Lífið

Tom Cruise á tökustað Oblivion

á tökustað Tom Cruise ásamt Olgu Kurylenko við tökur á Oblivion.
nordicphotos/getty
á tökustað Tom Cruise ásamt Olgu Kurylenko við tökur á Oblivion. nordicphotos/getty
Upptökur á hasarmyndinni Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki hafa farið fram í New York undanfarið en þeim verður áframhaldið hér á landi á næstunni, eins og komið hefur fram.

Ljósmyndurum var hleypt á tökustaðinn í New York þegar verið var að mynda atriði með Cruise og mótleikkonu hans Olgu Kurylenko, sem fyrst vakti athygli í Bond-myndinni Quantum of Solace. Cruise virtist hinn hressasti við tökurnar og brosti bæði til ljósmyndara og aðdáenda sinna sem fylgdust spenntir með.

Leikstjóri Oblivion er Joseph Kosinski sem hefur áður gert Tron: Legacy með Jeff Bridges í aðalhlutverki. Myndin fjallar um stríð úti í geimi á milli jarðarbúa og íbúa fjarlægrar plánetu. Cruise leikur Jack Harper sem gerir við biluð geimför sem lenda á jörðu. Þegar hann er að gera við eitt slíkt rekst hann á konu sem hefur lent á einu geimfarinu. Mikil vandræði blossa upp í framhaldinu sem auka mjög á deilur jarðarbúa og fjarlægu plánetunnar.

Með annað stórt hlutverk í myndinni fer Óskarsverðlaunahafinn Morgan Freeman. Oblivion verður frumsýnd 26. apríl á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×