Nú vitið þið að ég er enginn jólasveinn 19. júní 2012 06:00 Hannes segir mikilvægt að Íslendingar kjósi þá persónu sem þeir vilji sjá á Bessastöðum næstu fjögur árin. Fréttablaðið/stefán Hannes Bjarnason kom óþekktur inn í baráttuna um forsetaembættið. Hann segir þá reynslu undarlega enda hafi margir haldið að hann væri einhver jólasveinn. Það álit hafi þó snarbreyst eftir að hann fór að kynna sig. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi heimsótti Landspítalann á dögunum og kynnti framboð sitt til forsetaembættisins. Hannes segir persónu forsetans skipta jafn miklu máli og málefnin. Íslendingar eigi að kjósa þann frambjóðanda sem það vill sjá í forsetastóli næstu fjögur árin. „Þetta eru fyrstu kosningarnar eftir hrun og hingað til hafa kosningarnar aðallega snúist um það hvort eigi að halda Ólafi eða ekki. Það er fáránleg umræða í sjálfu sér. Það er enginn að tala um það hvernig forseta hann vill." Hannes sagði mörgum hafa í fyrstu fundist framboðið fáránleg hugmynd, aðra hafa spurt sig um tilgang framboðsins, og hvort hann hafi hugsað sér að „koma hingað á hvítum hesti og ætla að bjarga Íslandi". En það er þráin að láta gott af sér leiða sem fékk Hannes til að snúa aftur til landsins. „Ég býð mig til embættis forseta Íslands af því að síðan fyrir hrun hef ég fylgst vel með þjóðfélagsumræðunni á Íslandi. Eftir hrun varð ég alveg viðþolslaus og fannst ég verða að gera eitthvað jákvætt fyrir Ísland. Ég hef mikla trú á Íslandi. Með bakgrunn í þessu, ákvað ég að bjóða mig fram. Ég veit ósköp vel að hverju ég geng, en ég hef alltaf trúað því að ef ég myndi ná að hreyfa við fólki þá ætti ég kannski möguleika." Hannes sagði marga hafa haft neikvætt álit á framboði sínu til að byrja með en það álit hafi breyst. „Þetta hefur verið svolítið undarleg upplifun. Þegar fólk uppgötvar allt í einu að þessi maður er ekkert ruglaður og að kannski sé hann enginn jólasveinn eftir allt. Núna eruð þið búin að sjá mig og vitið að ég er bara ósköp venjulegur maður." Hannes lagði áherslu á að menn þyrftu ekki að vera þekktir í íslensku samfélagi til að vinna gott starf fyrir landið. „Ég vil ekki þannig samfélag að þeir sem vilja vinna í þágu þjóðarinnar þurfi að vera þekktir í sjónvarpi og útvarpi eða skrifa í blöðin endalaust. Ég vil ekki búa börnunum mínum þannig samfélag." katrin@frettabladid.is Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Hannes Bjarnason kom óþekktur inn í baráttuna um forsetaembættið. Hann segir þá reynslu undarlega enda hafi margir haldið að hann væri einhver jólasveinn. Það álit hafi þó snarbreyst eftir að hann fór að kynna sig. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi heimsótti Landspítalann á dögunum og kynnti framboð sitt til forsetaembættisins. Hannes segir persónu forsetans skipta jafn miklu máli og málefnin. Íslendingar eigi að kjósa þann frambjóðanda sem það vill sjá í forsetastóli næstu fjögur árin. „Þetta eru fyrstu kosningarnar eftir hrun og hingað til hafa kosningarnar aðallega snúist um það hvort eigi að halda Ólafi eða ekki. Það er fáránleg umræða í sjálfu sér. Það er enginn að tala um það hvernig forseta hann vill." Hannes sagði mörgum hafa í fyrstu fundist framboðið fáránleg hugmynd, aðra hafa spurt sig um tilgang framboðsins, og hvort hann hafi hugsað sér að „koma hingað á hvítum hesti og ætla að bjarga Íslandi". En það er þráin að láta gott af sér leiða sem fékk Hannes til að snúa aftur til landsins. „Ég býð mig til embættis forseta Íslands af því að síðan fyrir hrun hef ég fylgst vel með þjóðfélagsumræðunni á Íslandi. Eftir hrun varð ég alveg viðþolslaus og fannst ég verða að gera eitthvað jákvætt fyrir Ísland. Ég hef mikla trú á Íslandi. Með bakgrunn í þessu, ákvað ég að bjóða mig fram. Ég veit ósköp vel að hverju ég geng, en ég hef alltaf trúað því að ef ég myndi ná að hreyfa við fólki þá ætti ég kannski möguleika." Hannes sagði marga hafa haft neikvætt álit á framboði sínu til að byrja með en það álit hafi breyst. „Þetta hefur verið svolítið undarleg upplifun. Þegar fólk uppgötvar allt í einu að þessi maður er ekkert ruglaður og að kannski sé hann enginn jólasveinn eftir allt. Núna eruð þið búin að sjá mig og vitið að ég er bara ósköp venjulegur maður." Hannes lagði áherslu á að menn þyrftu ekki að vera þekktir í íslensku samfélagi til að vinna gott starf fyrir landið. „Ég vil ekki þannig samfélag að þeir sem vilja vinna í þágu þjóðarinnar þurfi að vera þekktir í sjónvarpi og útvarpi eða skrifa í blöðin endalaust. Ég vil ekki búa börnunum mínum þannig samfélag." katrin@frettabladid.is
Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira