Daníel Óliver með þriggja ára umboðssamning í Svíþjóð 3. júlí 2012 15:00 „Ég hitti Victoriu fyrst í desember og við vorum að ganga frá samningnum núna, svo þetta er búið að vera langt ferli," segir söngvarinn Daníel Óliver sem skrifaði nýlega undir þriggja ára samning við eina virtustu umboðsskrifstofu Svíþjóðar, Victoria Ekeberg Management. Daníel fluttist til Svíþjóðar fyrir tæpu ári og hefur verið að gera góða hluti þar ytra. „Það fyrsta sem Victoria sagði við mig þegar við hittumst var að ég liti út eins og blanda af James Dean og Elvis Presley og að ef ég hefði sönghæfileika ofan á það þá gæti ég sigrað heiminn," segir Daníel og hlær. Victoria þessi hefur komið mörgum listamönnum á kortið, þar á meðal söngkonunni September sem hefur verið að gera það gott í Bretlandi og Bandaríkjunum. Auk Victoriu sjálfrar mun umboðsmaðurinn Karl Batterbee vinna með Daníel, en hann rekur tónlistarsíðuna og sjónvarpsstöðina Scandipop í Bretlandi. Það er margt í gangi hjá söngvaranum í kjölfar undirritunar samningsins. Ekki nóg með að hann muni koma fram á tónlistarhátíðinni Malmö Beach um næstu helgi og vera á stóra sviðinu á Stockholm Pride í ágúst ásamt Eric Saade og söngkonunni Agnesi, heldur er hann búinn að vera á fullu að taka upp síðustu vikurnar og stefnir á útgáfu stuttskífu fljótlega. „Ég er að taka upp lag með Jonas von der Burg núna og er að fara í stúdíó til Thomas G:son bráðlega," segir hann, en Thomas G:son er maðurinn á bak við Eurovision-smellinn Euphoria með Loreen. - trs Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég hitti Victoriu fyrst í desember og við vorum að ganga frá samningnum núna, svo þetta er búið að vera langt ferli," segir söngvarinn Daníel Óliver sem skrifaði nýlega undir þriggja ára samning við eina virtustu umboðsskrifstofu Svíþjóðar, Victoria Ekeberg Management. Daníel fluttist til Svíþjóðar fyrir tæpu ári og hefur verið að gera góða hluti þar ytra. „Það fyrsta sem Victoria sagði við mig þegar við hittumst var að ég liti út eins og blanda af James Dean og Elvis Presley og að ef ég hefði sönghæfileika ofan á það þá gæti ég sigrað heiminn," segir Daníel og hlær. Victoria þessi hefur komið mörgum listamönnum á kortið, þar á meðal söngkonunni September sem hefur verið að gera það gott í Bretlandi og Bandaríkjunum. Auk Victoriu sjálfrar mun umboðsmaðurinn Karl Batterbee vinna með Daníel, en hann rekur tónlistarsíðuna og sjónvarpsstöðina Scandipop í Bretlandi. Það er margt í gangi hjá söngvaranum í kjölfar undirritunar samningsins. Ekki nóg með að hann muni koma fram á tónlistarhátíðinni Malmö Beach um næstu helgi og vera á stóra sviðinu á Stockholm Pride í ágúst ásamt Eric Saade og söngkonunni Agnesi, heldur er hann búinn að vera á fullu að taka upp síðustu vikurnar og stefnir á útgáfu stuttskífu fljótlega. „Ég er að taka upp lag með Jonas von der Burg núna og er að fara í stúdíó til Thomas G:son bráðlega," segir hann, en Thomas G:son er maðurinn á bak við Eurovision-smellinn Euphoria með Loreen. - trs
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira