Fréttablaðið/stefán „Ertu ekki að grínast. Ég er bara í sjokki, hefur þetta nokkurn tíman gerst áður?" spyr auðmjúkur Helgi Björnsson þegar blaðamaður náði af honum tali og tilkynnti honum um þann frábæra árangur hans að eiga fimm plötur á topp 20 lista Tónlistans yfir söluhæstu plötur landsins. Ný plata Helga og reiðmanna vindanna, Heim í heiðardalinn kom út um miðja síðustu viku og hefur verið dreift í tæplega 3.500 eintökum og fór beint á topp listans, sem birtur var í gær. Aðrar plötur Helga á listanum eru plötur hans og reiðmanna vindanna, Ég vil fara upp í sveit í 12.sæti, Ríðum sem fjandinn í 14.sæti og Þú komst í hlaðið í 19.sæti. Platan Helgi Björnsson – Íslenskar dægurperlur í Hörpu situr svo í í 15. sæti listans. Aðspurður hver galdurinn á bakvið velgengnina sé segist Helgi engin svör eiga við því. „Þetta eru auðvitað lög sem eru þekkt og hafa unnið fyrir sér áður, en svo geri ég þetta af hjartahlýju og virðingu fyrir þessari tónlist og ætli það sé ekki bara að skila sér," segir hann. Hann segist fullur þakklæti og gleði yfir því að þessar þjóðaperlur nái að öðlast nýtt líf með nýjum kynslóðum. „Ég var til dæmis að spila á Landsmóti um daginn og þótti mjög vænt um að sjá þar fólk á öllum aldri tók undir í lögunum," segir hann. Það er búið að vera mikið að gera hjá Helga að undanförnu og segist hann vera að niðurlotum kominn og ætla að taka sér smá hvíld núna. „Ég ætla bara að njóta þess að vera til, sleikja sólina og reyna að flækja mig ekki í nein verkefni. Það er samt alltaf mjög auðvelt að flækja sig í ný verkefni," segir hann og hlær. - trs Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ertu ekki að grínast. Ég er bara í sjokki, hefur þetta nokkurn tíman gerst áður?" spyr auðmjúkur Helgi Björnsson þegar blaðamaður náði af honum tali og tilkynnti honum um þann frábæra árangur hans að eiga fimm plötur á topp 20 lista Tónlistans yfir söluhæstu plötur landsins. Ný plata Helga og reiðmanna vindanna, Heim í heiðardalinn kom út um miðja síðustu viku og hefur verið dreift í tæplega 3.500 eintökum og fór beint á topp listans, sem birtur var í gær. Aðrar plötur Helga á listanum eru plötur hans og reiðmanna vindanna, Ég vil fara upp í sveit í 12.sæti, Ríðum sem fjandinn í 14.sæti og Þú komst í hlaðið í 19.sæti. Platan Helgi Björnsson – Íslenskar dægurperlur í Hörpu situr svo í í 15. sæti listans. Aðspurður hver galdurinn á bakvið velgengnina sé segist Helgi engin svör eiga við því. „Þetta eru auðvitað lög sem eru þekkt og hafa unnið fyrir sér áður, en svo geri ég þetta af hjartahlýju og virðingu fyrir þessari tónlist og ætli það sé ekki bara að skila sér," segir hann. Hann segist fullur þakklæti og gleði yfir því að þessar þjóðaperlur nái að öðlast nýtt líf með nýjum kynslóðum. „Ég var til dæmis að spila á Landsmóti um daginn og þótti mjög vænt um að sjá þar fólk á öllum aldri tók undir í lögunum," segir hann. Það er búið að vera mikið að gera hjá Helga að undanförnu og segist hann vera að niðurlotum kominn og ætla að taka sér smá hvíld núna. „Ég ætla bara að njóta þess að vera til, sleikja sólina og reyna að flækja mig ekki í nein verkefni. Það er samt alltaf mjög auðvelt að flækja sig í ný verkefni," segir hann og hlær. - trs
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira