Ármaður Íslands Þorsteinn Pálsson skrifar 30. júní 2012 06:00 Pólitísk málefni hafa verið dregin inn í forsetakjör með óvenju afgerandi hætti að þessu sinni. Samt er ólíklegt að draga megi ákveðnar pólitískar ályktanir af úrslitunum. Að einhverju leyti eru kjósendur að senda skilaboð um hvers konar forsetaembætti þeir vilja hafa. En fyrst og fremst er þetta persónuleikakjör. Margir virðast vera sáttir við hvernig forsetinn hefur látið í embætti og sumir hæstánægðir. Hugmyndin um forsetann sem einingartákn virðast blandast óskum um að í honum megi finna eins konar ármann Íslands þegar mest liggur við. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið hefur forsetanum tekist að ná eyrum margra með þá kenningu að nú séu óvissir tímar og hann sé rétti ármaðurinn. Þetta á fyrst og fremst rætur í ánægju margra með hvernig hann hefur beitt sér gegn tveimur ólíkum ríkisstjórnum. Þeir sem kætast mest nú vönduðu foretanum hins vegar ekki kveðjurnar 2004. Þeir sem helst atyrða hann í dag voru kampakátir 2004. Að baki þessu áliti á forsetanum liggur því lítil staðfesta og óljós grundvallarviðhorf. Þar virðast miklu fremur ráða pólitísk lögmál kennd við vindhna. Ýmsum, en alls ekki öllum, finnst sem forsetinn hafi beitt fyrir sig háleitum hugmyndum um ármann Íslands á Bessastöðum þegar hann var í raun og veru að láta reyna á vogarafl valdanna í eigin þágu.Fallin burst. Ofsagt væri að segja að embættið væri ónýtt. Nær lagi er að líkja því við fallna burst. Vafamál er hvort unnt er að endurreisa hana að óbreyttum stjórnskipunarlögum. Þrátt fyrir málefnalega framgöngu hafa þeir forsetaframbjóðendur sem helst hafa skírskotað til klassískra hugmynda um forsetaembættið ekki með sannfærandi hætti náð að sýna fram á að það sé unnt. Sennilega þarf meira til en góðan vilja. Brýnt er því að marka þjóðhöfðingjaembættinu skýrt hlutverk í stjórnarskrá. En það meginmál hefur varla verið rætt. Þessu marki er unnt að ná með litlum en áhrifaríkum breytingum. Ein er sú að flytja málskotsréttinn sem svo er nefndur til minnihluta þingmanna. Þetta má líka gera með því að halda synjunarvaldi forsetans en kveða á um að kjósa skuli að nýju til Alþingis falli lög í þjóðaratkvæði en verði þau samþykkt skuli kjósa um forsetaembættið að nýju. Þar með fylgdi meiri ábyrgð þessu valdi. Í reynd væri verið að stjórnarskrárbinda upphaflega túlkun fræðimanna á þessu ákvæði. Aukin ábyrgð ætti að minnka líkurnar á að embættið verði virkur þátttakandi í refskák stjórnmálanna. Róttækasta breytingin er sú að taka upp bandaríska kerfið með valdajafnvægi milli löggjafar- og framkvæmdavalds. Sambland af því kerfi og þingræði er hins vegar versti kosturinn. Einnig má viðhalda hinu klassíska einingarhlutverki með því að færa forsetanum ný stjórnskipuleg verkefni. Forsetanum þarf að ætla nægan starfa. En verkefnin verða á hinn bóginn að vera þess eðlis að hann geti staðið ofan við dægurþras stjórnmálanna. Nýfengin reynsla sýnir að það getur leitt embættið í ógöngur þegar sá sem því gegnir þarf að ákveða hlutverk sitt sjálfur. Enn allt veltur þetta þó á endanum á dómgreind þess sem hlutverkinu gegnir.Þingforsetastarfinu bætti við forsetaembættið. Ein leið til að ná því tvíþætta markmiði að endurheimta hugmyndina um einingarhlutverkið og gefa forsetanum stjórnskipulegt verkefni við hæfi er að bæta hlutverki forseta Alþingis við þjóðhöfðingjaembættið. Forseti lýðveldisins yrði þá æðsti maður löggjafarvaldsins en ekki framkvæmdavaldsins eins og nú er. Það er í góðu samræmi við þá nútímahugmynd að löggjafarþingið sé æðra framkvæmdavaldinu. Um leið og sík breyting yrði gerð á stjórnskipulaginu væri eðlilegt að fella niður þá úreltu skipan að framkvæmdavaldið staðfesti ný lög. Forseti Íslands myndi eftir það sem æðsti maður löggjafarvaldsins undirrita lög til staðfestingar um að þau hefðu verið sett með stjórnskipulega réttum hætti. Mikilvægt er hins vegar að halda þeim möguleika opnum að leggja mikilvæg þingmál fyrir þjóðina. Það má gera með því að viðhalda synjunarvaldinu en heimila forsetanum því aðeins að beita því að ákveðinn minnihluti þingmanna hafi lagt það til. Pólitíska ábyrgðin liggur þá á þeim vettvangi. Með því að forsetinn yrði áfram þjóðkjörinn er líklegt að slík nýskipan myndi styrkja stjórnskipulega stöðu Alþingis. Hún myndi einnig stuðla að betra valdajafnvægi á Alþingi því stjórnarmeirihluti á hverjum tíma gæti þá ekki ráðið hver færi með æðstu stjórn þingsins. Þannig má slá tvær flugur í einu höggi: Reisa burst forsetaembættisins og efla virðingu Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Pólitísk málefni hafa verið dregin inn í forsetakjör með óvenju afgerandi hætti að þessu sinni. Samt er ólíklegt að draga megi ákveðnar pólitískar ályktanir af úrslitunum. Að einhverju leyti eru kjósendur að senda skilaboð um hvers konar forsetaembætti þeir vilja hafa. En fyrst og fremst er þetta persónuleikakjör. Margir virðast vera sáttir við hvernig forsetinn hefur látið í embætti og sumir hæstánægðir. Hugmyndin um forsetann sem einingartákn virðast blandast óskum um að í honum megi finna eins konar ármann Íslands þegar mest liggur við. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið hefur forsetanum tekist að ná eyrum margra með þá kenningu að nú séu óvissir tímar og hann sé rétti ármaðurinn. Þetta á fyrst og fremst rætur í ánægju margra með hvernig hann hefur beitt sér gegn tveimur ólíkum ríkisstjórnum. Þeir sem kætast mest nú vönduðu foretanum hins vegar ekki kveðjurnar 2004. Þeir sem helst atyrða hann í dag voru kampakátir 2004. Að baki þessu áliti á forsetanum liggur því lítil staðfesta og óljós grundvallarviðhorf. Þar virðast miklu fremur ráða pólitísk lögmál kennd við vindhna. Ýmsum, en alls ekki öllum, finnst sem forsetinn hafi beitt fyrir sig háleitum hugmyndum um ármann Íslands á Bessastöðum þegar hann var í raun og veru að láta reyna á vogarafl valdanna í eigin þágu.Fallin burst. Ofsagt væri að segja að embættið væri ónýtt. Nær lagi er að líkja því við fallna burst. Vafamál er hvort unnt er að endurreisa hana að óbreyttum stjórnskipunarlögum. Þrátt fyrir málefnalega framgöngu hafa þeir forsetaframbjóðendur sem helst hafa skírskotað til klassískra hugmynda um forsetaembættið ekki með sannfærandi hætti náð að sýna fram á að það sé unnt. Sennilega þarf meira til en góðan vilja. Brýnt er því að marka þjóðhöfðingjaembættinu skýrt hlutverk í stjórnarskrá. En það meginmál hefur varla verið rætt. Þessu marki er unnt að ná með litlum en áhrifaríkum breytingum. Ein er sú að flytja málskotsréttinn sem svo er nefndur til minnihluta þingmanna. Þetta má líka gera með því að halda synjunarvaldi forsetans en kveða á um að kjósa skuli að nýju til Alþingis falli lög í þjóðaratkvæði en verði þau samþykkt skuli kjósa um forsetaembættið að nýju. Þar með fylgdi meiri ábyrgð þessu valdi. Í reynd væri verið að stjórnarskrárbinda upphaflega túlkun fræðimanna á þessu ákvæði. Aukin ábyrgð ætti að minnka líkurnar á að embættið verði virkur þátttakandi í refskák stjórnmálanna. Róttækasta breytingin er sú að taka upp bandaríska kerfið með valdajafnvægi milli löggjafar- og framkvæmdavalds. Sambland af því kerfi og þingræði er hins vegar versti kosturinn. Einnig má viðhalda hinu klassíska einingarhlutverki með því að færa forsetanum ný stjórnskipuleg verkefni. Forsetanum þarf að ætla nægan starfa. En verkefnin verða á hinn bóginn að vera þess eðlis að hann geti staðið ofan við dægurþras stjórnmálanna. Nýfengin reynsla sýnir að það getur leitt embættið í ógöngur þegar sá sem því gegnir þarf að ákveða hlutverk sitt sjálfur. Enn allt veltur þetta þó á endanum á dómgreind þess sem hlutverkinu gegnir.Þingforsetastarfinu bætti við forsetaembættið. Ein leið til að ná því tvíþætta markmiði að endurheimta hugmyndina um einingarhlutverkið og gefa forsetanum stjórnskipulegt verkefni við hæfi er að bæta hlutverki forseta Alþingis við þjóðhöfðingjaembættið. Forseti lýðveldisins yrði þá æðsti maður löggjafarvaldsins en ekki framkvæmdavaldsins eins og nú er. Það er í góðu samræmi við þá nútímahugmynd að löggjafarþingið sé æðra framkvæmdavaldinu. Um leið og sík breyting yrði gerð á stjórnskipulaginu væri eðlilegt að fella niður þá úreltu skipan að framkvæmdavaldið staðfesti ný lög. Forseti Íslands myndi eftir það sem æðsti maður löggjafarvaldsins undirrita lög til staðfestingar um að þau hefðu verið sett með stjórnskipulega réttum hætti. Mikilvægt er hins vegar að halda þeim möguleika opnum að leggja mikilvæg þingmál fyrir þjóðina. Það má gera með því að viðhalda synjunarvaldinu en heimila forsetanum því aðeins að beita því að ákveðinn minnihluti þingmanna hafi lagt það til. Pólitíska ábyrgðin liggur þá á þeim vettvangi. Með því að forsetinn yrði áfram þjóðkjörinn er líklegt að slík nýskipan myndi styrkja stjórnskipulega stöðu Alþingis. Hún myndi einnig stuðla að betra valdajafnvægi á Alþingi því stjórnarmeirihluti á hverjum tíma gæti þá ekki ráðið hver færi með æðstu stjórn þingsins. Þannig má slá tvær flugur í einu höggi: Reisa burst forsetaembættisins og efla virðingu Alþingis.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun